Enn eitt "tap þrátt fyrir..."

Eftir hve marga knattspyrnulandsleiki hefur verið sagt að Ísland hafi "tapað þrátt fyrir" þetta og hitt?

Jafnvel hefur verið sagt eftir leik að Ísland hafi tapað, þrátt fyrir að hafa verið betri aðilinn eða að minnsta kosti jafngóður. 

En nú er þessi röð tapaðra leikja orðin of löng til þess að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að við eigum ekki betra karlalandslið en raun ber vitni. 

Knattspyrna snýst þegar öllu er á botninn hvolft um þann einfalda hlut að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og það hefur íslenska liðið einfaldlega ekki gert. 

Við höldum auðvitað með "strákunum okkar" og landsliðsþjálfaranum og þetta eru ágætis drengir og leggja sig fram eins og þeir geta.  En markatölurnar eru grimmar og það er ekki gaman að horfa á þær. 

Nú duga ekki lengur setningar eins og "það vantaði herslumuninn" eða "með smáheppni hefðum við..." 

Þetta lítur ekki vel út en þrátt fyrir allt væri það verst að missa alla von um að geta gert betur. 

Stundum er sagt að það sé vonandi að Eyjólfur hressist, en í Eyjólfur er reyndar ekki þjálfari þessa liðs heldur yngra liðsins sem komið er áfram í úrslit í Evrópukeppni og virðist vera hægt að binda rökstuddar vonir við að breyti stöðu aðallandsliðsins þegar þeir hafa aldur til. 

 


mbl.is Tap í Tel Aviv þrátt fyrir góðan lokakafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Handoltafregnir - Allt um handbolta!

Alveg sammála þér, meistari Ómar. Handboltinn er bara okkar þjóðaríþrótt og ölum er sama um þennan íslenska fótbolta !

Handoltafregnir - Allt um handbolta!, 17.11.2010 kl. 22:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Okkur er þó varla sama um strákana sem komust í úrslitakeppnina í EM 21. árs og yngri?

Ómar Ragnarsson, 17.11.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband