20.12.2010 | 09:04
Þráinn hefur gert sig mikilvægari.
Með því að gerast sá stjórnarþingmaður, sem alltaf er talinn sá 32. í röðinni, hefur Þráinn Bertelsson tryggt að athyglin beinist að honum umfram aðra stjórnarþingmenn.
Talan 32 er jú "heilög tala" þegar um er að ræða meirihluta á Alþingi.
Forverar Þráins er fjölmargir í þingsögunni.
Í hugann koma Gunnar frá Selalæk, sem var utan flokka og réði úrslitum um það ferli sem "þingrofsmálið" svonefnda fór í 1931.
Í lok ferils vinstri stjórnarinnar skaut Bjarna Guðnasyni upp á stjörnuhiminn fjölmiðla þegar fjörbrot þeirrar stjórnar byrjuðu og Albert Guðmundsson kom heldur betur við sögu við myndun stjórnar Gunnars Thoroddsens 1980.
Sagnir hermdu að Steingrímur Hermannsson hefði orðið að eyða ómældum tíma í Stefán Valgeirsson til að halda lífi í ríkisstjórn fyrst eftir myndun hennar 1988, áður en Borgarflokksþingmönnum var kippt inn í stjórnina, en það var eina leiðin til að lina þetta ástand, sem tók svona mikinn tíma frá forsætisráðherranum.
Varamaður Þráins styður ekki VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þráinn veit að hann er einnota þingmaður og því þá ekki að gera sig gildandi. Það hlýtur að vera snautlegt fyrir einnota þingmann að hafa ekki skipt neinu máli.....
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.12.2010 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.