Óvitar? "Sárabót"?

Nú dúkkar upp hvert málið á fætur öðru varðandi furðulega almennan vandræðagang í kringum meðferðarheimili fyrir börn.  Í Kastljósi í gærkvöldi var bent á það að Árbótarmálið væri ekkert einsdæmi heldur hefði þessi málaflokkur og stofnanirnar í kringum hann verið í uppnámi síðustu árin.

Einu sinni skrifaði Guðrún Helgadóttir leikrit sem hét Óvitar og var og sneri Guðrún þar við stærðarhlutföllum og hlutverkum barna og fullorðinna á þann skemmtilega hátt sem henni er einni lagið.

Þegar maður horfir upp á allan þann vandræðagang sem fullorðið fólk hefur valdið í kringum hin ýmsu meðferðarheimili fer maður að velta fyrir sér hvort fullorðna fólkið sé kannski aðal "óvitarnir" á svæðinu og meira vandamál en skjólstæðingar þess og að stofna þurfi sérstak meðferðarheimili fyrir þau. 

Það gæti fengið nafnið "Meðferðarheimilið Sárabót" og greinilega er úr tugum milljóna króna að moða til að fjármagna það.

Ja, ég bara segi svona. 


mbl.is Telur jafnræðisreglu brotna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband