Eitt af því sem Rússar reyndu.

Það er ekki nýtt að menn ætli sé að trufla flugvél í aðflugi með því að beina að henni geisla eins og gerðist við Akureyrarflugvöll í gærkvöldi.

Þetta prófuðu Rússar að gera þegar loftbrúin Vesturveldanna var til Berlínar veturinn 1948 til 49 og mikið var í húfi, því að Stalín og hans menn höfðu reiknað með að Vesturveldin myndu ekki geta flutt nógu mikið af vistum og varningi loftleiðis til borgarinnar. 

Þegar það gekk ekki eftir reyndu Rússar ýmis ráð til að trufla flutningana en höfðu ekki árangur sem erfiði. 

En það eitt að þetta bragð hafi verið reynt til að trufla flug og gera það hættulegt sýnir að um grafalvarlegt mál er að ræða. 

 


mbl.is Geisli truflaði flugmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki hér verið að mikla eitthvað fyrir sér. Æsifregn. Ef þetta væri hættulegt, hefði þetta verið meira reynt. Draga má fyrir alla glugga og lækka flugið í 100 fet (eða 200 fet?). Sterk sól, beint í augun getur líka valdið vanda, en ekki orðið lífshættulegt.

Hinsvegar ljótur, heimskulegur leikur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 21:13

2 identicon

Laser sem skín beint í augu þó ekki sé nema í sekúndubrot getur brennt gat á augnbotninn. Þú veist þó af sólinni og hún birtist ekki óvænt í svarta mykri!

karl (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband