Þeir sem bruðla mest komast oftast best af.

Hrafn Gunnlaugsson er nálægt kjarna þess máls sem nú brennur heitt á þjóðinni. Í gegnum alla Gróðabóluna gekk sá hugsunarháttur í fjármálakerfi landsins að þeir, sem mest bruðluðu og bárust á, fengu mest lánað, en hinir sem ekki bárust á urðu útundan.

Hófsemi þeirra og ábyrgðartilfinning gerði það að verkum að þeir báru ekki utan sér að eiga mikið undir sér.  

Síðan gerist æ ofan í æ, bæði hér á landi og erlendis, að þegar viðkomandi fyrirtæki hefur verið blásið nógu mikið út er það orðið svo stórt að ekki er talið hættandi á að setja það í þrot. 

Viðurkennt er, til dæmis á Írlandi, að bankinn þar, sem nú þarf að fá afskrifðar hvorki meira né minna en 5000 milljarða króna, sé einfaldlega of stór til þess að hægt sé að láta hann rúlla.

Hér á landi hefði útgerðin, sem gumað var af að væri rekin af hagkvæmni sem þakka ætti kvótakerfinu, samkvæmt því átt að borga skuldir sínar niður í margra ára samfelldu gróðæri. 

Í staðinn skuldaði sjávarútvegurinn meira en 500 milljarða króna 2008. Og nú nýta fyrirtækin sér það að teljast vera orðin svo stór að ekki sé hægt að láta þau rúlla, rétt eins og írski bankinn.

Kvótagreifar sem slógu lán til að borga sjálfum sér hundruð milljóna króna í arð sitja áfram að eigum sínum, stórum einbýlishúsum, sumarhöllum, ofurjeppum o. s. frv. án þess að nokkuð fái við þeim og kvótaeign þeirra haggað.

Á meðan bitna afleiðingar Gróðabólunnar og Hrunsins meðal annars á þeim sem minnst mega sín.

Þessu fer fram af því að það telst vera byggt á lögum. Þess vegna eru mótmælendur nú staddir á hárréttum stað þegar þeir standa fyrir framan Alþingishúsið því að inni í því sitja löggjafinn og framkvæmdavaldið sem líta á ríkjandi lög eins og Guðs lög sem enginn geti breytt. 

Hrafn er líka aldeilis á réttu róli að mínu mati þegar hann gagnrýnir að ekkert bóli á persónukjöri.

Um það skrifaði ég hvassa Morgunblaðsgrein í ársbyrjun 2009 þar sem meðal annars kom fram, að meirihluti frambjóðenda þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að komast ekki á þing ef flokkur þeirra setur þá nógu ofarlega á framboðslista sinn. 

Það er ekki einasta að það sé búið að koma í veg fyrir að persónukjör verði tekið upp heldur er framboðum ekki einu sinni leyft að bjóða fram óraðaða lista þar sem þau bjóði kjósendum sinum að raða á listana upp á sitt eindæmi.

Fögru orðin um aukið lýðræði með því að opna glugga fyrir persónukjör hafa gufað upp vegna þverpólitískrar samkenndar þingmanna sem óttast um sína stöðu.

 


mbl.is Bankarnir áttu að fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Góður pistill! Sammála þér í öllu.

Nú er ég að fara þá tilrauna-göngu að sjá hvernig verður tekið á mínum vanskilum, sem byggjast einungis á því að ég sá að ég varð að velja á milli mín og barnsins sem ég ber ábyrgð á, og ráns-bankanna! Ég valdi  mitt og barnsins afkomu en ekki afkomu bankanna!

Fyrir það verð ég eflaust hengd andlega og líkamlega og barnið mitt með? þetta fá bankastarfsmenn borgað fyrir að framkvæma, ásamt lögmanna-skrifstofum og innheimtu-stofnunum af allskyns sortum og kennitölu-svikurum!

Svo streyma ástarbréf bankanna og innheimtustofnana og lögmanna-stofnana inn um bréfalúguna!

Sumir láta meira að segja borga sér laun fyrir að bera þessi bréf inn um bréfalúgu lögheimilis þeirra sviknu og rændu með utaná-skriftinni: barst á lögheimili af stefnuvotti? Almættið hjálpi þeim sem ætla að lifa endalaust á svona útburði!

Vonandi geta þessir útburðar-Júdasar lifað í smá tíma af að taka samlanda sína hægt og rólega af lífi fyrir banka-svika-stofnanirnar og svika-lögmanna-stofnanir? En mikil er samt fátækt þeirra að þurfa að vera aftöku-þrælar bankanna á heiðarlegum Íslandsbúum?

Ég tek minni aftöku með eins mikilli reisn og heilsa mín leyfir, og bið um að aðrir vari sig á að láta eina einustu krónu í bankana, sem einungis eru til fyrir steindauða og innistæðulausa peninga bankaræningja í jakkafötum, en ekki heiðarlegt fólk og þeirra laun fyrir heiðarlegt strit!!!

Bankastjórnendur hika ekki eitt einasta augnablik við að taka fólk af lífi með því að arðræna, svelta og frysta í hel allt heiðarlegt fólk!

Bankar og heilaþvegnir starfsmenn þeirra eru illkynja krabbamein heimsins og ef við hættum ekki núna straks að hafa viðskipti við þá munum við bjarga svikurum bankanna og drepa okkur sjálf!!!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2010 kl. 23:29

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Þarna hittið þið höfuðið á naglann Hvert orð sannara ,Ég fór á vormánuðum í bankan minn sem þá var kaupthing banki og bað þá um smáhjálp því ég sæi fram á það að ég gæti ekki staðið í skilum ,en nei takk þá var búið að loka á öll lán eða fyrirgreyðslu til hins almenna manns ,mér var sagt bara því miður þú verður bara að fara sjálfur og semja við þína lánadrottna ,sem ég reyndi en þá kom í ljós að ég get td ekkert samið sjálfur við íbúðalánasjóð það verður að fara í gegnum bankana svo að eigilega var mér sagt að fara að éta það sem úti frýs .um áramótin 2008-09 gafst ég hreinlega upp á að borga stóru láninn reyndi samt að borga af bílnum og lækka skammtímaláninn sem hefur svona nokkuð gengið vel en eftir stendur að ég á yfir höfði mér að missa húsið sem ég reyndar vissi að kæmi að, ég á  hvors sem er ekkert í því, er búinn að tapa því sem ég lagði í það ,ég get þetta því ég hef ekki fyrir börnum að sjá en fólkið sem hefur stóra fjölskyldu  þar eru erfiðleikar .Ríkisstjórn og margir þingmenn hafa reyst svo stóran múr í kringum sig að þeir sjá ekki hvað er að gerast í kringum þá .Hafa gleymt því fyrir hverja þeir eru að vinna .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 7.10.2010 kl. 10:43

3 identicon

Góður pistill.....held við ættum að fá Ómar Ragnarson til að stýra landinu í staðinn fyrir þá hálfvita sem standa fyrir....

EJ (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband