24.10.2010 | 12:19
Mögulegt í alræðisríki.
Í apríl 1960 fór fyrsti maðurinn út í í geiminn og Sovétríkin bættu einni af mörgum skrautfjöðrum í hatt sinn sem forysturíki í tækni og vísindum. Margir minntust nú orða Krjústsjoffs árið áður: "Við eigum eftir að salta ykkur" sem því miður var ranglega þýtt yfir í "við munum jarða ykkur."
Stórslysinu, sem varð síðar á árinu 1960 hefði ekki verið hægt að leyna nema af því að alræði og kúgun ríktu í Sovétríkjunum.
Sovétmenn reyndu meira að segja að leyna sannleikanum um hið mikla kjarnorkuslys í Chernobyl þótt augljóst væri að það yrði í mesta lagi hægt í nokkra daga.
Nýjustu upplýsingar Wiklleaks sýna að langt er hægt að komast við að leyna sannleikanum ef menn gefa sér fyrirfram að leynd skuli viðhafa, jafnvel þótt um sé að ræða lýðræðisríki sem vilja hafa gegnsæi og mannréttindi í hávegum og snupra aðrar þjóðir, þar sem því er ábótavant.
Svartur dagur í Rússlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Engin þjóð hefur logið meira að sjálfri sér og öllum heiminum en Íslendingar.
Þorsteinn Briem, 24.10.2010 kl. 14:00
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 24.10.2010 kl. 14:04
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.
Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 24.10.2010 kl. 14:08
Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi
Þorsteinn Briem, 24.10.2010 kl. 14:10
SKOÐANAKANNANIR.
"24. October 2005.
Least corruption in Iceland.
Iceland ranks #1 of 159 countries included in the Transparency International Corruption Perceptions Index 2005. Iceland's CPI 2005 score of 9.7 and CPI 2004 score of 9.5 is the top score overall."
News - Least corruption in Iceland
Þorsteinn Briem, 24.10.2010 kl. 14:24
28.6.2006:
Íslendingar hamingjusamasta þjóð heims - mbl.is
Þorsteinn Briem, 24.10.2010 kl. 14:30
Það er naumast að Steini Briem breimar
Leifur Þorsteinsson, 24.10.2010 kl. 16:37
Leifur Þorsteinsson,
Þú ert greinilega of hamingjusamur til að segja hér góða brandara.
Haltu áfram að ljúga að sjálfum þér og fjölskyldu þinni, allri þjóðinni og heiminum.
Fíflinu skal á foraðið etja en afglapa á ísa.
Þorsteinn Briem, 24.10.2010 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.