Lánin hljóta að vera aðalástæðan.

Nú liggur fyrir að kaupmáttur launa hafi rýrnað um meira en 15% en samt sé hann svipaður og hann var fyrir sjö árum. Fyrir sjö árum var ekki svo arfaslæmt að búa á Íslandi, þannig að ástæðan fyrir því hve fólk hefur það slæmt hlýtur að felast í tvennu:

Skuldir heimilanna fjórfölduðustu á þessum árum og síðan hafa þær vaðið enn meira upp vegna verðbólgu og erlendu lánin hækkað enn meira. 

Lánin notuðu margir til þess að kaupa sér stærra húsnæði, stærri bíla og ýmis önnur þægindi. 

Nú sitja þeir sem þetta gerðu uppi með of stórt húsnæði og of stóra bíla, sem ekki er hægt að selja nema með miklu tapi, ef það er þá seljanlegt yfirleitt. 

Ef kreppan fælist aðeins í því að kaupmáttur væri nú orðinn svipaður og fyrir sjö árum, gæti hún vart talist svo alvarleg. Hún er hins vegar grafalvarleg vegna þess sem að ofan var talið, því miður. 


mbl.is „Það er bara allt skorið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar,

Það væri réttara að bera saman ráðstöfunartekjur heimila í stað kaupmátt launa milli þessara tímabila, þar sem kaupmáttur launa tekur ekki tillit til greiðslna til og frá hinu opinbera. Þá er heldur ekki tekið tillit til húsnæðisþáttar og annarra skuldbindinga í þessum hagtölum.

Ef við gefum okkur að kaupmáttur launa hafi minnkað um 15%, skattar hækkað um 5% og öll opinber þjónusta skorin við nögl, þ.a. almenningur þurfi nú að greiða fyrir það sem áður var innifalið í skattinum kemur upp allt önnur mynd en þú nefnir.

Og svo á eftir að skoða húsnæðisliðinn og aðrar skuldbindingar almennings sem þú nefnir fyrir ofan og afborganir af þeim. Þær afborganir vega virkilega þungt.

Kristinn (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 08:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.

"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags.

Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána

Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 13:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:

Handelsbanken - Aktuella boräntor


Stýrivextir í Svíþjóð eru nú 0,75% og verðbólgan 1,4%
en verðbólgumarkmið sænska seðlabankans er 2%.

Sveriges Riksbank


Stýrivextir á evrusvæðinu eru nú 1%
en verðbólgan 1,8% og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, sem er 2%.

European Central Bank - Key interest rates


Euro area inflation estimated at 1.8%

Publish Date: 30-SEP-2010

Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 13:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðtryggt 20 milljóna króna jafngreiðslulán tekið hjá Íbúðalánasjóði til 20 ára með 5% vöxtum, miðað við 5% verðbólgu á lánstímanum og mánaðarlegum afborgunum:

ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:

Lánsupphæð 20 milljónir króna.

Lántökugjald 200 þúsund krónur.

Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.

Opinber gjöld 301 þúsund krónur.

Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.

HEILDARENDURGREIÐSLA:

Afborgun 20 milljónir króna.

Vextir 11,7 milljónir króna.

VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.

Greiðslugjald 18 þúsund krónur.

SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.

Meðalgreiðslubyrði á mánuði allan lánstímann 224 þúsund krónur.

Eftirstöðvar byrja að lækka eftir 72. greiðslu, eða sex ár.

Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 13:29

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga á Íslandi 1940-2008

Og hér hefur áður verið töluvert
atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.

Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58

Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 13:39

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við

Þorsteinn Briem, 19.10.2010 kl. 13:41

8 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Kaupmáttur er eitt og skuldgeta er annað Ómar. Það þarf ekki alltaf að vera samhengi þar á milli.

Guðlaugur Hermannsson, 19.10.2010 kl. 15:47

9 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Sæll Ómar, það er sama hvert  litið er,  þessi viðsnúningur og misvægi síðustu fjögurra til fimm ára er með ólíkindum. Kaupmáttur hefur segjum rýrnað um 15 %. Verðlag hækkað um 30 % Þar af leiðandi afborganir og verðtryggð lán um sömu upphæð en myntkörfulánin hækkuðu að mig minnir allt að 150%. Áður sætti fólk sig við verðtryggingu þar sem íbúðir hækkuðu í verði oftast meir en verðbólgan. En nú hefur orðið eignarýrnun á íbúðarhúsnæði 25 - 30 % þrátt fyrir að byggingarkostnaður hafi hækkað enda lítið byggt af þeim sökum. Enn meira misvægi hefur orðið í verðmæti bíla sem tekin voru á myntkörfu. Þetta er Það mikill forsendubrestur síðan 2005 að hann er ekki hægt að leysa með nýjum stofnunum til að " taka á skuldavanda ". Eitthvað róttækt verður að koma til.

Sigurður Ingólfsson, 19.10.2010 kl. 16:09

10 identicon

Langar að benda á þessa ágætu skýringu á því hvernig lánastaða ansi margra versnaði umfram greiðslugetu, og þá kannski sérstaklega hjá ungu fólki sem var að fjárfesta í fyrsta skipti.

http://www.facebook.com/#!/note.php?note_id=442162058438&comments

Hitt er svo annað mál, hvort þeir sem völdu að kaupa húsnæði á þessum kjörum og við þessar aðstæður, geti í öllum tilfellum borið við bláeygðu sakleysi og vanþekkingu.  Að vilja hlutdeild í gróðanum þýðir oftast að maður ber að minnsta kosti að einhverju leyti áhættuna á tapi.  Og ef það er rétt sem gárungar hafa sagt, að á Fróni hafi verið bankastjóri í hverri fjölskyldu á "blómaskeiðinu", hefði átt að vera hægt um vik að fá óvilduga ráðgjöf.

Birgir Birgisson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband