Frb. 9365: Dómsmálin og Stjórnlagaþingið.

Dómsmálin verða eitt af sviðunum í löggjöf landsins sem koma til kasta Stjórnlagaþings. Núverandi stjórnarskrá er fámál um skipan þeirra og kannski er ekki allt fengið með því að hafa ákvæði stjórnarskrárinnar mörg og löng um þau.

Þó hlýtur að koma til álita að kveða á um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds, til dæmis við skipun hæstaréttardómara. 

Einnig það hvort rétt sé að koma á fót millidómsstigi og sérstökum stjórnlagadómstóli, auk þess sem ákvæðin um Landsdóm þarfnast skoðunar og þá jafnvel til umræðu að leggja hann niður og skipa málum þannig að viðfangsefni hans falli undir stjórnlagadómstól. 

Það eru augljósir vankantar á því og hætta á hagsmunaárekstrum að Alþingi ákveði málshöfðun á hendur ráðherrum, sem það sjálft hefur borið ábyrgð á að voru skipaðir. 


mbl.is Fjölgun dómara m.a. vegna landsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Stjórnlagadómstóll held ég sé algjört grundvallaratriði. Það að þingmenn og ráðherrar á hverjum tíma geti túlkað stjórnarskrána hver með sínu nefi gengur bara ekki upp. Stjórnskipunin þróast út í það að óskrifaðar hefðir og venjur ráða för ekki stjórnarskráin. Þannig er íslenska stjórnskipanin í dag. Alltaf vitnað í einhverjar óskrifaðar hefðir og venjur. 

Komi upp vafaatriði eða ágreiningur um túlkun stjórnarskrárinnar þá ræður meirihluti Alþingis. Hvers konar stjórnsýsla er það?

þannig á þetta ekki að vera. Alþingi setur lög og dómstólar túlka lögin. Alþingi á ekki eitt að túlka stjórnarskrána.

Þess vegna verður að setja hér upp Stjórnlagdómstól sem túlkar ákvæði stjórnarskrárinnar. Ef slíkur stjórnarskrárdómstóll hefði verið starfandi hér frá 1944 þá væri hér á Íslandi franskt / finnskt lýðveldi að hætti Sveins Björnssonar.

Sjá þessar samræður okkar frá 22. febrúar 2009. http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/810806/

Við eigum einnig að koma hér á millidómstigi. 

Öllum réttarbótum hefur þingið hingað til sópað út af borðinu vegna kostnaðar er sagt. Ástæðurnar eru aðrar.

Stjórnlagadómstóll kostar árlega svipað og að kostar að kenna hér heima Arkitektúr.

Kostnaður við nýlega fjölgun dómara við héraðsdómstóla og við Hæstarétt er sjálfsagt svipaður og ef hér hefði verið stofnað millidómstig.

Við Íslendingar höfum engar réttarbætur fengið nema þær sem þvingaðar hafa verið upp á stjórnvöld. Vegna umferðarlagabrots þá neyddust stjórnvöld til að aðskilja rannsóknarþáttinn frá ákæruvaldinu og dómsvaldinu. Fram til 1993 þá sáu sýslumenn um rannsókna mála, þeir ákærðu, dæmdu og framfylgdu dómnum. Þannig hafði þetta verið í mörg hundruð ár og þannig væri réttarkerfið enn í dag ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki glapist til að skrifa undir Mannréttindasáttmála Evrópu í framhaldi að undirritun EES samningsins. 

Vegna þess að Ísland skrifaði undir þann sáttmála  þá gat réttsýnn maður á Akureyri kært sýslumanninn þar til þessa dómsstóls vegna umferðalagabrots. Ríkið tapaði málinu og í framhaldi varð að breyta öllu réttarfyrirkomulagið á Íslandi. Ef Íslandi hefði ekki skrifað undir Mannréttindasáttmála Evrópu þá væri staðan enn óbreytt frá því er Björn Blöndal sýslumaður Húnvetninga sá um að rannsaka, dæma og lét bróður sinn hálshöggva Agnesi og Friðrik á Þrístöpum í Vatnsdalnum vegna "ætlaðs" morðs á Natan Ketilsyni og Pétri Jónssyni með því að kveikja í Illugastöðum.

Ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki glapist til að skrifa undir Mannréttindasáttmála Evrópu í framhaldi af undirritun EES samningsins þá væri réttarkerfið meira og minna óbreytt frá tímum Björns Blöndal. Þá hefðu stjórnvöld ekki þurft að fara í þessar "óþarfa" breytingar á réttarkerfinu 1993.

Íslenskir embættis- og stjórnmálamenn hafa gætt sín vel síðan þá að vera ekki að skrifa undir slíka óþarfa pappíra. Þannig er Íslandi í dag ekki aðili að Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

Alþingi með alla þessa lögmenn innanborðs mun aldrei standa fyrir neinum réttarbótum á Íslandi. Fyrir því er mörg hundruð ára reynsla.

Ef við eigum að eiga einhverja von um réttarbætur þá eru tvær leiðir. Ganga í ESB eða Stjórnlagaþingið stendur fyrir slíkum réttarbótum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.11.2010 kl. 01:36

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

PS Þú verður á listanum mínum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.11.2010 kl. 01:45

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Löngu eftir að allar nágrannaþjóðir okkar höfðu skrifað undir svonefnt Árósasamning streittust Íslendingar á móti því að gera þessa mikilvægu og sjálfsögðu réttarbót.

Ómar Ragnarsson, 25.11.2010 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband