9.12.2010 | 21:15
Góð tímasetning í Kastljósi.
Það kann að vera tilviljun að umfjöllun Kastljóss um bókhald Landsbankans í kvöld og um bókhald Glitnis í gærkvöldi komi á sama tíma og nýtt samkomulag í Icesave-málinu byrjar að líta dagsins ljós.
Samkvæmt útttektum franskra og norskra sérfræðinga áttu þrír íslenskir bankar að vera komnir í gjörgæslu íslenska fjármálaeftirlitsins minnst einu ári fyrir Hrun og þá hefðu aldrei orðið til það Icesave-mál, sem olli svo gríðarlegu tjóni sem raun bar vitni.
Í kvöld bættist ofan á að fram kom að íslenska fjármálaeftirlitið lét hæpnar skýringar í svörum Landsbankans við athugasemdir nægja og gerði ekkert frekar í málinu.
Ég hef áður bloggað um það að ég teldi að Icesave-málið snerist fremur um siðræn efni en lagakróka og að aðal galli fyrra samkomulags hafi verið siðræns eðlis, sem sé það að ákaflega ósanngjarnt væri að hver íslenskur skattgreiðandi væri látinn bera 25 sinnum þyngri byrði vegna málsins en skattgreiðendur í Bretlandi og Hollandi.
Hvað sem líður lagatæknilegum atriðum er ljóst að siðferðilega ábyrgð á því að láta þessi ósköp gerast liggur í þremur löndum, Bretlandi, Hollandi og Íslandi.
Allar þessar þrjár þjóðir geta auðvitað sagt að almenningur eigi ekki að bera ábyrgð á verkum óreiðumanna. En það kemur fyrir lítið.
Stærstur hluti viðskiptamanna var "almenningur" og jafnvel þótt "óreiðumenn" í föllnum einkafyrirtækjujm verði sóttir til saka og dæmdir eru þessir gríðarlegu fjármunir tapað fé, sem á einn eða annan hátt lendir á "almenningi".
Þegar íslensk yfirvöld ákváðu að tryggja allar inneignir í íslenskum bönkunum og útibúum þeirra var innistæðueigendum augljóslega mismunað eftir þjóðernum með því að þetta gilti ekki um útibú þeirra erlendis.
Þegar menn meta samninga, sem gerðir voru, verður að líta á í hvaða aðstöðu menn voru á hverjum tíma þegar verið var að reyna að semja um málið.
Í Wikileaks-skjölunum kemur fram, að á þeim tíma sem fyrstu samningaviðræðurnar stóðu, töldu Bretar og Hollendingar kröfur Íslendinga "barnalegar", svo bjöguð var mynd ráðamanna þessara tveggja af þessu máli.
Smám saman urðu skrif og álit sanngjarnra manna í erlendum fjölmiðlum til þess að málstaður okkar styrktist svo mjög að þessi nýi samningur er miklu betri en hinir fyrri og nær því að kallast "fair deal", sanngjörn lausn.
Drög að frumvarpi verið gerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er tvennt sem ég hegg eftir við þessa birtingu.
1: Hversu mikil gæfa það var að eldri samningar fóru EKKI í gegn.
2: Samt erum við að taka á okkur óljósa skuld, hverrar lögmæti er miklum vafa undirorpið.
Svo má fabúlera með það hvort að "liðugheitin" tengist sívaxandi fjölda þjóða í okkar sporum. Írar eru þar e.t.v. næstir.
Það verður vonandi meira uppi á borðinu á morgun.
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 22:14
Þessi mismununarrök eru fyrir löngu send til föðurhúsanna Ómar. Hvar hefurðu verið maður? Bretar og Hollendingar hafa mismunað í þessu máli líka, en fyrir það fyrsta þá er þetta ekkert lagalegt issue í þessu samhengi. Hlutdræg tilfinningarök vega minna en ekkert í samhendinu, Það er ekkert "siðferðisprinsipp" sem trompar þau lög og reglur, sem um þetta eru. Við eigum ekki að borga þetta og höfum ekki og getum ekki lýst ábyrgð á okkur. Bara svo það sé á hreinu. Okkurber ekki skylda til þess og við höfumm ekki verið dæmd til þess. Ertu ekki að ná þessu enn?
Þú mátt svo líka tína til að þeir glópar, sem lögðu inn á þessa reikninga, tóku áhættu á reikningum sem báru vexti sem voru of góðir til að vera sannair. Það varþeirra græðgi, sem varð þeim að falli og við eigum heldur ekki að gjalda fyrir glæfra þeirra.
Það sem er höfuðmálið hér er að skapa það fordæmi að flytja áhættu af glæfrastarfsemi einkaaðila yfir á alþýðu manna. Það er fordæmi, sem við sköpum okkur til framtíðar. Ekki bara fyrir okkur heldur allt alþýðufólk í heimi hér. Ábyrgð okkar er því stór og því er glæpsamlegt að ganga að samningum. Við erum einnig að brjóta landslög og alþjóðasamþykktir með þessu, svo það sé alveg á hreinu.
Spilltir stjórnmálamenn, sem ganga erinda banksteranna eru að höndla með þetta. Það þurfum við að stoppa. Þeir væru til í að fallast á 1000kallinn til að fá þetta fordæmi fest.
Grunnforsendurnar eru þær sömu Ómar, gleydu því ekki. Þær eru ekki bara siðferðis og réttlætismál gagnvart alþýðu heldur líka lagaleg fyrst og fremst. Ef þú fellst ekki á það, þá ert þú kominn í hóp þeirra þjóðníðinga, sem þú hefur hvað harðast deilt á. Kannski fyrir þekkingarleysi. Ef svo er, þá kynntu þér málið áður en þú tjáir þig svona óvarlega.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2010 kl. 01:35
Þjóðin fylkti ekki liði á kjörstað til að mótmæla of háum vöxtum, hún fór á kjörstað til að hafna ólögvarinni greiðsluskyldu almennings á skuldum einkabanka.
Sú staðreynd stenur enn Ómar. Jafnvel þótt samið yrði um að við slyppum með eina krónu, þá ber okkur ekki að greiða hana. Punktur.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2010 kl. 01:49
Það eru nokkur atriði sem þið takið ekki upp, drengir.
Það fyrsta er, að til að bankastarfsemi á Íslandi, eða nokkurs staðar, megi vera þarf að sækja um leyfi til þess af ríkinu. Þetta atriði, gerir ríkið ábyrgt fyrir starfseminni. Hvort sem þið viljið taka ríkið beint, eða fyrst fara í gegnum seðlabankann. Ríkinu og seðlabanka ríkissins, ber skylda að fylgjast með aðgerðum bankanna, með reglulegu eftirliti. Ríkið ber ábyrgð ... þýðir ekkert að malda í móinn.
Siðferðislega, þá vissu Íslendingar mæta vel að þessir peningar voru illa fengnir. Þarf ekkert að fara með það í felur. Ég var sjálfur heima þegar "verðbréfaveislan" byrjaði, og fékk ekki að vera með ... of hreinskilinn. Þettu vissu allir Íslendingar, hver og einn með tölu, og þeir sem mótmæltu voru öfundsjúkir.
Hér eru bæði lagaleg og siðferðisleg ábyrgð á ferðinni ...
Síðan kemur hinn þátturinn, hér er einnig um að ræða, þó ekki nema að littlu leiti ... verðbréfaviðskipti. Slík viðskipti eru ekki á ábyrgð almennings, heldur á ábyrgð kaupanda verðbréfanna. Þeir vita að fé þeirra getur orðið að engu ...
Og þá spyr ég ykkur piltar, er ekki svo að verðbréfaviðskiptin voru framinn af Íslendingum sjálfum. Og er það ekki líka staðreynd, að þessir aðilar hafa fengið sína peninga þegar? Og er það ekki einnig staðreynd, að þeir sem þurftu að greiða sín verðbréf, fengu þau afskrifuð? Það er að segja, þeir sem ekki græddu ... töpuðu engu.
Þetta er hið illræmda "bankarán" .... og peningarnir komu frá bretum og hollendingum.
Borgið piltar, og reynið að vera svolítið gáfaðri í þeim samningum ... þá fer ekki svo illa.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 06:52
Já það er rétt hjá þér Ómar að tímasetningin er dæmigerð fyrir JóGrímu og Rúfið.
En gestur þinn B. Ö. Hansen segir að Íslendingar hafi vitað um illi fengna peninga, hvaða Íslendinga er hann að tala um? Ég vissi ekkert um illafengana peninga, en B.Ö.H. lætur sem hann hafi allan tíman vitað um þá.
Hver var það sem bannaði honum að vera með í verðbréfa veislu vegna hreinskilni? Og hvaða verðbréfa veisla var það sem allir Íslendingar, hver og einn með tölu vissu um? Og hverjir voru öfundsjúkir?
Ég hef ekkert verið í verðbréfa braski og legg það ekki í vana minn að öfundast út í einn eða annan og er þó Íslendingur.
Hrólfur Þ Hraundal, 10.12.2010 kl. 09:42
Bjarne, taktu þér pásu. Þú gerir þig að algeru fífli hérna á blogginu með að peista þessari endaleysu þinni um öll blogg.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2010 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.