17.12.2010 | 13:17
Meira af þessu !
Við Íslendingar höfum fram að þessu reynt að vinna okkur í álit og fá út á það heiður, viðskiptavild og fjármuni með því að staðhæfa að við séum í fararbroddi þjóða heims í umhverfismálum. Látið er í það skína að að baki þessu búi hugsjónaeldur okkar og fórnfýsi.
Fráleitt er að halda fram hinu síðastnefnda varðandi hugsjónirnar. Við hófum að gera hitaveitur, fyrst fyrir Reykjavík um miðja síðustu öld og síðan um allt land þegar olíukreppa skall á síðar á öldinni eingöngu af því það það borgaði sig peningalega, var bæði ódýrara en innflutt eldsneyti og sparaði okkur gjaldeyrisútlát.
Að öðru leyti erum við enn á hælunum varðandi umhverfismál því að skelfileg skammsýni hefur ráðið för á öðrum sviðum umhverfismála.
Við höfum komið okkur upp mest mengandi bílaflota í okkar heimshluta, staðið að stórum virkjunum sem standast ekki þær fullyrðingar okkar að þær séu sjálfbærar og hafið mikla herferð á hendur mesta verðmæti landsins, sem er einstæð náttúra þess.
Metanbílar Selecta eru gleðilegt dæmi um það að einhvers staðar glytti í bestu blöndu, sem hugsanleg er, það er blöndu af skynsemi, framsýnig og hugsjónum.
Það ber að fagna þessu og þakka það, þótt þetta sé hins vegar svo grátlega lítið miðað við viðfangsefnið sem við blasir að snúa við á braut kæruleysis og skammtímagræðgi.
Meira af metan-bílum! Meira af þessu!
Umhverfisvænn bílafloti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sé nú ekki hverju það breitir miklu umhverfislega, hvort þú brennir metan eða oktan. Vanalega er bensín C6H16 til C12H26, með C8H18 som viðmiðun. Meðan Metan er CH4. Og þó svo að þetta hljómi vel, þá ertu enn að brenna carbon, og breita í koltvísýring CO2 + vatn. Hvar entalpin fyrir H og O er afgerandi. Það segir sjálft að það er meiri kraftur í bensíni, sem þýðir að þú verður að brenna meira af metan til að fá nýtanlega orku.
Ég held nú samt að besta lausnin fyrir Ísland er vetni ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 14:12
Kemur nú einn með vetnið. Að nota raforku til að framleiða vetni sem orkubera fyrir farartæki er ansi mikil sóun á raforkunni. Bendi á skrif próf. Sigþórs Péturssonar, efnafræðings um þessi efni.
Sauradraugur (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 14:31
Hver ætlar að nota raforku til þess? Vetni er afurð við ýmissa vinnu, og svo má nefna að vetni er framleitt til iðnaðar í gífurlegu magni árlega. Að auka framleiðsluna krefst ekki svo mikils að kostnaðurinn verði umtalsverður ...
En þó svo sé, má benda á þessa hér ...
http://www.rsc.org/chemistryworld/News/2008/July/31070802.asp
Vandinn með vetnið, er og hefur alltaf verið geimslan. Ekki framleiðslan ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 15:09
En metan er aukaafurð sem eykur ekki magn svokallaðra "gróðurhúsalofttegunda" í andrúmsloftinu. Óbrunnið metan sem gufar upp á náttúrulegan hátt (úr t.d. sorphaugum), er meiri skaðvaldur, ef menn hafa áhyggjur af hlýnandi loftslagi vegna þessara þátta á annað borð. (Ekki ég, bara áhyggjur af mengun)
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 15:50
Mikið rétt Gunnar. Metan er margfalt gróðurhúsa-gas á við CO2, og hægt að "virkja" það hér í ótrúlegu magni, t.a.m. úr kúamykju.
Og hvað vetni varðar, þá er það í rauninni geymsluform. Það þarf rafmagn fyrst, og ef að rafmagnið þarf að framleiðast með bruna, þá er nærtækt að bera saman vetni og svo hreinlega rafsellur til knúnings. Með nýjustu rafmagnsbílum og tvinnbílum grunar mig að vetnið sé komið á eftir. Metanið gæti hins vegar verið athyglisverður twin-valkostur
Jón Logi (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 16:12
Metanið sem selt er hér hjá N1 á ártúnshöfða og í hrauninu í Hafnarfirði er afurð sem verður til á sorphaugunum, endilega að nýta það og spara gjaldeyrinn. Ekki veitir af.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 16:36
Ég á ekki orð, að menn tali um að electrolys sé dýrt, ég gæti skylið ef menn teldu hydrolys dýrt. Á Ísland er lítið af málmum, en hefur gnægð af raforku, sem þeir þurfa ekki að eyða gjaldeyri í. En vetni hefur gífurlegt mikilvægi í iðnaði. Það aftur á móti þarf að kæla það, eða pressa niður í vökvaform.
Síðan, til að snúa þessu í gaman ... hérna getum við séð, hvernig við í framtíðinni getum migið á tankinn.
http://www.rsc.org/chemistryworld/news/2009/july/02070902.asp
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 18:57
Ég held að Bjarne Örn sé sá eini sem hafi snefil af þekkingu í efnafræði.
Methan eða Hexan - Dodekan skiptir litlu máli. Þá þarf of mikla orku til að framleiða vetni, því verður hreint vetni aldrei orkugjafi sem skiptir máli. Aldrei.
Annað gildir um raforku, en þá þurfum við góða rafgeyma.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 21:05
Það er sama hvað þú lærir mikið í efnafræði. 2+2 eru bara 4.
Vetni í því magni til að knýja heilan bílaflota er unnið með rafgreiningu með tilstilli orku. Sé sú orka úr jarðeldsneyti er í raun búið að brenna því sama, en það eru plúsar og mínusar. Plús er að orkuver eru umhverfisvænni og nýtnari er bílmótorar. Mínus er umbreyting og flutningur, og svo geymsla sem er ekki al-auðveld með vetni.
Rafgeymar í nýjustu rafbíla verða stöðugt betri. Þarna er mun minni dreifingarkostnaður á "eldsneytinu", en það þarf nokk meiri tíma til að staðla hlutina o.þ.h.
Og svo er það Metanið. Það er hægt að breyta bílum í "tvinn", nú eða bara í metan. Það er líka fullt af metani aflögu til að virkja, bara spurining um að koma sér að stað. Nú þegar er metanvinnsla hafin hérlendis úr bæði sorpi og fjóshaug. Stækkunarmöguleikinn er gífurlegur.
Jón Logi (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 21:23
Bensin er ódyrasta og hentugasta eldsneyti fyrir bíla ásamt diseloliu . Það sem vantar inní myndina að setja í bílana útblástur hreinsikerfi {Catalytic convertor exhaust system}
Það sem mælir á móti bensíninu er ofur-skattheimta ríkisins á eldsneyti.
Björn Emilsson, 17.12.2010 kl. 23:54
Stærsti kosturinn við metanið eins og nú háttar til er sá, að ef metanið þrýtur er hægt að halda ferðinni áfram á bensíni.
Á höfðuborgarsvæðinu búa 64% landsmanna og 90% af umferðinni er um svæðið sjálft.
Ómar Ragnarsson, 18.12.2010 kl. 01:11
Mér finnst að menn gleimi sér svolítið. Það getur vel verið að það hljómi vel með gas ... og þó að það sé til eitthvað af því dugar það skammt þegar á reinir. Það er hægt að fá kýrnar til að reka við, en ekki svo mikið að það nægi bílaflota Íslands. Aftur á móti er vetni afskaplega mikilvægt efni ... og það eina efni á jörðinni, sem er til gnægð af. Á Íslandi var í mína tíð, áburðarverksmiðja ... þar er framleitt vetni til að búa till Ammonia, sem nota skal við abúrðarframleiðslu.
Electrolys er ekkert dýr aðferð, fyrir land eins og Ísland sem hefur upp á að bjóða allt sem þarf til framleiðslu rafmagns.
Energy changes during electrolysis
The amount of electrical energy that must be added equals the change in Gibbs free energy of the reaction plus the losses in the system. The losses can (in theory) be arbitrarily close to zero, so the maximum thermodynamic efficiency equals the enthalpy change divided by the free energy change of the reaction. In most cases, the electric input is larger than the enthalpy change of the reaction, so some energy is released in the form of heat. In some cases, for instance, in the electrolysis of steam into hydrogen and oxygen at high temperature, the opposite is true. Heat is absorbed from the surroundings, and the heating value of the produced hydrogen is higher than the electric input.
Kosturinn við vetnið er að það þrýtur aldrei ... gallinn við það, séð frá "alþjóðlegu efnahags sjónarmiði" er að allt það kerfi sem er í gangi með flutning á olíu, hverfur. Gífurlegur efnahagur er byggður upp í sambandi með skip, bílafluttninga og aðra flutninga, og geimslu ... sem drægi stóran dylk á eftir sér.
Vandamálið, er geimslan ... að geima vetni, krefur geimslutanka þarf sem hægt er að koma vetninu fyrir og geima í vökvaformi. Þetta er stærsti trafalinn ... en eins ofsalega gáfaðir eins og Íslendingar eru, allir með greindarvísistölu langt yfir minni smágáfu ... þá ætti það nú ekki að vera mikið vandamál að leysa þessa smá hnúta, til að geta bjargað landinu um eldsneyti það sem efter er æfi hennar.
Þetta hefur ekkert að gera með þekkingu á efnafræði. Hverjum hefði dottið það í hug, hér áður, að Kjarnorkuver er ekkert annað en risastór gufumótor. Vatnið er hitað upp með kjarnorku, og látið knýja dýnamó á sama hátt og vatnfalls orkuver. Þetta krefst ekki mikilla kunnáttu í Eðlisfræði að koma þessu í kring.
Spurningin er, eru menn tilbúnir till þess að fórna vinnu og afli, í það að skapa Íslandi framtíð. Eða eru menn einungis einblíndir á stundina og að græða örfáar krónur, og er hundskíts sama, hvaða afleiðingar það hefur fyrir komandi kynslóðir. Þetta er það sem skiptir máli ... orku þarf, eldsneyti þarf ... hafa menn þá þekkingu og þá greind sem þarf, til að byggja það sem þarf.
http://en.wikipedia.org/wiki/Hydrogen_economy
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 15:27
Fyrir liggur að auðveldlega sé hægt að knýja 10% íslenska bílaflotans með metani. Þetta þýðir um hátt í 20 þúsund bíla.
Ekki þarf að fara um það mörgum orðum að aðeins agnarlítið brot af þessum flota er knúið öðru en olíu og bensíni.
Ómar Ragnarsson, 18.12.2010 kl. 18:04
Það þarf sáralitla aðgerð til að breyta bensínbíl í bensín & metanbíl, - ekki gleyma því.
Svo er það umhverfisaðgerð út af fyrir sig, lofthjúpnum til heilsibótar, að brenna metani frekar en að láta það sleppa eins og það lemur af skepnunni, - eða úr henni öllu heldur ;)
Þarna er að auki vannýtt orka og gjaldeyrissparandi nýsköpunarverkefni.
Þá er eftir að fúndera meira með repjuolíuna sem gengur beint á díselvél og skilar aukaafturðum bæði sem fóður og rotmassa.
Og svo er það rafmagnið.....ef eitthvað af því verður falt ;) Er nú bara alltaf að hugsa um að setja upp vindrellu....
Jón Logi (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.