26.10.2010 | 17:33
Ógleymanlegt augnablik.
Eitt ógleymanlegasta augnablikið þau ár sem ég var íþróttafréttamaður Sjónvarpsins var á landsmótinu á Vindheimamelum 1972 þegar ég fékk að vera komast afar nálægt frægasta gæðingi mótsins, Náttfara, þegar hann þaut fram hjá mér þar sem ég mundaði myndavélina.
Enn í dag á ég eritt með að lýsa þeim hrifningarstraumi sem fegurð, þokki, kraftur, mýkt, snerpa og glæsileiki þessa hests kveikti í brjósti mér þegar hann þaut fram hjá mér, krýndur af skagfirskum fjallahring í baksýn.
Hvílíkt sköpunarverk, hvílík snilld!
Ég var að syngja inn með Ragga Bjarna lagið "Í þá gömlu góðu daga" upp á nýtt, stytta textann og færa til nútímans til þess að hafa það á 70 laga ferilsplötu sem Sena er að fara að gefa út.
Nú eru Vígdís, Björk, Bubbi, Ólafur Ragnar og Davíð komin inn í textann ásamt fundinum í Höfða og hruninu en öðrum nöfnum og fyrirbærum síðustu 60 ára, sem síður munu lifa, sleppt og erindum fækkað úr fimm í fjögur.
Í erindinu um áttunda áratuginn er þessi setning: "...Hannibal var ráðherra og Náttfari var klár."
Í orðunum "Náttfari var klár" felst tvíræðni því að Náttfari var auðvitað hestur klár, en um svipað leyti var slunginn innbrotsþjófur á ferðinni í Reykjavík að næturlagi, sem varð þekktur undir heitinu Náttfari, því að enginn vissi hvað hann hét, - hann náðist aldrei.
Já, sá Náttfari var klár, það er óhætt að segja það, - með þeim allra klárustu.
Landsmót a Vindheimamelum næsta sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.