22.12.2010 | 09:56
Þráðurinn að ofan !
1930 stofnaði Sesselja Sigmundsdóttir Sólheima, þar sem auk þjónustu við þá sem minnst mega sín, var lögð áhersla á vistvæna starfsemi.
Á þeim tíma var þetta eins mikið "vonlaust eitthvað annað" og hugsast gat. Þá, eins og nú, var óhugsandi að nein önnur starfsemi "skapaði atvinnu" en verksmiðju- eða framleiðslurekstur.
Engan gat órað fyrir því þá að eftir 80 ár komu tugir útlendinga þangað til þess eins og nema þar fræðin, sem Sesselja lagði grunninn að og þessi staður ætti fyrir sér bjarta framtíð fyrir sér á grundvelli hugsjóna hennar.
Engan gat órað fyrir því að árið 2010 mætti segja að þróun og vöxtur staðrinn gæti verið tryggður, "jafnvel þótt þjónustustarfsemi framkvæmdastjórnarinnar við fatlað fólk yrði sagt upp".
Já, 80 árum eftir að barátta Sesselju Sigmundsdóttur hófst og loksins sést til fullnustu hve langt hún var á undan samtíð sinni, eru menn virkilega að pæla í því hvernig allt yrði í himnalagi þótt klippt yrði á "þráðinn að ofan", kærleiksþjónustuna, sem er siðferðilegur hornsteinn þessa merka staðar og það sem gefur honum gildi ofar öllu öðru.
Í mínum huga er það hrein móðgun við hugsjón Sesselju Sigmundsdóttur að láta sér það til hugar koma eða haga þannig málum í hagsmunalegri togstreitu að þessi hluti starfseminnar leggist nokkurn tíma niður.
Þráðurinn að ofan er ofinn úr tveimur þáttum, kærleiksþjónustunni og hinni vistvænu starfsemi.
Hvorugur þátturinn má slitna, þá hrynur allt.
Nú kemur í ljós að sé þessi þráður styrktur í stað þess að ógna honum, bíður Sólheima loks björt framtíð.
Ef líkja má tilvist staðarins þannig að hún hangi á keðju, gildir hið fornkveðna, að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.
Má vera að hin vistvæna starfsemi út af fyrir sig gefi peninga í hönd og víst er slík starfsemi fyrst og fremst fyrir velferð mannsins. En eigi bara að hugsa um peninga og ekkert annað og kærleiksþjónustan að leggjast af hefur Mammon sá, sem olli Hruninu, tekið völdin.
Það má aldrei gerast.
Miklir möguleikar á svæði Sólheima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.