Lifnar í gömlum glæðum.

Fyrir 25 árum rann það fyrirbæri sem kallað var héraðsmót með gamla laginu og Sumargleðin var tákn um, sitt lokaskeið og tíu árum síðar fór að draga mjög af sveitaböllunum með tilheyrandi sætaferðum.

Þess vegna fer smá straumur um það sem muna þessa tíð þegar fréttist af stóru sveitaballi á borð við það sem haldið var í reiðhöllinni á Sauðárkróki í gærkvöldi. 

Það kom nokkrum sinnum fyrir að Sumargleðin skemmti í íþróttahöllum, en yfirleitt var það um miðjan dag. 

Þeir dagar koma varla héðan af að flokkur hljóðfæraleikara og skemmtikrafta haldi allt að 50 skemmtanir um allt land frá júnílokum fram á haust en það má alltaf rifja upp eitt og eitt sveitaball af svipaðri gerð og áður var. 


mbl.is Þúsundir á sveitaballi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Ásgeirsson

Þetta er frábært, sveitaball það jafnast ekkert við sveitaball !!! fór sjálfur á nokkrar sumar gleðir í denn, það ver frábært !!!

Jón Páll Ásgeirsson, 26.9.2010 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband