16.11.2010 | 23:29
Jónas - Ferðalok.
Það hefur verið mikið að gera hjá mér í dag en dagur íslenskrar tungu er þó ekki liðinn.
Í tilefni dagsins set ég inn í tónlistarspilarann á bloggsíðu minni síðasta lagið af plötu númer þrjú í afmælisútgáfu Senu á rúmlega sjötíu lögum sem ég hef átt aðild að á síðustu hálfri öld og kemur út eftir viku. Blogga nánar um það efni síðar.
En síðasta lagið í albúminu er dálítið óvenjulegt því að textinn er ekki eftir mig heldur Jónas Hallgrímsson. Þess vegna set ég þetta lag inn í dag.
Textinn er ekki af lakari endanum, frábærasta ástarljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu, "Ferðalok" Lagið var fyrst flutt við brúðkaup Kristbjargar Clausen og Ragnars Ómarssonar fyrir 18 árum en aldrei sett á disk.
Egill Ólafsson og Sigurbjörg Hjörleifsdóttir sungu en Vilhjálmur Guðjónsson útsetti og annaðist hljóðfæraleik. Lagið er í hópi nokkurra laga á ferilsalbúminu, sem ýmist hafa ekki komið út á diskum eða eru í nýjum búningi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.