Hvað, þegar "framkvæmdatíma" lýkur?

Skómigustefnan skín út úr því þegar sagt er að álver á Bakka með tilheyrandi mun "skapa þúsundir starfa á framkvæmdatíma." 

Ef hér ætti að halda öllu til haga ætti rétt setning að verða svona: "...mun skapa þúsundir starfa á framkvæmdatíma og þúsundir munu missa vinnuna þegar framkvæmdum lýkur."

Blönduvirkjun var talin allra meina bót og átti að tryggja fólksfækkun á Norðurlandi vestra á sínum tíma. 

Hún skapaði "þúsundir starfa á framkvæmdatíma."  Síðan misstu þúsundirnar þessa vinnu og menn vöknuðu upp við þann vonda draum að vegna ruðningsáhrifa höfðu þessar einhliða hrossalækningar í atvinnumálum tafið aðra uppbyggingu.  

Og hvergi hefur fólki fækkað eins mikið á landinu og á þessu svæði síðan framkvæmdum lauk. 


mbl.is Sjáum engin ný skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert sem sagt að segja að ekki megi skapa tímabundin störf vegna þess að menn missa þau þegar verkinu lýkur!

Þett er enn meiri rökleysa - og mætti kalla þetta vindmigustefnu.

Öll störf hljóta að vera af hinu góða ekki síst á þessum tímum.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 00:40

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Ómar er ekki að meina það. Hann er að segja að svona framkvæmdir eru engar langtímalausnir. Skammvinnar framkvæmdir eru svosem góðar og blessaðar en þær eru engar lausnir.

Heimir Tómasson, 26.11.2010 kl. 03:34

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Af hverju getum við ekki sameinast um það í eitt skipti fyrir öll að hér verði ekki byggð fleiri álver. Sjá menn ekki hættuna af því að hafa 2 kaupendur að 85% af allri orku sem við komum til með framleiða næstu 50 árin. Það er ekki verið að tala um nýja aðila á Bakka og í Helguvík, nei þetta eru sömu aðilar og eru hér með 400 þúsund tonna álverksmiðjur fyrir!  Hvaða rugl er þetta í ráðamönnum? Mér liggur við að segja þráhyggja Orkan verður verðmætari ef menn fara sér hægt og velja notendurna. Lágmarkskrafa er að byggður verði upp iðnaður með hátæknistörfum en ekki hráframleiðsla láglaunastarfa. Munið að fiskvinnsla er iðnaður og ferðamennska er iðnaður. meira að segja landbúnaður skapar störf í iðnaði. Ef menn leyfa álver þá munu allir aðrir notendur hverfa frá. Þeir vita að álver gleypir alla orku og slær út öllum kerfum á álagstímum. Viðkvæmur rafeindaiðnaður eins og t.d. gagnaver getur ekki tekið þá áhættu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.11.2010 kl. 06:50

4 identicon

Þvílíkt rugl. Hjá þeim verður ekki komist ef skapa á framtíðaratvinnu og verðmæta sköpun!

Dæmi um skammvinnar framkvæmdir er t.d. það að smíða skip. Að því koma tímabundið; hönnuðir, verkfræðingar, skipasmiðir og sérhæfður vinnukraftur af ýmsum toga, vélvirkjar, plötusmiðir, verkafólk, skrifstofufólk ofl. ofl.

Þegar skipið er komið á flot er komið atvinnutæki sem gagnast heilu byggðarlagi, veitir fasta atvinnu í sjó og á landi og ber að landi verðmæti um ókomna framtíð. 

Hætt er við að ég endurskoði það að hafa 9365 á mínum seðli. 

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 07:06

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Meðan svipuð sjósókn er verða skipasmíðar stöðug atvinnugrein til allrar framtíðar ef viðhalda á sömu gæðum skipaflotans.  Það þarf að viðhalda flotanum og smíða ný skip jafnóðum og hin eldri úreldast.

Hins vegar standa virkjana- og álversframkvæmdir aðeins í 2-3 ár og klárast síðan. 

Á þessu tvennu er mikill munur. Skipasmíðar eru ekki skammvinnar framkvæmdir heldur til allrar framtíðar. 

Ég á raunar erfitt með að sjá hvar muni verða að finna ákvæði í stjórnarskrá um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir og hvernig lagasetning Stjórnlagaþings og mín, ef ég næ kjöri, muni koma við sögu þar. 

Ómar Ragnarsson, 27.11.2010 kl. 01:56

6 identicon

Ég held að engum dyljist hvað við er átt með þessu dæmi; að það sé tímabundið verkefni að smíða fiskiskip - síðan tekur annað verkefni við.


En ég get tekið annað dæmi. Ráðist var í hitaveituframkvæmd í byggðarlagi sem ég þekki til í í lok sjöunda áratugarins.
Meðan framkvæmdin stóð yfir veitti hún tugum manna atvinnu var mikil lyftistöng og innspýting fyrir samfélagið, og fluttu menn að til að ná sér í vinnu þessi tvö - þrjú ár sem verkið tók.

Fjörutíu árum síðar hefur hún malað gull fyrir bæjarfélagið og þjóðarbúið allt og skapað atvinnutækifæri.


Byggðarlagið er Húsavík.


Fyrir mér er spurningin ekki hvort í nýrri stjórnarskrá verður að finna ákvæði um stóriðju heldur hvort ég treysti mér til að styðja frambjóðanda sem sýnir í sumum málum svo öfgafulla afstöðu og gengur jafn hart fram í að styðja hana með svo vanhugsuðum - já dómgreindarlausum - hætti jafnvel þótt ég annars beri mikla virðingu fyrir honum.

Ég þarf að geta treyst dómgreind þeirra sem ég kýs. Í öllum málum.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 07:46

7 identicon

Ég held að eitt gleymist....það sem landinn reiknaði ekki einu sinnu með þegar síðast var virkjað.

Virkjun er útboðsskyld á EES svæðinu, og þá síðustu fengu Ítalir. Mikill hluti starfsmanna voru EKKI Íslendingar. 

Skoðið kaldhæðnina í þessu. Íslendingar taka á sig hundrað milljarða skuldbindingar sem næstu kynslóðir eiga eftir að greiða, til þess að hrúga upp umdeildri framkvæmd, svo að Kínverjar og Rúmenar fái undir stjórn Ítala nóg að gera í svolítinn tíma, útkoman verður svo afleidd verksmiðjuvinna í eigu útlensks korpórats með vafasama fortíð, á landshluta sem þegar þurfti Pólverja til að manna sín verkamannastörf.

Sjálfur bý ég rétt hjá plássi sem byggðist upp meðan nóg var að gera í virkjunarvinnu í grennd. Þegar framkvæmdum lauk var bara atvinnuleysi, brottflutningur og fasteignaverð í sögulegu lágmarki. Ég er enn að sveia mér fyrir að hafa ekki keypt hús ca 1990, þá var hægt að fá ljómandi hús á ca 1 milljón. Leiga um það leyti var 10.000 á mánuði.

Þetta breyttist svo þegar stórt iðnfyrirtæki kom í plássið, en þá þurfti að ráða búnt af Pólverjum til að manna verkamannastörfin. Til allrar hamingju reyndust þeir vera hið besta fólk.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 08:12

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þér finnst það greinilega hófsöm stefna að reisa verksmiðju sem þarf 650 megavött þar sem  meira en 200 megavött skortir til að uppfylla orkuþörf hennar.

Og þér finnst það "öfgastefna" að í stað þess að láta meira en alla orku heils landshluta í hendur eins kaupanda, sem ryður öllum öðrum og skaplegri kostum frá, verði ákveðið að gefa fleiri, smærri, hentugri og betri kaupendum kost á að kaupa orkuna. 

Ómar Ragnarsson, 27.11.2010 kl. 22:53

9 identicon

"Eitthvað annað" er eins og Godot. Hann kom aldrei.

Aðalleikendur hafa sýnt mikla hófsemd í bið sinni eftir honum.

Tjaldið er fallið. Leikritið er á enda. Síðustu sýningu lokið.

Aaðalkleikendur vilja nú komast af leiksviðinu, úr gervinu og út úr leikhúsinu.

Inn í veruleikann.

Það þýðir ekkert fyrir áhorfendur að reyna að klappa upp enn einu sinni aða kalla:

"THE SHOW MUST GO ON" - "BRING IN THE CLOWNS"

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband