Kuldinn frá Íslandi.

Þegar röskunin af völdum Eyjafjallajökuls er að fjarlægjast í tímanum tekur við fyrirbæri, sem íbúar á Bretlandseyjum einkanlega kenna við Ísland en það er hin svonefnda "Íslandslægð".

Hún hefur í áraraðir fengið nafn sitt af landinu okkar, vegna þess að þessi dæmigerða djúpa og illvíga Norður-Atlantshafslægð kemur í áttina frá svæðinu við Ísland og veldur oft illviðrum í norðvestanverðri Evrópu. 

Þegar hún fer í austur dregur hún á eftir sér kaldan loftstraum norðan úr Norður-Íshafii, sem fer suður yfir Bretlandseyjar og veldur þar oft leiðinda kuldum, sem að sjálfsögðu tengjast landinu í norðri, sem kennt er við ís og þar með ískulda vegna þess að það var "Íslandslægðin" sem kom þessu öllu af stað.

Lægðin, sem olli norðanáhlaupinu í gær fór suður með austurströnd Íslands og þótt það væri ekki hinn venjulegi ferill Íslandslægðarinnar var hún áreiðanlega nógu nálægt landinu til þess að tengjast landinu í hugum Breta.

Nú koma lægðirnar vel fyrir sunnan Ísland yfir hafið og draga loft til suðurs úr köldum loftmassanum, sem liggur frá Norður-Grænlandi austur yfir Skandinavíu og valda miklum truflunum á flugi og öðrum samgöngum.  

Það virðist ætla að verða þrálátt fyrirbæri, sem annað árið í röð ríkir hér á norðurslóðum, en það felst í því að hlýir loftmassar fara norður með austurströnd Norður-Ameríku og valda hlýindum á Nýfundnalandi, Labrador og Suðvestur-Grænlandi sem enn láta lítt undan síga á sama tíma sem kuldapollurinn stóri fyrir norðan okkur stendur fastur fyrir. 


mbl.is Á annað þúsund bíður flugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samt fór um mig hlýr straumur þegar ég las þennan heiðarlega og kjarnyrta pistil frá Má Wolfgang Mixa. Hér er púkinn á fjósbitanum, sem mergsogið hefur almúgann, afhjúpaður! Þetta hafa "hagfræðingar" hingað til ekki mátt viðurkenna! Samanber t.d. Guðmund Ólafsson "hagfræðing" sem fær að mása á kostnað almennings í vikulega í Ruv. Hann gekk af göflunum þegar minnst var á þessi sannindi. Sjá:

http://www.islandsbanki.is/einstaklingar/fjarmalin-thin/greinar/nanar/item74376/Okostir_verdbolgu/

Hrúturinn (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 23:58

2 Smámynd: Einar Steinsson

Þetta er ekki bara bundið við Bretlandseyjar, þýskumælandi íbúar Evrópu tala um "Islandtief", þetta er jafnvel þekkt hérna suður í Austurríki þar sem ég bý.

Einar Steinsson, 20.12.2010 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband