12.10.2010 | 08:55
Afturábak um 40 ár ?
Ýmislegt sem lenda þarf undir niðurskurðarhníf kreppunnar getur fært þjónustu aftur um nokkur ár.
Þótt kaupmáttur hafi dregist mikið saman er hann þó enn jafn mikill og hann var fyrir sjö árum.
Mæling hans er þó ekki einhlít vísbending um kjör því að skuldir heimilanna hafa margfaldast og eru höfuðvandinnn í kreppunni.
Ef sú verður niðurstaðan að aðein tvær björgunarþyrlur verði á Íslandi er ástandið í þeim málum fært aftur um tæp 40 ár og orðið jafn lélegt og það var fyrir 1970.
Með aðeins tvær þyrlur verður það ekki spurning um hvort heldur hvenær hvorug þeirra verði flughæf og að það muni kosta mannslíf, eitt eða fleiri.
Óvíst að Landhelgisgæslan geti leigt þriðju þyrluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svipuð glíma var nýverið háð hér í Rangárþingi þegar til stóð að þurrka út Sjúkraflutningana hér um slóðir. Þetta hefði fært þjónustustigið aftur til 1965 eða svo. Þá er eftir að taka inn í dæmið hversu margir ferðamenn eru hér um allar koppa grundir, svo og það, að flutningvegalengdir hefðu allar lengst til muna. Vitanlega þoldi þessi della ekki dagsljósið og var til allrar hamingju blásin af.
Sérhvert mannslíf er dýru verði keypt. En spyr nú sá sem ekki veit, hvort hægt væri að spara Þyrluna að einhverju leyti með því að hlaupa í skarð með þéttara einkaflugi, eða sjúkraflugi á fleiri mögulega staði. Það eru margir góðir lendingastaðir til.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 09:52
Niðurskurður í sjúkraþjónustu á landsbyggðinni er mun alvarlegra mál, enn niðurskurður á þriðju þyrlu Gæslunnar og örugglega fleiri mannslíf í húfi. Gæslan getur vel passað upp á að þyrlurnar séu eingöngu notaðar í verkefni, þar sem öðrum tækjum verður ekki komið við. Það hafur verið talsverður misbrestur á þessu í gegnum árin, og er þá borið við að flugmenn þurfi að æfa sig.
Hreinn Hjartarson, 12.10.2010 kl. 16:09
Enginn rekstraraðil á þyrluþjónustu í heiminum getur komið í veg fyrir að fyrr eða síðar komi að því í rekstri tveggja þyrlna að hvorug sé flughæf.
Þyrlur eyða mun meiri tíma á jörðu niðri í skoðunum en nemur flugtíma þeirra vegna þess hve flókin verkfæri þær eru.
Ef önnur þeirra er í langri ársskoðun má hin alls ekki bila eða þurfa að fara í reglubundna tímaskoðun á meðan.
Kaninn var með fimm þyrlur og taldi fjórar algert lágmark.
Ómar Ragnarsson, 12.10.2010 kl. 22:53
Það hefur ávallt tíðkast hvort sem er að flytja alvarlega veika sjúklinga til Reykjavíkur vegna þess að sjúkrahúsin úti á landi ráða ekki við alvarleg slys.
Það hlýtur því að teljast eðlilegt að styrkja þjónustuna í Reykjavík og um leið að minnka hana á landsbyggðinni.
Vegasamgöngur eru einnig betri en fyrir 40 árum.Þyrlumálin þurfa að vera betri en Ísland er á hausnum. Engir peningar til.
valdimar (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 07:00
Valdimar, - þetta er annað hvort háð hjá þér eða alger fávissa.
Byrja hér:
Það væri hægt að sleppa þessum niðurskurði með því að draga til baka ESB umsóknina :D
Vissulega eru vegasamgöngur betri en þær voru, en VEGALENGDIR eru bara eins og þær eru, FÆRÐ er eins og hún er, og UMFERÐ er margföld á við það sem hún var. Það er því engin trygging til að komast hraðar um nú en áður á vegum.
Einhvers staðar stóð það að "Fjarlægðin gerir fjöllin blá, - og langt til Húsavíkur" Vegalengdin á næsta fjórðungs-spítala þaðan er búin að vera sú sama í áratugi. Sama með Selfoss-Reykjavík. En heldur sækist hægar.
Alvarleg slys gera þjónustu á landsbyggðinni enn mikilvægari, þar sem styttra er í neyðarþjónustu fyrir vikið, - það er jú sérstaklega mikilvægt við ALVARLEG SLYS að bregðast við sem allra fyrst, - stöðva blæðingar, loka brotum, grunnmyndataka o.fl.
Svo ruglarðu saman "veikindum" og "slysum" strax í upphafi.
Lokapunkturinn er svo sá að smærri aðgerðir og þjónusta hafa reynst heldur ódýrari á landsbyggðinni. Spurning um að skúffa hátæknispítalanum og efla heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, - þá er hægt að senda ákveðin tilvik út á land og spara um leið.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 10:13
Jón Logi. Fyrir utan vegstyttingar og jarðgöng þá vita allir að fyrir 40 árum var ekki mikið um bundið slitlag á þjóðvegi1. Þess vegna eru vegasamgöngur betri í dag.
Þar sem yfirleitt er farið til Reykjavíkur með slasað fólk þá er engin ástæða til að púkka upp á mörg sjúkrahúsanna úti á landi þar sem þau ráða hvort eð er ekki við alvarleg tilvik. Hins vegar þarf að vera fæðingarhjálp á stöðum eins og t.d. Vestmannaeyjum þar sem stundum er ekki hægt að stóla á neinar samgöngur.
Neyðarþjónusta sjúkraflutningamanna sér bara um fyrstu viðbrögð svo er flogið eða ekið til Reykjavíkur eða Akureyrar. Þessum utanbæjarspítulum verður svo bara breytt í elliheimili.
valdimar (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 17:20
Selfoss-Reykjavík: 1973
Man nú ekki hvenær bundið var yfir Fljótsheiði (Akureyri-Húsavík) en það var fyrir 1986.
Á þessum tíma voru blikkbeljur landsmanna kannski helmingur af því sem gerist í dag, og þar fyrir utan eru erlendir ferðamenn u.þ.b. 5 sinnum fleiri en 1986.
Ég er ekki hætis-hót fljótari til Reykjavíkur heldur en ég var 1982, - sennilega lengur vegna aukinnar umferðar. Skal ég því þræta fyrir að samgöngubætur síðustu 40 ár réttlæti aflagningu þjónustu sem sparar vegalengdir upp á tugi og jafnvel hundruði kílómetra.
Og grátt ofan á svart, - og áður nefnt, - "ákveðin" þjónusta á landsbyggðinni (og er þar undanskilin fæðingaþjónusta í hinum afkimalegu Vestmannaeyjum) hefur reynst ódýrari en á höfuðborgarsvæðinu. Hví þvá að leggja hana af og byggja upp eitthvað flunkunýtt og fokdýrt???
Bendi svo að lokum á, að neyðarþjónusta sjúkraflutningamanna og viðkomandi heilsugæslu úti á landi hefur ótt og títt náð að leysa neyðartilvik innan svæðis. Ég hef komið að slíkum málum sjálfur þannig að ég er ekkert að tala út í bláinn.
En auðvitað.....leggja niður Þyrlur, leggja niður sjúkrabíla, leggja niður heilbrigðisþjónustu úti á landi, og treysta bara á að malbiksaukning síðan 1970 reddi transportinu um óteljandi kílómetra til sjúkrastofnana sem þegar eru yfirhlaðnar, - það hlýtur að auka sparnað og öryggi til mikilla muna. Enda er landsbyggðin bara elliheimili eða hvað?
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.