" Vekur vonir..."

Ég bendi á það á hverju álver í Helguvík hefur verið byggt frá upphafi og skín út úr fyrstu setningu fréttar á mbl. is.  Þar segir að -  "...tilraunaborun á Reykjanesi gæfi góðar vonir.." 

Frá upphafi hafa dæmalausar framkvæmdir í Helguvík byggst á "vonum" en ekki vissu og þaðan af síður raunsæi. 

Og hvers vegna er orðið "vonir" notað en ekki "vissa" ? 

Af samræðum mínum við sérfræðinga á þessu sviði byggist það á því að eðli þessa jarðvarmasvæðis og margra annarra er það að því hraðar sem orkunni er dælt upp, því fljótar mun hún ganga til þurrðar vegna ofnotkunar eða þess sem kallað er "rányrkja" á góðu íslensku máli. 

Alltof margir hér á landi eru haldnir áráttu sem lýsa má með tveimur orðum: "ÉG, - NÚNA!" 

Hin skefjalausa stóriðjustefna sem hefur heltekið okkur byggist á þessum tveimur orðum, því miður. 

"Vonir" vegna einnar tilraunaborholu á Reykjanesi segja nákvæmlega ekkert um það hvort hægt verði að útvega orku í það risaálver sem óhjákvæmilega verður að rísa í Helguvík, ef þar verður haldið áfram á sömu braut og hingað til með óheyrilegu tjóni fyrir íslenska náttúru, auk þess sem risaálver í Helguvík mun ryðja burtu öllum möguleikum á nýtingu jarðvarmaorkunnar á miklu skynsamlegri og hóflegri hátt á suðvesturhorni landsins.  

Vísa í næsta pistil minn á undan þessum um þetta. 


mbl.is Álver að komast á skrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er thessi endalausi áródur um ad álverin á Íslandi séu svo umhverfisvæn thví thau nota umhverfisvæna orku. Thú hefur eflaust fylgst med fréttunum frá Ungverjalandi um eitrudu súrálsleðjuna sem lak út.

http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/10/13/niu_latnir_i_ungverjalandi/

Margir draga upp glansmyndir af thví hversu umhverfisvænt sé ad framleida thetta blessada ál, en "gleyma" hvadan hráefnid í álverin kemur og hvada afleidingar vinnslan hefur á umhverfid thar.

Magnús J Cornette (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 07:31

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Að láta sér detta í hug að einhver geti haldið fram vissu um nýtingarmöguleika jarðhitasvæðis lýsir einfaldlega yfirgripsmiklu þekkingarleysi á nýtingu jarðhita. Það er alltaf óvissa og fjárhagsleg áhætta tengd nýtingu jarðvarma.

Atvinnulausir á Suðurnesjum eru einfaldlega í þeirri stöðu að velta því fyrir sér hvernig get ÉG framfleytt minni fjölskyldu NÚNA. Það lýsir algjöru skeytingarleysi um hagi annarra að vilja taka frá þessu fólki nærtækasta möguleikann til að koma sér úr þessari stöðu.

Finnur Hrafn Jónsson, 15.10.2010 kl. 08:18

3 Smámynd: Hreinn Hjartarson

Af þremur stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum á Íslandi  (áliðnaður, sjávarútvegur ferðaþjónusta)  þá mengar áliðnaðurinn minnst og ferðaþjónustan mest miðað við gjaldeyristekjur.  Ef við ætlum að skapa gjaldeyristekjur, þá er áliðnaðurinn mjög góður og okkar eini möguleiki eins og er.  Er ekki litla sæta stíflan við Kárahnjúka að gefa okkur 36 milljarða inn í þjóðarbúið árlega.

Hreinn Hjartarson, 15.10.2010 kl. 08:44

4 identicon

Góður punktur hjá Finni, og akkúrat það sem er mergurinn málsins.

Nú hef ég ekkert á móti skynsömum náttúruverndarsjónarmiðum, en mér finnst allt of margir vanmeta móður náttúru á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum.

Jarðhiti er alls ekki eitthvað sem gengur til þurrðar!

Meðan jörðin er heit að innan, sem er óumdeilt að hún verður áfram, samkvæmt eðli sínu og öllum náttúrulögmálum, verður nægan jarðhita að finna fyrir mannskepnuna að nýta sér til framdráttar.

Það er hreinlega barnalegt að halda öðru fram. Nýting mannsins hefur þar engin áhrif á. Trúlega má líkja orkunni sem nú er verið að nýta á Íslandi við einn vatnsdropa sem fellur á sjóðheita eldavélarhellu (sem, nota bene, er og verður alltaf kveikt á meðan orku sólarinnar nýtur) og umbreytist í gufu! Það er ekki mikið meira en það sem þetta mál snýst um.

Þeir náttúru"verndar"sinnar (gæsalappirnar hér eru til að aðgreina öfgahóp- og atvinnu náttúruverndarsinna frá "normal" náttúruverndarsinnanum) sem hæst láta í þessum málum eru einfaldlega að nýta sér það (meira að segja sumir í hagnaðarskyni) að margir trúa þeirra málsstað um að orkan sé að klárast af völdum mannsins.  Nýta sér það af einhverjum annarlegum hvötum, sem ég get ekki skýrt hér nánar, en stefnan virðist vera að halda okkur í heljargreipum atvinnu- og athafnaleysis. Kannski vegna þess að þeim (náttúru"verndar"sinnunum) þóknast best athafnaleysið. Kannski vegna fávisku þeirra. Kannski vegna þess að þeir fá greitt fyrir það. Hver veit?

Það er hreint útilokað og alger fásinna að maðurinn hafi þvílík áhrif í þessari keðju að til vandræða geti talist. Mannskepnan er nefninlega svo agnarlítið peð í heildartaflinu að hún hefur engin áhrif á þetta. Að halda annað finnst mér lýsa einhvers konar mikilmennskubrjálæði og hroka gegn náttúrunni sjálfri. Að sjálfsögðu er ekkert skrýtið að atvinnu náttúru"verndar"sinnar (taki það til sín sem eiga) nýti sér slíkan málstað. Þeir hafa jú atvinnu af því.

Nýtum þá orku sem okkur stendur til boða og munum það eðlisfræðilögmál að orka eyðist ekki. Hún umbreytist.

Að lokum vil ég geta þess hér að ég er með þessu innleggi alls ekki að segja að við eigum að virkja hér á landi hvern einasta blett. Við verðum líka að eiga ósnortin svæði að sjálfsögðu. Ég er einfaldlega að benda fólki á staðreynd málsins.

Lifið svo öll heil :o)

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 09:25

5 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Hér segir sérfræðingur í jarðhita að á Reykjanesi sé nú þegar klárlega um ofnýtingu að ræða.

Pétur Þorleifsson , 15.10.2010 kl. 11:29

6 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Ég verð að mótmæla þessum útúr snúningi manna sem halda því virkilega fram að ferðamannaiðnaðurinn mengi meira.  Þessi misskilningur er sprottinn úr bloggi Þrastar Guðmundssonar sem þó tók skýrt fram að hér væri um samanburð á flugflota Íslands og álverunum. Síðan kemur Tryggvi Þór og heldur þessu blákalt fram og vitnar í eitthvað sem Sigmundur Ernir hafði sagt:  þetta er það sem ferðamannaiðnaðurinn spúði út af co2.

En lítum samt á forsendur.  Ath hérna tek ég ekki fram hvað vélar flugleiða í innanlandsflugi, litlar vélar eða einkþotur brenndu í þessu samhengi. Heldur eigna alla mengun flugflota stóru millilanda flugfélaganna.

Af 43 farþegaþotum fljúga einungis 23 til og frá Íslandi sem eru vélar Iceland Express og Icelandair.  21 vél er í leiguflugi Air atlanta og koma aldrei hingað til lands, þarna eru okkar stærstu vélar eða 18 Boeing 747.  Það er engin slík sem flýgur til og frá Íslandi.  Þegar við rýnum síðan í þessar vélar sem fljuga til Íslands þá eru þær ekki bara fullar erlendum ferðamönnum heldur Íslendingum líka.  Hversu hátt hlutfal veit ég ekki en verum rausnarleg og segjum rétt tæpur helmingur.

Flugfloti Íslands blæs út 3.3 milljónir tonna af C02 á árinu 2010 samkvæmt mati.

Tæplega helmingur af þessum bruna fer í millilanda flug frá Íslandi eða 1.6 m. t.  af co2. Tæplega helmingur af farþegum eru Erlendir ferðamenn, þar með erum við að tala um 700 þúsund t. af co2 sem ferðamannaiðnaðurinn brennir.  Ferðamannaiðnaðurinn skilaði af sér 155 milljörðum á síðasta ári.  Semsagt ferðamannaiðnaðurinn nær 221.500 krónum fyrir hvert brennt tonn af co2

Álverin brenna 1.5 milljónnir tonna af Co2 á árinu 2010 samkvæmt mati.

Álverin flytja út fyrir tæpa 200 milljarða króna af þessu skilar sér 80 milljarðar í íslenskan efnahag.  Sem gerir 53 þúsund krónur fyrir hvert brennt tonn af Co2.

Ég árétti að ég er að setja alltof mikið af Co2 á ferðamennina þannig að hlutfallið er jafnvel miklu betra fyrir ferðamannageirann.

not even close. 

Andrés Kristjánsson, 15.10.2010 kl. 12:02

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Fáið þið Jóhönnu til að standa við orð sín, hún lofaði Íslendingum, frjálsum

handfæra veiðum.

Fátæk þjóð gæti bjargað sér, með frjálsum handfæra veiðum!!!

Aðalsteinn Agnarsson, 15.10.2010 kl. 14:02

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendir ferðamenn koma aðallega til Íslands til að sjá og njóta hér eldvirkra svæða, til að mynda í Landnámi Ingólfs Arnarsonar, sem náði frá Ölfusá að botni Hvalfjarðar. Á þessu eldvirka svæði eru til dæmis Bláa lónið, Hveragerði og Þingvellir. Og skammt þar frá eru Gullfoss og Geysir.

Erlendir ferðamenn dvelja hérlendis að meðaltali í viku og þeir fara flestir í miðbæinn í Reykjavík, en ekki til að mynda Kringluna, og í miðbænum gista þeir á hótelum, snæða á veitingahúsum íslenskt sjávarfang og landbúnaðarvörur, til dæmis lambakjöt, sem er þá í raun útflutningur. Og á krám drekka þeir íslenskt öl.

Á Umferðarmiðstöðinni, sem einnig er í 101 Reykjavík, fara erlendir ferðamenn með rútu að Bláa lóninu, Gullfossi, Geysi og Þingvöllum, sem er dagsferð. Og sumir þeirra fara á þessa staði í leigubíl frá Reykjavík.

Erlendir ferðamenn sem gista á hótelum í Reykjavík skoða því mun fleiri staði en Reykjavík eina en þar fara þeir í hvalaskoðunarferðir frá Gömlu höfninni, með bát út í Viðey, hestaferðir, skoða Höfða, Þjóðminjasafnið og íslensku handritin, fara í sund með heitu vatni úr jörðinni, á tónleika með íslenskum hljómsveitum og kaupa hér tónlist með þeim á geisladiskum, svo fátt eitt sé nefnt.

Af öllum þessum vörum og þjónustu er greiddur virðisaukaskattur og þeir sem starfa á hótelum, veitingahúsum, krám og í annarri ferðaþjónustu greiða að sjálfsögðu útsvar og tekjuskatt.

Frá Reykjavík
fljúga erlendir ferðamenn til nokkurra annarra staða á landinu en mestan áhuga hafa þeir á öðrum eldvirkum stöðum og svæðum, til að mynda Snæfellsjökli, Heklu, Vestmannaeyjum, Þórsmörk, Landmannalaugum, Öskju, Herðubreið, Mývatni, jarðböðunum í Mývatnssveit, Ásbyrgi, Hljóðaklettum og Dettifossi.

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 15:27

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gestir Bláa lónsins voru tæplega hálf milljón í fyrra, flestir erlendir, en starfsmenn um tvö hundruð og heildartekjur Bláa lónsins voru 1,26 milljarðar króna árið 2006.

Árið 1987 var opnuð þar baðaðstaða fyrir almenning og 1992 var Bláa lónið hf. stofnað. Árið 1994 tók það yfir rekstur baðstaðarins, í kjölfarið var opnuð þar göngudeild fyrir psoriasis- og exemsjúklinga og fyrstu Blue Lagoon-húðvörurnar komu á markað.

Efnasamsetning
vatnsins skiptir mestu máli fyrir Evrópubúa en hitastigið hins vegar fyrir Japani og Bláa lónið hefur fengið verðlaun sem besta náttúrulega heilsulind í heiminum.

Tillaga um aðgang að hinum gríðarstóra Þríhnúkagíg, sem er í Reykjanesfólkvangi í lögsögu Kópavogs, birtist í grein í Morgunblaðinu 4. janúar 2004. Þar er lagt til að aðgengi að gígnum verði um 200 metra löng göng inn á svalir í gígnum.

Svalirnar stæðu út í rýmið í miðjum gígnum á 64 metra dýpi og í 56 metra hæð frá gígbotninum. Útsýni niður í gígpottinn yrði æði mikilfenglegt og tvö 20 hæða hús myndu komast fyrir neðan svalanna.

Ef Þríhnúkagígur fengi sömu aðsókn og Bláa lónið, um hálfa milljón gesta á ári, en aðgangseyrir að gígnum yrði tvisvar sinnum lægri, tvö þúsund krónur, yrðu tekjur þar af aðgangseyri um einn milljarður króna á ári og kostnaðurinn við framkvæmdirnar greiddur upp á einu ári en hann er um 900 milljónir króna.

Aðgengi Þríhnúkagígs - Nóvember 2009, sjá bls. 48

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 15:30

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Turn Holmenkollen-skíðastökkpallsins, sem er 60 metra hár, kæmist tvisvar sinnum fyrir inni í Þríhnúkagíg, þar sem gíghvelfingin er 120 metrar á hæð og þvermálið á botninum er 50 metrar, sem er mesta breidd Hallgrímskirkju.

Turn Hallgrímskirkju, sem er í 101 Reykjavík, er um 75 metra hár og hún er fjölsóttasti ferðamannastaðurinn í Reykjavík.

Aðgengi Þríhnúkagígs - Nóvember 2009, sjá teikningu á bls. 10

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 15:34

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2009 var seld hér þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.

Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009


Á
rið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 15:53

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þótt verðmæti útflutnings áls sé nú ámóta mikið og sjávarafurða munar enn miklu á hreinu framlagi þessara greina, þ.e. framlagi þeirra eftir að aðföng hafa verið dregin frá útflutningstekjunum.

Þetta framlag er mælt með vinnsluvirði greinanna eða vergum þáttatekjum þeirra.

Mynd 5 sýnir þróun vergra þáttatekna í sjávarútvegi annars vegar og orkufrekum iðnaði hins vegar. Myndin sýnir að á þennan mælikvarða var vægi sjávarútvegs nær þrefalt meira en vægi orkufreks iðnaðar á árinu 2008.

Þetta er hluti skýringarinnar á því að viðskiptakjör hafa ekki sveiflast meira en raun ber vitni, þrátt fyrir að vægi áls í útflutningi hafi vaxið mikið."

Seðlabanki Íslands - Viðskiptakjör og raungengi, sjá myndir 3 og 5

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 16:00

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áætlað er að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi daglega losað um 15 þúsund tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið en flugvélafloti Evrópu losi rúmlega 344 þúsund tonn á dag.

Hins vegar flýgur innan við 1% af flotanum með farþega sem hér dvelja og því losa flugvélar sem flytja þá til og frá landinu væntanlega um 3 þúsund tonn af koltvísýringi á dag.

Þjóðgarður norðan Vatnajökuls - Áhrif á ferðaþjónustu, sjá bls. 5


Slæmt fyrir flugfélögin en jákvætt fyrir Jörðina


Gjóska
er mjög góð fyrir jarðveginn, að sögn íslenskra eldfjallafræðinga, en Katla og Hekla dreifa gjósku með nokkuð reglulegu millibili yfir Suðurlandsundirlendið, eitt frjósamasta landbúnaðarhérað landsins.

Og evrópska eldfjallalandið Ítalía, eitt besta landbúnaðarland heims, er byggt á gjósku úr Vesúvíusi og Etnu, líkt og sjálft rómverska heimsveldið á sínum tíma.

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 16:05

15 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Takk fyrir þessa punkta Steini. 

Andrés Kristjánsson, 15.10.2010 kl. 16:09

16 Smámynd: Hekla Sól Ásdóttir

Stern-skýrslan og IPCC-skýrslan leggja því áherslu á að draga úr gróðurhúsaáhrifunum á hnattræna vísu.Farþegaflug ferðamannaiðnaður og vöruflug, þ.e. flug frá og til Íslands og innanlands nemur um 4.2 milljónum tonna af CO2, sem er svipuð og losun, 16 álvera á CO2 eins og þau eru hér á landi. Hvert tonn af áli sem framleitt er á Íslandi eða 790 þúsund tonn með raforku úr vatnsorku sparar andrúmsloftinu 13,2 tonn af koltvísýringi sem kallaður er líftími áls en hann er 10 ár. ( 790 þúsund x 13,2 CO2 ) = 10.43 milljóna af CO2 sparnaður á hnattræna vísu.álframleiðsla á Íslandi „sparaði andrúmsloftinu 13.2 milljón tonn á CO2. Sparar 5-falda núverandi innanlandslosun á Íslandi og um 12% af núverandi losun í heiminum vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu!" Er eitthvað annað land í veröldinni sem getur sparað 5-falda losun sína hnattrænt á CO2 ?.

Bara eitthvað annað
Árið 2007 var kosið í Hafnarfirði um stækkun Alcan. Í boði var að hálfu VG "eitthvað annað" í stað álvers. Í dag væru um eða yfir 2000 manns að vinna við framkvæmdir. Stækkunarmálið var fellt og við fengum þetta "eitthvað annað". Það er svo sem ágætt fyrirtæki, það er ekki á firmaskrá, engar tekjur, engin atvinna, en tómar íbúðir, auð iðnaðarhverfi, breiður af vinnuvélum sem standa verkefnislausar. Við Hafnfirðingar erum enn ekki búnir að átta okkur alveg á því hvað "eitthvað annað" er, en nú vitum að það gefur engar tekjur og enga atvinnu. Undarleg er stefna VG í atvinnumálum og hún mun varla breytast úr þessu.
VG og andstæðingar lofuðu á þessum tíma að þeir mundu beita sér fyrir atvinnuuppbyggingu í staðinn í Hafnarfirði. Enn er ekkert komið og kemur ekki. Hvað sögðu VG menn: álver væru EKKI EINS HAGKVÆM EINS OG ÚTRÁSIN, ÚTRÁSIN OG BANKARNIR, sem myndu bjarga Íslenskum efnahag. Hvar stendur útrásin nú?
Mun Svandís taka síðasta brauðmola úr hendi sveltandi barns á Suðurnesjum til að þjóna tilgangi sínum. Hvað ætli Svandís hafi fórnað miklu af sínum frítíma til að rækta upp örfoka land og hvað ætli hún hafi gróðursett mörg tré?"


Hekla Sól Ásdóttir, 15.10.2010 kl. 16:11

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtunum, er mjög ánægður með grassprettu sumarsins og þakkar hana meðal annars áburðarefnum úr öskunni frá Eyjafjallajökli."

Slegið þrisvar á Suðurlandi í sumar

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 16:42

20 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Hvernig er það Vigfús gerðist ekkert árið 2008 sem hafði skaðleg áhrif á atvinnustarfsemi hér á Íslandi?  Eitt er ljóst að hagfræðingur Samtaka Iðnaðarins hafði eitthvað ofmetið stöðugleikann sem aukin álframleiðsla hefði í för með sér í grein undir yfirskriftinni
Vaxandi álútflutningur stuðlar að auknum stöðugleika.  Álið bjargaði ekki neinu í hruninu hörmungar staða orkufyritækjana setti okkur skorður og gera enn sbr. OR.  ég er ekkert að gagnrýna þennan hagfræðing sérstaklega hann hefur eflaust átt að mæra Álið sem mest enda í vinnu fyrir SI.

Andrés Kristjánsson, 15.10.2010 kl. 16:50

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir innflytjendur hér eru með iðn- eða háskólamenntun.

Rannsókn á viðhorfum innflytjenda hérlendis


Skortur á vinnufúsum höndum hér, til að mynda í sjávarútvegi, hefur verið leystur með því að sækja starfsfólk utan landsteinanna.

Sveitarfélögin á landsbyggðinni eru með langhæsta hlutfall erlendra ríkisborgara og þar eiga því mestu samfélagsbreytingarnar sér stað.

Bæði í Tálknafjarðarhreppi og Eyja- og Miklaholtshreppi eru um 20% íbúanna með erlent ríkisfang, í Bolungarvík 17%, í Ölfusi 14% og í Hrunamannahreppi, Sandgerði, Grundarfjarðarbæ, Snæfellsbæ og Vesturbyggð um 12%, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Í byrjun kreppunnar fyrir tveimur árum gerðu margir ráð fyrir að allir innflytjendur sem ekki hefðu hér vinnu myndu flytja úr landi.

En sú hefur ekki orðið raunin, enda hafa margir þeirra keypt hér húsnæði og með atvinnu sinni áunnið sér hér ýmis réttindi, til dæmis til fæðingarorlofs og atvinnuleysisbóta, og hafa ekki að neinu að hverfa í sínu upprunalandi.

Flestir þeirra hafa flust hingað vegna vinnu og tengsla við þá sem hér voru fyrir og vinnuframlag þeirra er nauðsynlegt í þeirri uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað hérlendis á komandi árum.

Innflytjendur og búseta þeirra hérlendis

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 17:51

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á þriðja ársfjórðungi 2010 fæddust 1.300 börn en 490 einstaklingar létust. Og á sama tíma fluttust frá landinu 510 einstaklingar umfram aðflutta.

Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 920 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 410 fleiri en þeir sem fluttust brott frá landinu."

Landsmönnum fjölgar ekki

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 18:15

24 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Fái þjóðinn frjálsar handfæraveiðar, leysir það allan atvinnuvanda Íslendinga!!!

Þú gætir róið út á litlum bát, með sjóstöng, fiskir þú 100 kíló af þorski 5. daga

vikunar,= 2. tonn x 350.kr. kílóið =700.000.kr. mánaðarkaupið fyrir að vinna

mjög lítið.

Aðalsteinn Agnarsson, 15.10.2010 kl. 19:34

25 identicon

samala ter Adalsteinn leifa frjálsar handfæraveiðar Johanna kemur ekki til med ad standa vid ord sin . Eg held tad sje best ad bida i svona 10 ar med fleiri alver leifa odrum virkjunum ad borga sig up first ahaettan er oll a Islendingum ef alverd laekar i verdi er vodin vis ta verda tesi orfau storf i alinu ansi dir

Ómar tak firir godan pistil

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband