3.10.2010 | 13:01
Það besta sem við eigum, mannvænn mannauður.
Á þessum tímum, þegar viðskiptavild og orðstír lands okkar hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru, skín stoðtækjaframleiðandinn Össur eins og sól, sem brýst í gegnum óveðursský.
1. Ef við hugsum allt í peningum og engu öðru er fyrirtækið gulls ígildi.
2. Fyrirtækið er klassadæmi um það hverju menntun og mannauður fá áorkað.
3. Fyrirtækið hefur gefið þeim sem minna mega sín vegna fötlunar stórkostlegar kjarabætur og unnið í anda mannkærleika og virðingar fyrir öllum mönnum.
Tvö síðustu atriðin eru mikilvægust á alla lund.
Tvær verðmætustu auðlindir Íslands eru mannauðurinn og einstæð náttúra. Össur fellur undir hið fyrrnefnda.
Össur hf. vekur athygli í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
HIÐ BESTA Hið bezta, er við eigum,er ekki hægt að gefaog ekki tjá með orðumog ekki í söng að vefa. Hið bezta í brjósti þínu,það blettast ekki af neinum,en skín úr þöglu þelivið þér og guði einum. Það er vor mikli auður,að aðrir mega ei ná því.Það er vor mesta örbyrgð,að öðrum bægt er frá því. Karin Boye. Magnús Ágeirsson
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 19:00
Össur er sem sagt náttúrulaus.
Þorsteinn Briem, 3.10.2010 kl. 21:25
Og svo nota þeir töluvert ál í framleiðslu sína.... og það er hið besta mál
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.10.2010 kl. 02:14
Ómar: Þú segir að ein af tveimur auðlindum Islands sé mannauðurinn, það er rétt hjá þér í "DAG"... en hvað með "MORGUNDAGINN" ? Landflótti ? Hvar er þá mannauðurinn ?
Í reynd: Þetta er eins með mannauðinn eins og landauðinn, það er nefnilega hægt að sökkva öllu og eyðileggja. Þetta hvorutvegga er því bara til staðar í "DAG".
Kristinn M (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 09:16
Þetta er spurning um manndauðan og landauðn... ef ekki verður eitthvað gert eitthvað af viti.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.10.2010 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.