Samtvinnaðir sóknarmöguleikar.

Sá frami og viðurkenning sem íslenskum vísindamönnum hefur hlotnast með birtingu greinar þeirra í einhverju virtasta vísindatímariti heims er dæmi um þann margfalda ávinning sem Íslendingar geta haft af einstæðri náttúru landsins.

Ávinningurinn og sóknarfærin eru fólgin í tveimur meginatriðum.  Annars vegar hin einstæða náttúra og hins vegar mannauðurinn. 

Samanlagt getur verið um að ræða virði, sem meta má á þúsundir milljarða króna, ef menn vilja endilega dæma allt á mælistiku peninga. 

Mannauðurinn getur blómstrað á svo mörgum sviðum. Hjá vísindamönnum sem helga sig rannsóknum á náttúrunni, vísindamönnum og kunnáttumönnum, sem geta haslað sér völl erlendis sem brautryðjendur í nýtingu náttúruauðlinda, fjölmenntaðs fólks sem vinnur fyrir ferðaþjónustuna og listamanna á mörgum sviðum, sem geta skapað dýrmæt listaverk, varpað ljóma á þjóðina og aukið heiður hennar og álit, sem meta má til gríðarlegra fjárhæða í viðskiptavild fyrir þá sem vilja mæla alla hluti á stiku peningarlegra verðmæta. 

Við sjáum, að aðeins einu stykki íslensku eldfjalli hefur tekist að koma Íslandi betur á kortið um allan heim en leiðtogafundurinn, einvígi aldarinnar, Nóbelskáldið og fleiri hliðstæð atriði hafa gert síðustu áratugina.

Þetta skapar samtvinnaða sóknarmöguleika upp úr öldudalnum eftir Hrunið. 


mbl.is Rannsökuðu Eyjafjallajökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ómar, mætum á Austurvöll fimmtud. 18. kl. 14.00, biðjum Alþingi um,

frjálsar Handfæra veiðar, sem leysa fátæktar og atvinnu vanda Íslendinga!

Aðalsteinn Agnarsson, 17.11.2010 kl. 21:22

2 identicon

Handfæraveiðar hafa ekkert með Eyjafjallajökul að gera. Hins vegar er skakið stórsniðugt fyrir ferðamenn séu túrarnir nógu stuttir.

Það er hins vegar alvöru sóknarfæri í okkar eldfjalladæmi, - ekki bara í Eyjafjallajökli (sem er náttúrulega vel í sveit settur) heldur í hraunbreiðum, hverum, storknuðum sprungum, gígaröðum, meginlands-skilum, öskjum, dyngjum, hraungöngum, hraunhellum, - þetta er endalaust. Þá koma gil og fossar, heiðalönd og jökullón, strendur, stapar, stuðlaberg, jökulsvarf, firðir og fjöll. Þessi listi er endalaus og verðugt viðfangsefni að hnoða saman vísu úr slíkum stikkorðum.

Það hefur verið nefnt að Þjóðgarðurinn í Hawai (eldfjallaþjóðgarðurinn) taki á móti sexfalt fleiri ferðamönnum en Íslendingar, á meðan að landsvæðið er ekki nema 1-2% af því sem að við höfum, og flugfjarlægð sé lengri frá alvöru fólksmengi (LA->USA) heldur en við (Evrópa og Austurströnd USA), og okkar mengi er stærra.

Ég sé ekkert nema sóknarmöguleika, enda hefur ferðamennskan í hausatölu fimmfaldast á rúmum 20 árum. Þetta gos, með sínum hrekkjum, var svakaleg auglýsing.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 09:37

3 identicon

Ómar er þetta ekki meðal annars afrakstur af því að okkar ágætu vísindamenn hafa á undanförnum árum átt þess kost að rannsaka og öðlast þekkingu á náttúru Íslands vegna þeirra virkjanna sem byggðar hafa verið. Það hefur líka leitt til þess að allur almenningur hefur átt þess kost að komast í návígi við hálendið þá staði sem ekki voru aðgengilegir fyrr til að njóta.

ggunnar (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 09:46

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sæll Ómar,

ryðst hér inn því netpóstsleiðin dugar ekki. Hólfið þitt þar er alltaf fullt. Það gengur ekki fyrir frambjóðanda til stjórnlagaþings. Hvað sem líður náttúruhamförum.

Sigurður Hreiðar, 18.11.2010 kl. 14:30

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Ómar notum náttúruna svona en ekki drekkja henni með hörmulegum afleiðingum! Einnig er ekki gott að pota í hana og tappa af háhitasvæðum það getur líka hleypt af stað atburðarrás sem við viljum ekki sjá.

Sigurður Haraldsson, 18.11.2010 kl. 15:18

6 Smámynd: Elín Erna Steinarsdóttir

Náttúra Íslands er dýrmætur fjársjóður. Stöndum vörð um hana í nýrri stjórnarskrá.

Elín Erna Steinarsdóttir, 18.11.2010 kl. 18:15

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jón Logi, í norðan roki, er hægt að stunda handfæra veiðar í logni og sól fyrir austan

Vestmannaeyjar, þar spilar Eyjafjallajökull inn í handfæra veiðar!

Aðalsteinn Agnarsson, 18.11.2010 kl. 18:37

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég varð fyrir því að netpósturinn minn heima hjá mér hrundi en vissi þó ekki að ómögulegt væri að senda mér póst, því að ekkert, sem ég sá, benti til þess.

Ég er um þessar mundir nær daglega uppi á RUV útaf Stiklum og fleiri verkefnum og þar er póstfangið omarr@ruv.is

Ómar Ragnarsson, 18.11.2010 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband