"Þetta reddast."

Ef allt væri með felldu væri ekki verið að fjalla um það örfáum dögum fyrir áramót að rekstur stofnunar eins og Sólheima verði tryggður.

Mjög lengi hefur verið vitað að að um þessi áramót yrði breyting á starfsumhverfi svona stofnana og því einkennilegt að svona mál sé á þessu stigi núna.

En þetta er ekki einsdæmi í félagslega kerfinu heldur gerast svona hlutir og hafa gerst mjög oft.

Oftast gerist þetta þannig að ýmist stefnir í fyrirsjáanlega breytingu á rekstri eða að yfirvöld gefa í skyn að slík breyting sé yfirvofandi. Síðan líður og bíður og það myndast óvissuástand líkt og í kjaradeilu þar sem samningar eru að renna út og líið sem ekkert er að gerast. 

Fátt verður um svör þegar eftir er leitað, heldur virðist ríkja hinn gamli íslenski hugsunarháttur: Þetta fer einhvern veginn, þetta reddast.

Þegar málið er komið á það stig, fær það í raun á sig einkenni kjaradeilu, - þar sem málsaðilar eru vinnuveitendur og launþegar, sem eru þá fyrst og fremst komnir í kunnuglegar skotgrafir slíkra mála, og hagsmunir þeirra, sem þjónustunnar eiga að njóta, eru ekki lengur aðalatriðið í atburðarásinni, heldur hagsmunir vinnuveitenda og launþega. 

Ýmis ummæli, sem í slíku ástandi falla í hita leiksins, orka þá tvímælis og eru engum til framdráttar.

Höfuðástæða þess, að mál fara í þetta far er sú, hve lengi dregst að ganga frá öllum hnútum, en það fyrirbæri virðist vera frekar regla en undantekning hér á landi. 

 


mbl.is Áframhaldandi þjónusta tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það skelfilegasta við þetta mál er þó sú frétt sem kom í gær. Að Sólheimum yrði lokað.

Slík frétt setur hvern mann ó óvissu, það er hægt að hugsa sér hver áhrif þetta hefur haft á fólkið sem býr á þessum ágæta stað, fólk sem hefur takmarkaða möguleika á að verja sig. Það er ljótt að koma svona fram við þessa þegna landsins.

Gunnar Heiðarsson, 16.12.2010 kl. 11:52

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú eru allir þingmennirnir og fulltrúar ríkis og sveitarfélags búin að lýsa því yfir að Sólheimum verði ekki lokað. Verður maður ekki að treysta því að svo verði?

Ómar Ragnarsson, 16.12.2010 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband