Máttur listarinnar.

Það kann að sýnast skrýtin fyrirsögn á pistli um blaðaljósmyndara að nefna orðið list í því samhengi.

En engum, sem hefur kynnt sér verk ljósmyndarans Ragnars Axelssonar dylst að langt er síðan að þar væri bara á ferðinni venjulegur blaðaljósmyndari í gerð heimilda í formi ljósmynda, heldur miklu fremur listamaður í hæsta gæðaflokki. 

Ég hef unnið nógu lengi með Raxa til að geta sagt að aðeins maður með mikla listræna hæfileika geti náð jafn langt á sínu sviði og hann. 

Hann hefur þar að auki verið afar fundvís á verðug viðfangsefni, en slíkt er ekki öllum gefið. 

Grænlandsmyndir hans eru eitt þýðingarmesta framlag listamanns á heimsvísu til umræðu um áhrif mannsins á umhverfi sitt og þar með lífsskilyrði sín. 

Þótt Grænlandsmyndirnar veki síðari árin mesta athygli á heimsvísu má ekki gleymast hlutverk RAXa í að kynna okkar eigið land og þjóð.

Og þá má ekki gleyma því að hann hefur líka sinnt Færeyingum afar vel og með því að samtvinna kjör og umhverfi þessara þriggja þjóða, Færeyinga, Íslendinga og Grænlendinga í verkum sínum og viðfangsefnum hefur Rax verið sér á parti.

Þetta er mikils virði því að á undarlegan hátt höfum við Íslendingar lengi vanrækt sambandið við þessar tvær nágrannaþjóðir sem næst okkur búa. 

Listamenn, svo sem tónlistarmenn, rithöfundar og skáld, geta stundum haft meiri áhrif en stjórnmálamenn.

Þess vegna eru menn eins og Rax mikilvægir.  

 


mbl.is Grænlandsmyndir Rax í Stern
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki síður en þú Ómar en Raxi er líka landkynninningarfrömuður með myndefni sínu sem er algjörlega einstakt. Ég hef selt bækurnar hans á Ebay, eins og suma diskana þína en það vantar enska texta á Stiklurnar !!!!

Það má ekki vanmeta útflutningsverðmætin sem þið Raxi skapið, en það verður að fullvinna vöruna !

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 00:12

2 identicon

Raxi er ljúfur snillingur og listamaður.

HjaltiStef (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 11:07

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég á ekkert í Stiklunum og hef því ekkert um það að segja hvernig unnið er úr þeim.

Ómar Ragnarsson, 17.12.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband