Eldsneytisgjöldin enn skásti skatturinn.

Vel þarf að ígrunda opinberar álögur á umferðina. Miðað við núverandi ástand og næstu framtíð eru gjöld á eldsneyti, þótt óvinsæl séu, skásta skattlagningin.

Sá, sem vill eða þarf að aka mikið og vill nota stóran bíl, greiðir þá gjöld í samræmi við það. 

En það þarf líka að líta á fleira. Á ágætri mynd Gísla Marteins Baldurssonar af sama götukaflanum með mismunandi farartækjum, 1. myndin með götunni þar sem allir eru á bílum, 2. myndin af sömu götu þar sem allir ferðast með strætó og 3ja myndin af sömu götu, þar sem allir ferðast á reiðhjólum, sést að bílarnir taka langmest rými og þess vegna krefjast þeir lang fyrirferðarmestu og dýrustu samgöngumannirkjanna. 

En það vantar 4ðu myndina hjá Gísla. Hún er af þessum götukafla þar sem bílarnir eru allir 1,5 metrum styttri. Þá myndi sjást að það fer að sjálfsögðu eftir lengd bílanna hve mikið rými og hve stór og dýr samgöngutæki löngu bílarnir taka umfram þá stuttu. 

Í Japan er óbeint skattlagt í samræmi við þetta og njóta bílar, sem eru styttri en 3,40 metrar skattfríðinda. 

Í GPS mælingu framtíðarinnar á notkun á malbikinu mætti taka tillit til þess hve mikið rými bíllinn notar. 

Ég held hins vegar að eldsneytisgjöldum sé ekki skynsamlegt að kasta alveg fyrir róða. Stórir og þungir bílar bæði eyða meiri gjaldeyri en litlir og léttir og slíta auk þess vegum meira. 


mbl.is Veggjöld um GPS í stað eldsneytisskatta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég verð mikið hissa ef Persónuvernd tekur í mál að Stóri bróðir fylgist með öllum okkar ferðum.  Svolítið einkennilegt að henda mælunum sem voru á flestum diesel bílum til þess að taka svo nokkrum árum seinna upp njósnatæki.

Tel mikið frekar borga eigi í samræmi við stærð bifreiða og akstur, sem sagt eldsneytisgjald.  Væri í raun eðlilegast að þeir vegir sem á að taka sérstakan vegatoll af, séu með lesbúnað svipaðan og er notaður í Hvalfjarðargöngum og/eða tollskýli.

En ég er að vísu svolítið hræddur um að það gleymist hér á landi að þar sem gjaldtaka er á vegi /vegarkafla, verður að vera hjáleið, held að það tíðkist víðast hvar annars staðar, jafnt austan hafs og vestan.

Kjartan Sigurgeirsson, 4.10.2010 kl. 13:46

2 Smámynd: Landfari

Þessar hugmyndir finnst mér koma þvert á allt tal um að minnka mengun frá bílum.

Ef eldsneytisgjaldið verðu fært yfir í GPS er minni hagur hjá fólki að stunda vistvænan akstur og lausaganga bíla fyrir utan t.d. verslanir og leikskóla á eftir að aukast aftur.

Svo er þetta náttúrulega hreint svínarí að verið sé að hvetja fólk til að breyta bílum í metan og selja fólki rándýra tvinn bíla ef svo á að rukka fyrir kílómetrann.

Landfari, 4.10.2010 kl. 15:42

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, Landfari góður, eldsneytisskatturinn og lengdarskatturinn eru skástu kostirnir að mínu mati.s

GPS mælingin gæti hins vegar komið að notum ef til dæmis eigandi stórs bíls, sem notar hann kannski mjög lítið, myndi óska eftir slíkri mælingu og afslætti frá lengdargjaldinu á þeim forsendum.

Ómar Ragnarsson, 4.10.2010 kl. 22:15

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það kæmi örugglega fram krafa um að nota þessi tæki til að mæla hve hratt er ekið og senda tilkynningar til lögregluembættisins ef hraðinn fer óvart yfir leyfileg mörk.

Einnig verður það notað til að fylgjast með utanvega akstri, o.s.frv.

Ágúst H Bjarnason, 5.10.2010 kl. 06:42

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo er það svona búnaður sem fæst víða erlendis:

http://www.diytrade.com/china/4/products/3806938/Car_Anti_Tracker_GPS_Jammer_Isolator.html

Ágúst H Bjarnason, 5.10.2010 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband