Betur má ef duga skal.

Eitt helsa ranglæti heimsins er misrétti kynjanna og þótt hugsanlegt sé að það sé minna hér en annars staðar er enn langt í land í jafnréttisbaráttunni á Íslandi.

Kreppan hefur sín áhrif, svo sem í lakara fæðingarorlofi, en sú löggjöf er einhver mesta réttarbót í jafnréttismálum, sem gerð hefur veirð hér á landi.

Einnig er yfirleitt óhætt að taka niðurstöðum á könnunum á svona hlutum með varúð því að með því að leggja hæpnar eða ófullkomnar forsendur til grundvallar er hægt að komast að röngum niðurstöðum. "Garbage in - garbage out", ef sett er drasl inn kemur drasl út.

Ekki eru mörg ár síðan alþjóðleg könnun leiddi í ljós að spilling væri minni á Íslandi en í nökkru öðru landi. Ein meginforsenda þeirrar niðurstöðu var að ekki þyrfti að múta opinberum embættismönnum hér á landi. 

Allir Íslendingar vissu þó hve hláleg þessi niðurstaða var í landi kunningja- og venslasamfélagsins þar sem pólitísk spilling, sjálftaka og oftaka höfðu verið landlæg svo lengi sem menn mundu. Spilling var einmitt helsta forsendan fyrir Gróðabólunni og Hruninu.

Annað dæmi var það þegar alþjóðleg könnun leiddi í ljós að Íslendingar væru í fremstu röð varðandi umhverfismál. 

Ég fór ofan í saumana á þeirri skýrslu og þá kom í ljós að Íslendingarnir höfðu svarað spurningunni um ástand jarðvegs með því að setja stafina NA í þann dálk, þ. e. að upplýsingar væru ekki fyrir hendi. 

Var þó Ólafur Arnalds búinn að fá umhverfisverðlaun Norðurlanda fyrir rannsóknir á því sviði, sem leiddu í ljós að hér á landi var og hafði verið meiri jarðvegseyðing en þekktist á byggðu bóli í heiminum. 

Meðal landa sem settu NA í dálkinn voru Úkraina með sitt Chernobyl-slys og nokkur önnur lönd í göml Sovétblokkinni.  Vel má vera að ástand í jafnréttismálum sé skárra hér en víða annars staðar en það segir ekkert um það hvort ástandið sé viðunandi eða ekki.


mbl.is Jafnrétti kynja hvergi meira en hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála þessu Ómar.

Jóhanna Magnúsdóttir, 12.10.2010 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband