7.10.2010 | 09:46
Skrýtin tilviljun.
Það er skrýtin tilviljun að ég skuli í gær vera með tvo bloggpistla sem snerta frétt Morgublaðsins um gamla fólkið sem tekur sparnað út úr bönkunum og setur hann í bankahólf til að komast hjá skatti og skerðingu bóta.
Annar pistill minn hét "með peningana undir koddanum" en hinn, aðeins nokkurra klukkustunda gamall, fjallar um það að "þeir sem bruðla mest komast best af."
Nú er það svo að ekki má alhæfa um þá sem vilja geyma fé sitt "undir koddanum".
Þó er líklegt að þeir sem græði mest á því að koma fé undan og borga jafnvel undir bankahólf til þess arna séu einmitt þeir sem eigi mest fjármagn.
Með peninga í bankahólfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar - skoðaðu þetta - www.ifri.is
Sigurður Jónas Eggertsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 10:11
Fréttin er reyndar hálfgert rugl. Þarna er kvartað yfir að vextir séu neikvæðir og fjármagnstekjuskattur íþyngjandi. En auðvitað er ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af rýrnandi innistæðum.
Hitt er annað mál að vextir geta orðið neikvæðir vegna verðbólgu (og ef það gerist á sparisjóðsbók þá geta menn rétt ímyndað sér hvernig það fer með sparnaðinn að liggja í bankahólfi). En það er í sjálfu sér afleiðingin af því að stýrivextir hafa farið lækkandi og má ekki heita þjóðarsátt um að það sé það sem við viljum?
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 10:24
Stefán. Það eru lagðir skattar á rýrnandi innistæður fjármagnstekjur, það veit ég því ég varð fyrir því og það var tilgangslaust að þvarga yfir því, skattar á allar fjármagnstekjur, púnktur. burt séð frá verðbólgu!!
Eyjólfur G Svavarsson, 8.10.2010 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.