Þögnin rofin?

Nú eru tveir sólarhringar síðan það kom fram sem ég bloggaði um á báðum bloggsíðununum mínum varðandi æðibunu- og skómigustefnuna sem viðhöfð er í orkumálum hér á landi og speglast nú síðast í fréttum um fjárfestingu Landsvirkjunar á Norðausturlandi.

Fréttaflutningur fjölmiðla hefur verið á eina lund, svonefnd "kranablaðamennska", þar sem gagnrýnislaust er lapinn upp dýrðaróður virkjanafíklanna. 

Í gær var hringt í mig frá morgunhönum RUV þar sem þeim datt í hug að fá mig til sín núna klukkan 7:30 í smá spjall um þessar nýju fréttir um orkuöflun, um kuldana og um ferilsplötuna mína. 

Nú er stutt til jóla og ég hefði gjarna viljað láta nægja að tala um plötuna og tala eingöngu á jákvæðu nótunum um orkuöflunina. 

Það myndi hæfa best manni sem söng á sínum tíma "jólunum á / eru allir vinir...". 

En felst raunveruleg vinaáttta í því að draga sannleikann undan? 

Hvað um máltækið: "Vinur er sá er til vamms segir"? 

Freyr Eyjólfsson, sá sem hringdi í mig, hafði ekki frekar en nær allir, séð bloggin mín og hafði því ekki hugmynd um annað en að nú værum við komin á beinu breiðu brautina með álverið á Bakka samkvæmt fréttum blaða og ljósvakamiðla, enda ekki heyrst múkk annað en fagnaðaróður sveitarstjóra Norðurþings um það að nú væri álverið í höfn. 

Ég á því engra kosta völ annarra en að segja það sem ég veit sannast. Enda væri annað móðgun við þann sem fæddist á jólum og sagði aðspurður um erindi sitt hér á jörðu: "Ég er kominn til að bera sannleikanum vitni." 

 

P. S.  Nú er viðtalinu lokið og þögnin hefur verið rofin, að minnsta kosti í þetta eina sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Heldurðu að þau viti ekki betur? Ertu búinn að gleyma að Lára Hanna var húsgangur hjá þessu liði í meira en hálft ár? Og ekki var Benedikt Erlingsson heldur að skafa utan af því í spjalli við skötuhjúin Frey og Margréti Margeirs. Því segi ég það að þetta fólk er ekki starfi sínu vaxið sem fjölmiðlafólk. Þetta lið liggur kylliflatt fyrir valdinu og lætur ritskoðun viðgangast

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.12.2010 kl. 08:16

2 identicon

Bæjarstýran í Hveragerði fann aðvörun um arsenik mengun í smáa letrinu.  Aldrei gleyma smáa letrinu.

Sammála með rúv. Þetta er sjálfrennandi fólk.

 Gleðileg jól Ómar og haf þú þakkir fyrir baráttuna.

GB (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband