Stolt þjóðarinnar laskað.

Það hefur löngum verið stolt íslensku þjóðarinnar að hér hefur verið mun stærri millistétt en víðast annars staðar, meiri jöfnuður í milli stétta og hlutfallslega færri verið annað hvort fátækir eða ríkir.

Í "græðgisbólunni" fór þett að breytast, því að bæði fátækum og mjög ríkum fjölgaði strax þá. 

Síðan kom Hrunið og fátækum heldfur áfram að fjölga og sumir virðast geta borist á eins og stórrikir menn. 

Stór hluti millistéttarinnar, sem áður svar svo fjölmenn, er nú orðinn að hópi skuldaþræla. 

Kaupmátturinn er að vísu sá sami og hann var 2002 og þá var bara ágætt að lifa á Íslandi. 

En margföldun skulda heimilanna hefur sett allt á hvolt. 

Mér sýnist að allstór hluti millistéttarinnar hafi það þrátt fyrir allt sæmilega gott. 

Ég hef á þessu ári starfa minna vegna orðið að aka mjög oft austur fyrir fjall og flesta daga vikurnnar er bíll við bíl seinni partinn frá Selfossi til Reykjavíkur. Fullt af fólki heldur áfram að fara í sumarbústaðina sína og aldrei hefur verið meiri aðsókn á dýra jólatónleika. 

Jólahlaðborðin hafa sennilega aldrei verið fleiri. 

En stolt þjóðarinnar, hin fjölmenna millistétt, er stórlega laskað og biðraðirnar hjá hjálparstofnunum þjóðarskömm ofan á alla skömmina sem við höfum haft af Hruninu og aðdraganda þess. 


mbl.is Telur millistéttina enda í fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, þú talar um skömm og skömm ... jú víst.

En skömminn, Ómar, er ekki fólgin í því að það varð hrun á Íslandi.  Lönd í heiminum hafa orðið fyrir hruni áður, og verða fyrir því síðar einnig.  Þú bjargar ekki þessum málum, með að setja á höft og reglugerðir ...

Þetta eru stefnumót, og átt ekki að líta á þetta sem "ófarir" ... heldur sem tækifæri ... og það gullið tækifæri ... notið þetta tækifæri rétt ... Hættið að hampa mönnum eins og Vilhjálmi Ö og útrásarvíkingum ... þeir eru búnir að skemma nóg, skiptið um gír.  Reynið að sjá hvernig megi nýta sér aðstöðuna til framtaks, því ekkert er svo með öllu illt að ekki fylgi því eitthvað gott ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 15:46

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, þú segir "flesta daga vikunnar er bíll við bíl seinni partinn frá Selfossi til Reykjavíkur. Fullt af fólki heldur áfram að fara í sumarbústaðina sína og aldrei hefur verið meiri aðsókn á dýra jólatónleika. 

Jólahlaðborðin hafa sennilega aldrei verið fleiri."

Þetta er það góða við kreppuna, fólk leitar í það sem íslenskt er, frekar en að fara margar ferðir erlendis á hverju ári.  Meir að segja er íslenska lopapeysan orðin tískuvara sem flestir vilja flíka.

Magnús Sigurðsson, 5.12.2010 kl. 17:42

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef allan tíman sagt, að mótsögnin varðandi Hrunið er sú, að Hrunið var óhjákvæmilegt fyrr eða síðar og því gott að það kom, nánast það besta sem gat komið fyrir okkur, því að það skapar möguleika til að hugsa allt upp á nýtt og hreinsa til.

Ómar Ragnarsson, 5.12.2010 kl. 22:19

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar !

Þú segir/skrifar í lokin "En stolt þjóðarinnar, hin fjölmenna millistétt, er stórlega laskað og biðraðirnar hjá hjálparstofnunum þjóðarskömm ofan á alla skömmina sem við höfum haft af Hruninu og aðdraganda þess."

Er innilega sammála þér, en held að drögin að þessu hafi reyndar verið lögð löngu fyrir hrun, þ.e. að það er svo mikil "SKÖMM" að þurfa og leita hjálpar, þetta er landlægt hjá allflestum, bæði þeim sem þurfa og þeim sem geta veitt og gerir allt hjálparstarf erfiðara, vegna þess að þeir sem þurfa hjálp veigra sér að biðja og hinir eru alltof fordómafullir til að veita, en sem betur fer finnast undantekningar.

En hvað veit ég gamall landflótta rausarinn

MBKV að utan en með hugann heima

KH 

Kristján Hilmarsson, 5.12.2010 kl. 22:23

5 identicon

Sælir !

Andið rólega. 

Meira að segja daginn fyrir hrun þá mældist á Íslandi minnsti munur á fátækum og ríkum skv. forsendum OECD.  Þær eru ca. þannig að tekjur þeirra 20% með hæstu laun er deilt upp í tekjur þeirra með 20% lægstu laun skv. skattaskýrslum.  Held að þetta hlutfall hafi ekki breyst mikið í hruninu en allir hafa lækkað talsvert.

Svo vitum við að hluti landsmanna sem trúlega að mestu tilheyrir millistétt og listmönnum gefur ekki allt upp til skatts. 

eym (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 23:36

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Greinilegt að ekki eru allir á "kúpunni" ónei ! sbr innlegg S.B. hér á undan.

KH 

Kristján Hilmarsson, 6.12.2010 kl. 09:00

8 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ómar, nú í aðdraganda stjórnarskrárvinnu þá hvet ég þig til að fara næstkomandi miðvikudag og sjá ástandið með eigin augum hjá Fjölskylduhjálpinni.

Baldvin Björgvinsson, 6.12.2010 kl. 09:38

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef farið í heimsókn til Mæðrastyrksnefndar og séð biðröðina þar. Það er vandasamt að ákveða, hve oft þekktur maður eins og ég, á að koma á slíka staði.

Þótt ég hugsi slíka heimsókn sem uppörvun og stuðning af minni hálfu, sem það var í þessari heimsókn þar sem ég lét Mæðrastyrksnefnd frá diskinn "Styðjum hvert annað" kann öðrum í biðröðinni að hafa fundist óþægilegt að ég kæmi þarna við.

Ómar Ragnarsson, 6.12.2010 kl. 09:49

10 identicon

Millistéttin er að hrynja... ég tilheyri víst þeirri stétt; Ég er búinn á því á næsta ári, sama má segja um alla sem ég þekki... geta ekki meir.
Útspil ríkisstjórnar fávitaskapur einn... hér mun allt loga, "áramóta"brennur munu líkast til loga allt árið... svona ef íslendingar eiga eitthvað víkingablóð eftir í sér.. spurning hvort það er allt farið og bara aumingjar með hor og slef eftir.

doctore (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband