Enginn var sakfelldur en þrjú sýknuð.

Hin raunverulega niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á Alþingi í dag var sú að þrír af fjórum, sem til greina kom að ákæra, voru í raun sýknaðir, því að úr því að þingið ákærir þá ekki, er mál þeirra lagalega séð úr sögunni.

Geir H. Haarde var ekki sakfelldur heldur ákveðið með naumum meirihluta að leggja hans mál fyrir Landsdóm.

Samkvæmt meginreglu réttarríkisins Íslands skal hver maður álitinn sýkn nema sekt hans sé sönnuð fyrir dómi og í þeirri stöðu verður Geir þar til Landsdómur hefur kveðið upp úrskurð sinn.

Ég þekki af eigin raun að vera ákærður opinberlega og vera í þeirri stöðu. 

Fyrst var ég sakaður um það fyrir ellefu árum að hafa misnotað aðstöðu mína sem starfsmaður RUV og var þess krafist að ég yrði rekinn og yfirmenn mínir einnig. 

Á vegum útvarpsráðs fór fram ítarleg rannsókn á störfum mínum og var ég hreinsaður af þessum ásökunum. 

Nokkrum dögum fyrir kosningar 2007 var ég kærður fyrir að hafa valdið umhverfisspjöllum og fór fram ítarleg og viðamikil lögreglurannsókn vegna þess.  

Niðurstaða hennar var sú að ekki væri ástæða til ákæru, eða eins og sagði í skýrslunni um málið að "ekki fannst saknæmt athæfi".

Í fréttinni var birt mynd af mér þar sem ég lenti flugvélinni TF-TAL á meintum afbrotsstað og út úr vélinni sást stíga, - , hver haldið þið nema Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra !

Þessi tilviljun kemur vitanlega upp í hugann þegar ég heyri fréttir þessa dags. 


mbl.is Þungbær og erfið niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Geir er ákærður sem glæpamaður. Þegar hann verður sýknaður, segja þá þeir þingmenn af sér. sem töldu meiri líkur en minni að hann yrði sakfelldur?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2010 kl. 19:27

2 identicon

Þetta er allt búið að vera undarlegt sjónarspil og einna helst dettur manni í hug gamaldags nornaveiðar, ákveðið að brenna eina til að friða lýðinn.

Veit eiginlega ekki hvað ég á að halda

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 19:34

3 Smámynd: Elle_

Fjarstæða að stjórnmálamenn hafi saksóknaravald yfir öðrum stjórnmálamönnum.  Og það pólitíkusar sem frömdu OPINBERAN ICESAVE-GLÆP og ættu sjálfir að vera rannsakaðir.  Það er e-ð mikið bogið við það. 

Elle_, 28.9.2010 kl. 19:55

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar, ég skammaði nokkra vini mína sem eru framarlega í Sjálfstæðisflokknum fyrir afar þrönga sýn varðandi umhverfismál. Mér skilst þá að þá hafir þú talist vera Sjálfstæðismaður. Nú þegar Samfylkingin sýnir af sér verstu hliðar pólitíkurinnar sýður þú framgang hennar. Mér er misboðið! Undirlægjuháttur gagnvart pólitísku flokkunum er sennilega eitt helsta vandamál íslenskra stjórnmála. 

Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2010 kl. 20:06

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Styður þú framgöngu henna, átti hér að standa. Lesblinda mín er mér oft erfið.

Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2010 kl. 20:07

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég get engan veginn séð að í bloggpistli mínum styðji ég framgöngu eins eða neins í þessu máli.

Ómar Ragnarsson, 28.9.2010 kl. 20:13

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Alþingi er ekki dómstóll heldur ákæruvald í samræmi við lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm.

Þó það þyki mjög niðurlægjandi að vera ákærður verður að álíta sem svo að Geir Haarde hafi borið fullkomlega ábyrgð á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hann er því aðalmaðurinn en hinir ráðherranir sem einnig kom til álita voru auðvitað meðvitaðir um að ekki var allt með felldu með fjármál þjóðarinnar.

Geir Haarde og Co vissu eða máttu vita ekki mikið seinna en í febrúar/mars að allt var að fara fjandans til. Sem hagfræðingur hefði Geir Haarde átt að bregðast við sm hann gerði ekki.

Unnt hefði verið að koma í veg fyrir það stórkostlega tjón sem samfélagið allt beið, hefði verið brugðist við. Aldrei var unnið jafn ötullega í því að éta bankana og mörg fyrirtæki að innan frá vori 2008 uns yfir lauk.

Tugir ef ekki hundruð fyrirtækja sem mörg hver voru í eigu almennings, litlu hluthafanna, fóru á hausinn og varð ekki bjargað nema með bolabrögðum eins og bönkunum, allt á kostnað þjóðarinnar og litlu hluthafanna.

Geir grét krókódílatárum framan í þjóðina og þóttist ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. Þó vissi hann eða mátti vita að aðgerðarleysi framkvæmdarvaldsins sem þó hefur alltaf verið mjög sterkt undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, varð til að engu var bjargað. Voru ráðherrar ekki svo uppteknir af Olympíuleikunum sumarið 2008 að það var sumum meira í mun að skjótast til Kína á opinberan kostnað fremur en að stjórna landinu?

Nú er komið að vatnaskilum. Völd og áhrif Sjálfstæðisflokksins heyra nú sögunni til!

  Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.9.2010 kl. 20:46

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við fyrstu sýn er eðlilegt að líta svo á að Árni, Ingibjörg og Björgvin hafi verið sýknuð. Þá má líka segja að allir hinir ráðherrar Þingvallastjórnarinnar hafi verið sýknaðir. Þetta er þó ekki rétt, heldur var kærum á hendur þeim hugsanlega frestað.

 

Verði Geir dæmdur sekur mun koma upp sú krafa að mál annara ráðherra í Þingvallastjórninni verði einnig lögð fyrir dóminn og hver ætlar að mæla því í mót ? Ég bendi á, að á Alþingi eru 7 af þessum ráðherrum og væntanlega hefur ekki farið framhjá neinum, að þeir allir sem einn höfnuðu sektar-prófun ráðherranna fyrir Landsdómi. Voru þeir ekki að verja sjálfa sig og ætluðu að drepa málið fyrir fullt og allt ?

 

Þegar dómur Landsréttar yfir Geir liggur fyrir, þá verða vonandi þessir 7 fyrrverandi ráðherrar horfnir af Alþingi. Vonandi verður komandi Alþingi skipað fólki sem ekki þarf að verja sjálft sig, eða hefur næga sómatilfinningu til að gera það ekki. Enginn ráðherra hefur því verið sýknaður og dómur almennings stendur því áfram óhaggaður. Er mönnum ekki ljóst hver sá dómur er ?

 

http://www.zimbio.com/member/altice   

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.9.2010 kl. 21:03

9 identicon

Guðjón Sigþór:

Og hvernig í fjandanum "hefði Geir Haarde átt að bregðast við" "ekki mikið seinna en í febrúar/mars"??

Nei, það er ekki von að þú getir svarað því, blessaður, því að það hefur ENGINN getað gert. Það hefur ENGINN getað bent á hvernig í ósköpunum hefði átt að vera hægt að gera nokkurn skapaðan hlut vorið 2008 til að koma í veg fyrir hrun bankanna þá um haustið. Hið eina sem var Á HREINU var að ef Geir eða aðrir stjórnmálamenn hefðu lýst því yfir þá um vorið/sumarið að bankarnir væru í hættu að falla þá HAFÐU ÞEIR ALLIR HRUNIÐ UM LEIÐ!

"Aldrei var unnið jafn ötullega í því að éta bankana og mörg fyrirtæki að innan frá vori 2008 uns yfir lauk."

Og ætlar þú nú að fara að halda því fram að Geir H. Haarde hafi vitð það??? Ekki gera sjálfan þig sekan um vandræðalegra bull en hefur þegar oltið út úr þér.

Svívirðingar þínar í garð Geirs dæma sig að öðru leyti sjálfar enda hittir níðið þann fastast fyrir sem frussar því.

Loks, um: "Völd og áhrif Sjálfstæðisflokksins heyra nú sögunni til!"

Í hvaða firrta heimi býrð þú eiginlega??? Sjálfstæðisflokkurinn er lang-stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann nýtur nú stuðnings fleiri en nokkru sinni áður í sögunni.

Farðu og taktu þinn súra hefndarþorsta og póltíska hatur á Sjálfstæðisflokknum með þér. Við þurfum á einhverju öðru að halda til að reisa hér við nýtt og heilbrigt samfélag.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:13

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hingað kom hver sérfræðingurinn í fjármálum á fætur öðrum og það var allt gert til að gera málflutning þeirra og aðvaranir tortryggilegar. Hverjir skyldu hafa verið þar að verki? Hverjir fóru meira að segja með útrásarvíkingunum og sóru fyrir að eitthvað væri að.

Á meðan voru bankarnir og mörg fyrirtæki bókstaflega etin að innan og ekkert skilið eftir. Hverjir voru það sem keyptu upp alla peningaskápana og öryggishólfin sumarið 2008? Fengu vissir aðilar aðvörun um að koma peningum í öruggt skjól?

Þetta vissi fáir um fyrr löngu seinna.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður brugðist þjóðinni. Þú verður að sætta þig við það Kolbeinn. En eg þekki marga prýðisgóða sjálfstæðismenn og þeir eiga ekki að gjalda fyrir afglöp leiðtoga sinna.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.9.2010 kl. 21:41

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í hrunskýrslunni er víða vikið að afglöpum Geirs Haarde og ríkisstjórnar hans. Þetta óskiljanlega meint hatur mitt í garð Sjálfstæðisflokksins er fyrst og fremst vegna þess að eg tel hann hafa brugðist þjóðinni í aðdraganda hrunsins. Þeir vissu eða máttu vita um afleiðingarnar ákvarðana sem þeir höfðu tekið nokkrum árum fyrr.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.9.2010 kl. 21:44

12 Smámynd: Ólafur Als

Guðjón; fjármálaráðgjafarnir voru af ýmsu tagi og höfðu ólíkar sögur að segja. Sumir segja - og það með nokkurri réttlætingu - að hefðu stjórnvöld ekki haldið uppi vörnum fyrir bankana, eða á annan hátt reynt að segja þá sögu að efnahagskerfið væri sterkt (ekki að hrynja) hefðu bankarnir farið fyrr. Um það verður vitanlega ekkert fullyrt, nema þá það að stjórnvöld störfuðu í "góðri trú" um að ástandið væri ekki jafn slæmt og raunin varð. Um það verður ekki deilt, tel ég, að stjórnvöld höfðu ekki vissu fyrir því að búið var að þurrausa bankana af fé.

Menn skyldu t.d. spyrja sig hvað hefði verið hægt að gera án þess að bæta í pottinn þeirri vitneskju sem við höfum nú. Hagfræðiþekking Geirs skiptir hér ekki stóru máli - það er hægt að ljúga að hagfræðingum eins og öðrum - e.t.v stóð það honum fyrir nokkrum þrifum að hann tók efnahagsreikninga bankanna trúanlega, að ekki sé nú talað um áróður greiningadeildanna, endurskoðenda og forystumanna bankanna.

Í mínum huga gerði Geir mistök af ýmsu tagi, sem hafa ekkert með refsivert athæfi að gera. Hef enda fjallað um það í skrifum í m.a. Morgunblaðið um og eftir hrun. Geir deildi með stórum hluta þjóðarinnar oftrú á fjármálaútrásinni og hann var í of nánum tengslum við fjármálatoppana - sem hann gaf sér e.t.v. að væru það sem kalla mætti "góða" kapítalista; að til þeirra gæti hann m.a. leitað um ýmsa ráðgjöf. Hann var, eins og flestir, ekki reiðubúinn að kaupa gagnrýni frá aðila á borð við den Danske bank án athugasemda - enda sá banki í beinni samkeppni við íslenska banka. Sú gagnrýni, líkt og sum önnur, var sett í pólitískt samhengi og þar gerðu menn mistök til vinstri og hægri.

Ábyrgð sjálfstæðisflokksins er vissulega mikil enda hefur flokknum verið refsað í alla vega einum kosningum. Hvort nóg sé að gert verða flokksmenn og síðan kjósendur að gera upp við sig en að afgreiða þær skoðanir sem flokkurinn stendur alla jafna fyrir eru mistök og ekki til þess gert að færa þjóðinni velferð.

Ólafur Als, 28.9.2010 kl. 22:22

13 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu Ómar að ég tala ekki til þín, en  þið hér mætuð hugsa málið.  

Það er rétt sem þú segir G. T.H . Gunnarsson að fyrir alþyngi er Geir Haarde dæmdur sem glæpamaður.   Við því er ekkert að segja og við bíðum bara eftir réttlæti eð mistökum af hálfu þeirra sem Atli kóngur réttlætisins velur til að dæma Geir, að undirlagi Steingríms.  Sagt er að ævinlega skal hafa sök að líkum meiri en minni.

Samfylkingar fólk og Framsóknarfólk dæmdi Geir sakhæfan.  En fríuðu aðrar samráðherra hans sökum, sniðugt.  

Grétarsdóttir, auðvita eru þetta nornaveiðar og við vitum um nornina og heigullin sem hún stjórnar.  

Og rétt hjá þér Elle Ericsson að stjórnmála menn eru ekki sjálfsagðir saksónarar og því síður dómarar í eigin sök.  Sumir þeirra eru nefnilega heimskir en það er ekki ólöglegt og getur jafnvel verið heiðarlegt ef rétt er með farið.    En það fer í verra þegar sýnsýkin og hrokinn ber æruna ofurliði og vald er fengið til að henda steini í strákskrattann sem kannski braut rúðuna. 

En látið Ómar í friði , hann var ekki að gera neinum neitt frekar en endra nær, annað en að hafa skoðun og hann á sama rétt og aðrar til skoðana líkt og ég þó þær hafi ekki alltaf fallið saman. 

Hrólfur Þ Hraundal, 28.9.2010 kl. 22:43

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

   

Það tal sem sumir viðhafa, að meiri líkur en minni skuli vera fyrir sekt til að ákæra sé réttlætanleg, fara með fleipur. Enginn saksóknari hefur vitað fyrirfram, að hann fái öll ákæruatriði samþykkt af dómurum. Enginn getur heldur reiknað út líkur í dómsmálum.

 

Það er líka fjarstæða, að tala um að Alþingi sé saksóknari fyrir Landsdómi, þótt kærur séu lagðar fram. Allir geta lagt fram ákærur í einkamálum, en í opinberum málum eru það einungis saksóknarar sem geta lagt fram ákærur fyrir dómstólum. Þarf að benda á muninn á kæru til saksóknara og ákæru fyrir dómi ?

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.9.2010 kl. 00:36

15 Smámynd: Elle_

Held menn viti vel að alþingi er ekki saksóknari fyrir landsdómi, get allavega svarað fyrir mig og það var ekki það sem ég meinti með saksóknarvald að ofan.  Heldur hefur komið fram að Geir verði ákærður af alþingi og vanalega ákæra ekki pólitíkusar, heldur saksóknarar.  Nei, þú þarft ekki að benda á muninn á ákæru fyrir dómi og kæru til saksóknara.

Elle_, 29.9.2010 kl. 09:03

16 identicon

Svakalega ertu heppinn Ómar að það var ekki pólítísk tól að taka ákvörðun um hvort ætti að kæra þig til saka, reyndar hefðir þú ekki þurft að hafa áhyggjur á þeim tíma, Sjálfstæðismenn trúa ekki á slíkt.

Samfó - Lengi verði sköm ykkar.

Snæbjörn (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 09:18

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Reyndar er það þannig að um helmingur dæmenda í málinu verða kosnir pólitískri kosningu á Alþingi.

Hversu trúverðugt verður það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 11:09

18 identicon

Þetta sjónarspil allt saman minnir svolítið á skilaboð bókarinnar "Öxin", sem er saga sem gerist í frönsku byltingunni. Fyrst fuku hausarnir af kóngafólkinu, og svo af byltingarmönnunum, - en alltaf var böðullinn sá sami.

Það er þó kannski eitthvað gagn í því að stjórnmálamenn í sæti ráðherra upplifi það að þeir séu ekki ósnertanlegir, séu þeir að misbeita valdi sínu, gera alger afglöp, nú eða að hygla sínum í gegnum embætti sitt.

Þetta þurfa allir skipstjórar að lifa við.

Maður hefði samt viljað það sjá, að þeir sem tæmdu bankana o.m. o.fl. færu fyrstir í gapastokkinn.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 11:59

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.... reyndar rúmlega helmningur, eða 8 af 15

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 13:01

20 identicon

*Niðurstaða alþingir liggur fyrir. Geir Hardee skal fyrir landsdom. Ef að einhver dugur er i samraðherrum ur rikisstjorninni sem starfaði undir hans forystu ættu þeir að stiga fram og standa við hlið hans i rettarhöldunum sem framundan eru en ekki vera þeir huglausu vesalingar sem raun ber vitni þar með talin össur og johanna.

jonas þor (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband