Tregðan gegn breytingum.

Fjölbreyttar nýjungar má nú finna í viðleitni manna til þess að fara betur með takmarkaðar orkulindir og nota nýjar til þess að knýja samgöngutæki.

Þetta má glöggt sjá á sýningu á vistvænum tækjum í Vetrargarði Smáralindar.  Raunar ætti að kalla mörg þessara tækja "vistvænni" farartæki, því að í mörgum þeirra er minnkaður útblástur og minni eyðsla, sem fæst fram.

Ég hvet fólk til þess að líta inn á þessa sýningu og prófa til dæmis bílhermi, þar sem hægt er að læra aksturslag sem getur sparað mikla peninga.

Aðalvandamálið hygg ég að sé ekki það að farartækin séu ekki fyrir hendi, heldur fáfræði um þau og þó helst sú innbyggða tregða sem kemur í veg fyrir að fólk breyti um stíl. 

Eins og sést af smáauglýsingum í blöðum er hægt að kaupa bíla fyrir allt niður í nokkur hundruð þúsund á markaði notaðra bíla, en ekkert slíkt fyrirfinnst varðandi rafbíla, metanbíla, vetnisbíla, tvinnbíla eða aðra slíka. 

Ég hefði til dæmis fyrir löngu verið búinn að fá mér slíkan bíl til innanbæjaraksturs ef ég haft efni á því og hygg ég að svo sé um fleiri. 

En draumurinn um að öll samgöngutæki á Íslandi til lands og sjávar verði knúin innlendri vistvænni orku getur vel ræst ef unnið er markvisst að því að koma því máli áfram. 


mbl.is Vistvæn farartæki sýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband