Þarf meiri rannsóknir.

Ég og fleiri, sem höfum umgengist eldfjallaösku úr mörgum gosum, höfðum tilfinningu fyrir því að askan úr gosinu í Eyjafjallajökli hefði innihaldið meira af fíngerðum ögnum en önnur gos.

Það er að sjálfsögðu gott og blessað og bráðnauðsynlegt að rannsaka öskuna úr gosinu í Eyjafjallajökli en því miður skortir samanburðarmælingar úr öðrum eldgosum. 

Rannsóknirnar eru á byrjunarstigi og líklega þarf nokkuð mörg gos til þess að hægt verði að komast að niðurstöðum sem hægt er að byggja óyggjandi á. 

Mun víðtækari rannsóknir þarf til þess að hægt verði í eldgosum í framtíðinni að komast hjá því að gera þau mistök, sem gerð voru banni á flugi í gosinnu í Eyjafjallajökli og kostuðu gríðarlegar fjárhæðir. 

Ég hef áður lýst skoðunum mínum á því hér í bloggi mínu og með því að nota leitarorð í sérstökum reit hér við hliðina má fletta því upp. 

 


mbl.is Takmörkuð hætta af öskunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Við skulum ekki gleyma að ,,Gaddur" hefur fylgt eldgosum í gegnum tíðina, það er nú ekki útséð með það, bæði hjá mönnum og dýrum. Askan úr þessu gosi var víst sérstaklega flúor rík. Áður fyrr, þegar mataræði fólks var ekki jafn fjölbreytt, og í dag, var algengt að gaddur kæmi fram í fólki, og leiddi það jafnvel til dayða, við skulum vona að fólk á öskusvæðunum hafi vit á að borða ekki eigin framleiðslu, það er örugglega ekki á flúorinn bætandi.

Gömul grein í Mogga um þetta: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=439386

Börkur Hrólfsson, 29.9.2010 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband