Eitthvert dýrmætasta sportið.

Oft er talað um bilið eða gjána á milli fólks í þéttbýli og dreifbýli og það hve slæmt það geti verið fyrir þjóðina, samheldni hennar, árangur og velferð.

Mikið óskaplega eigum við Íslendingar hestinum okkar að þakka, því að erfitt er að finna eitt fyrirbæri sem leiðir fólk úr þéttbýli og dreifbýli saman á þann stórkostlega hátt og hesturinn gerir. 

Möguleikarnir til þess að sameina þjóðina eru margir og þar að auki er stór hluti þeirra þess eðlis að við getum laðað erlent fólk til landsins og átt með þeim ljúfar stundir sem gefa bæði þeim og okkur gleði og skilning á landi og þjóð. 


mbl.is Aldrei séð jafn marga á baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Íslenski hesturinn er demantur sem við eigum að halda eins óúrkynjuðum og hægt er.

Ég hef verið mikið í hestum sjálfur og veit það með vissu að það er fátt dásamlegra en að brynna hestinum upp á heiði við lækjarspænu, jappla á strái og hlusta á spóann. Maður þarf að passa sig að sofna ekki í þessu himnaríki. Gott ráð er að umma Sveitin milli Sanda.

Siggi Lee Lewis, 19.9.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband