11.11.2010 | 19:04
Blönduð leið?
Líklega eru aðgerðir á skuldavanda heimilanna eitthvert erfiðasta en jafnframt mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálamanna um þessar mundir. Það er ekki aðeins vegna þess að mismunandi mikil útgjöld fylgi hverju afbrigði þeirra lausna, sem hafa verið settar fram, heldur bætist við að finna þarf út hvaða áhrif hver þeirra hefur, þegar allt er talið saman, þar með talið hve mikið það myndi hvort eð er kosta ef ekkert er að gert, eða hvernig sú upphæð breytist eftir því hvað gert er.
Það er að sjálfsögðu vandasamt að finna þetta allt saman út og ekki síður að komast að niðurstöðu um það sem gert verði.
Hugsanlega verður um að ræða blöndu að ræða af tveimur eða jafnvel fleiri útfærsluatriðum, sem nú eru uppi á borðinu.
Nú er mest um vert að unnið verði á breiðum grundvelli og af heilindum af allra hálfu að því að þoka þessu máli til lausnar.
Mikill vilji til að finna varanlega lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki til blönduð leið bara AGS leið samkvæmt samkomulagi sjóðsins við Fjórflokkinn. Jóhanna sagði í vikunni að vísu að hún vildi sjá hvort hægt væri að fá AGS samningum breytt semður að gerast ef eitthvað á að gera fyrir fólkið í landinu sem er í vanda.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 22:14
Hvað þarf til að ná peningunum sem hurfu úr kerfinu hér hjá okkur?
Sigurður Haraldsson, 12.11.2010 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.