22.9.2010 | 08:15
Læra af Íslendingum ?
Margir útlendingar hafa undrast ýmislegt varðandi ýmislegt sem gerðist í Búsáhaldabyltingunni.
Fyrir mann eins og mig, sem stóð í fyrsta sinn á fjölum leikhúss 12 ára gamall og túlkaði kornungan byltingarmann standandi uppi á götuvígi í París 1832 var það mikil upplifun að standa í raunverulegri baráttu af þessu tagi við Alþingishúsið í janúar 2009 og upplifa þann taugatitringinn, sem var á báða bóga.
Þegar minnstu munaði að allt færi gersamlega úr böndunum gerðist það ótrúlega að byltingarmenn sjálfir mynduðu varðsveit til þess að verja lögreglumenn gegn ribböldum, sem virtust vera þarna komnir til þess eins að hleypa öllu upp og láta það fara úr böndunum.
Ólíklegt er að slíkur skilningur milli mótmælenda og lögreglumann hefði getað myndast í öðru landi, en líktast til gerðist þetta vegna þess hve samfélag okkar er lítið og fólk þekkist vel.
Þetta atriði kom vel fram í heimildarmynd Helga Felixsonar um Hrunið og eftirmál þess, "Guð blessi Ísland".
Hinir útlendu gestir munu kannski kynna sér það dómsmál, sem nú er rekið í eftirmála Búsáhaldabyltingarinnar.
Í því máli á eftir að reyna á þann skilning, sem nauðsynlegur er af hálfu þess valds, sem kennt er við réttvísi og sanngirni.
Læra af Búsáhaldabyltingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér skilst það nú Ómar minn að þetta eru lögreglumenn að kynna sér störf kollega sinna á Íslandi, en ekki störf dómara eða fréttamanna í búsáhaldabyltingunni.
Lögreglan stóð sig almennt með prýði, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Reyndar stóð hún sig svo vel að hluti "byltingarmannanna" myndaði skjöld fyrir framan hana þegar þeim ofbauð árásir á lögregluna sem voru reyndar aðeins að vinna sín störf.
Guðmundur Paul, 22.9.2010 kl. 09:02
Varst þú í hlutverki Gavroche í "Vesalingarnir"?
Ein af mínum eftirminnanlegustu sögupersónum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.