"Glæpamennirnir" Gandhi, Mandela og King.

Ef það ætti að vera mælikvarði á Nóbelsverðlaun hvort viðkomandi hafi brotið óréttlát lög, væri vandi á höndum.

Flestir af helstu baráttumönnum fyrir mannréttindum og ýmsir aðrir, sem mótmælt hafa ranglæti og óréttlæti,  hafa notað til þess ráð, svo sem "borgaralega óhlýðni" til að vekja athygli á málstað sínum. 

Baráttumenn fyrir réttindum blökkumanna í suðurríkjum Bandaríkjanna og í Suður-Afríku neyddust til að brjóta gildand ólög. 

Mahatma Gandi var brautryðjandi í beitingu borgaralegra óhlýðni.

Andmæli kínverskra alræðisyfirvalda hefur því holan hljóm, hvað þá þau ummæli að Liu Xiaobo sé "glæpamaður." 

Rússneski rithöfundurinn Alexander Solzhenitsyn var líka stimplaður "glæpamaður" af sovéska alræðinu.

Mér skilst að samkvæmt kínverskum lögum sé öllum heimilt að hafa í frammi mótmælaaðgerðir og aðá á yfirborðinu líti þetta bara vel út.

Um þau gildi hins vegar ýmis ákvæði varðandi umsóknir og útgefin leyfi sem koma í raun í veg fyrir öll þau mótmæli sem yfirvöldum er í nöp við. 

 


mbl.is Kína segir friðarverðlaun Lius brjóta gegn gildum Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það sem er sérstakt við Xiaobo sem friðarverðlaunahafa Nobels er að hann er ekki glæpamaður.

 Reglan hefur verið  hjá Sórþinginu er að verðlaunahafinn sé fjöldamorðingi eða amk. fyrverandi fjöldamorðingi.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 8.10.2010 kl. 16:36

2 identicon

Sammála Kristján.

Var það ekki bara á síðasta ári sem að fjöldamorðingi fékk svokölluð Friðarverðlaun Nobels. Svo heldur hann bara áfram að myrða og maður spyr sig hversu mörg þúsund manslíf verður þetta hjá þessum Friðarverðlaunarmanni Nobels? Væri kanski réttra að kalla þetta Jokeverðlaun Nobels?

Jóhann Kristinsson (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 17:24

3 Smámynd: Vendetta

Þetta er nú mjög ýkt hjá ykkur. Nú ætla ég ekki að fara út í umræður um hvort Obama sé fjöldamorðingi, hann er það ekki, þótt Bush hafi verið það. Heldur ekki Gorbachev og svo sannarlega ekki Mandela. Hernaðarsinnar sem hafa fengið Nóbelsverðlaunin, t.d. Peres, Arafat, Kissinger (3 stk.) eru í miklum minnihluta miðað við allan þann fjölda sem hafa fengið þessi friðarverðlaun, sem einfaldlega hafa verið friðar- eða lýðræðissinnar. Hins vegar ef nefndin ætti að fara bókstaflega eftir fyrirmælum Nóbels, fengju sennilega engir raunverulegir friðarsinnar eða lýðræðissinnar verðlaunin, en einungis embættismenn og stjórnmálamenn.

Úr Wikipedia: According to Nobel's will, the Peace Prize should be awarded to the person who "...shall have done the most or the best work for fraternity between nations, for the abolition or reduction of standing armies and for the holding and promotion of peace congresses."

Það er augljóst, að þessi skilyrði fyrir að fá verðlaunin (eða vera tilnefndur) er barn síns tíma og sennilega hefur Nobel sjálfum ekki verið ljóst, að skv. skilyrðunum geta fjöldamorðingjar eins og Kissinger (sem er ábyrgur fyrir dauða og ánauð hundruð þúsunda manns í Kambódiu og Viet Nam) eða stríðsherrar verið útnefndir, bara ef þeir síðar semja um vopnahlé, eða gera friðarsamning, sem síðan er hægt að virða að vettugi. Skv. þessu gæti Adolf Hitler hafa fengið friðarverðlaunin, því að hann gerði jú sögufræga friðarsamninga við Breta og Rússa. Sá fyrri var rofinn áður en blekið var þornað og sá síðari þurrkaði út sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og Póllands. 

“...shall have done the most or the best work for fraternity between nations, for the abolition or reduction of standing armies and for the holding and promotion of peace congresses.[1
Þess vegna er mikilvægt, að Nóbelsnefndin hætti að fara bókstaflega eftir fyrirmælum Nóbels, heldur verðlauni aðeins þá sem ekki hafa blóðugar hendur eða beinagrindur í skápnum.

Vendetta, 8.10.2010 kl. 18:43

4 Smámynd: Vendetta

Því miður kom tilvitnun í skilyrði Nobels tvisvar, ég gat ekki eytt því.

Vendetta, 8.10.2010 kl. 18:47

5 Smámynd: Vendetta

Annars er það rétt hjá Jóhanni, að friðarverðlaunin eru af mörgum álitin vera óæðri en Nóbelsverðlaunin fyrir vísindi eða bókmenntir. Engu að síður fá þessi verðlaun mikið meiri athygli í götupressunni.

Vendetta, 8.10.2010 kl. 18:59

6 identicon

Vandeta.

Ég man ekki betur en að viðtakandi Friðarverðlauna (Jokeverðlauna) Nobels hafi talað fyrir því að stríð væru stundum nauðsynleg. Þetta sagði hann við viðtöku Jokeverðlaunana, þetta var nú kanski ekki rétta stundin að tala fyrir stríði. Mynti mig á kvikmynd sem ég mann ekkert titilinn á en þar var sagt " greed is good." Minnir mig stundum á ástandið á Íslandi í dag.

Ef að Bush var fjöldamorðingi, þá get ég ómögulega skilið af hverju Barack Hussein Obama er það ekki? Hefur sá síðarnendi Jokeverðlaunahafi ekki aukið stríðsaðgerðir í Aganistan og Pakistan?

Það er nú óþarfi að vera þrefa um hvor er meiri fjöldamorðing, því að umræðuefnið er Friðarverðlaun Nobels. Allt annað eru útúrdúrar og biðst ég afsökunar á þessum útúrdúr hjá mér.

Jóhann Kristinsson (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 20:01

7 identicon

Ef kínverji brýtur kínversk lög og er settur í fangelsi þá tel ég að hann megi dúsa þar.
En auðvita vita sumir miklu betur hvernig á að stjórna Kína og gera allt til að koma sinni skoðun á framfæri.
Ef einhverjir færu að segja okkur til þá héti það íhlutun í okkar mál.

Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 23:15

8 Smámynd: Vendetta

Mér finnst að íslenzk stjórnvöld eiga alltaf að hlíta úrskurði Mannréttindadómstólsins í Strasbourg, enda víða pottur brotinn hér á landi hvað varðar mannréttindi. En íslenzkar ríkisstjórnir hafa yfirleitt virt þessa úrskurði að vettugi.

Þó er mikill stigsmunur á mannréttindabrotum hér og í Kína. Að dæma einhvern í fangelsi fyrir að krefjast úrbóta er glæpsamlegt, hvað þá 11 ár. Raunverulegu glæpamennirnir eru kínverskir ráðamenn, ástvinir íslenzkra yfirvalda.

Vendetta, 9.10.2010 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband