26.12.2010 | 20:33
Sérstaða Vestfjarða enn og aftur.
Enn og aftur eru Vestfirðingar og velunnarar þeirra minntir á sérstöð þessa landshluta varðandi samgöngur og öryggismál, að ekki sé minnst á aðrar hliðar þeirrar þjónustu og aðstöðu sem krafist er i nútímasamfélagi.
Minni á fyrr blogg mín um samgöngumál á Vestfjörðum.
Tafir á sjúkraflugi vegna veðurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar minn það er þannig að núna hefur landsbyggðin ekki lengur efni á að halda höfuðborgarsvæðinu uppi við nennum ekki lengur að vera annars og þriðjaflokks borgarar. Það er um tvennt að ræða, annað er að vægi atkvæða í Reykjavík og kraganaum verði minnkað í 1/4 miðað við önnur kjördæmi eða að við kljúfum okkur frá Reykjavík og kraganum.
Einar Þór Strand, 27.12.2010 kl. 02:36
Samkvæmt þessu ætti atkvæði Akurnesings að vega fimm sinnum þyngra en atkvæði Hafnfirðings.
Ómar Ragnarsson, 27.12.2010 kl. 14:30
Þingmenn á höfuðborgarsvæðinu hafa alla tíð verið sérlega linir í að halda fram hagsmunamálum þess í samgöngumálum, samanber það að í samgöngunefnd og fjárlaganefnd eru næstum allir nefndarmenn fulltrúar landsbyggðarinnar.
Það eru í raun þingmenn landsbyggðarinnar sem hafa forgangsraðað verkefnum þannig að Vestfirðir eru hálfri öld á eftir hinum landshlutunum.
Ómar Ragnarsson, 27.12.2010 kl. 14:34
Ómar ef við skoðum þá stöðu sem er uppi þá eru 2/3 þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu þar eru öll þjónusta í nágrenni og hefur heldur verið aukin þar en minnkuð á landsbyggðinni í nafni hagræðingar sem gerir það að verkum að fólk á landsbyggðinni þarf að leggja í kostnað til að fá þessa þjónustu. Þennan kostnað á núna að auka með veggjöldum til og frá svæðinu sem hefur einnig áhrif á verðlag og samkeppnisstöðu fyrirtækja á landsbyggðinni þar sem næstum allur inn og útflutningur fer um höfuðborgarsvæðið. Það má því segja að við verðum að gera eitthvað til að rétta af þennan halla í búsetu á landinu. Til þess þarf að gera tvennt gera atkvæða vægi eins og þú segir Akurnesings fjórfalt á við Hafnfirðing vegna betra aðgengi Hafnfirðingsins að þjónustunni (auðvitað að erfitt að finna réttar línur en það má miða við veggjaldið). Og síðan verður að lækka skatta á þá sem búá úti á landi vegna þess að kostnaðurinn við að vera þar er hærri (hiti og ferðakostnaður) og þjónustan sem ríkið á að veita orðin nær engin.
Ómar svo er eitt sem stjórnlagaþings kosningarnar sýndu og það er að venjulegt fólk af landsbyggðinni á ekki séns í skrifborðs querulanta úr fjölmiðlaheiminum. Ef við ætlum að halda landinu í byggð og hér á ekki að fara eins og í góðri smásögu eftir Gísla J. Ástþórsson sem ég man ekki nafnið á (minnir að bókin heiti Hlýjar hjartarætur) en fjallaði um LYKT, þá verðum við að bæta réttarstöðu landsbyggðarinnar með því sem í kynjajafnréttismálum hefur verið kallað jákvæð mismunun.
Einar Þór Strand, 27.12.2010 kl. 18:40
Það sem gerir það að verkum að Vestfirðir eru á eftir í samgöngumálum er sú staðreynd að í samgöngumálum höfum við alltaf valið þá kosti sem minnst kosta í byrjun. Til dæmis má segja að í dag ætti að byrja að leggja kerfi háhraða neðanjarða "lesta" um landið sem getur tekið við vöruflutningum af vegum, sjó og lofti og farþegaflutningum af vegum og lofti.
Kostirnir við svona kerfi eru:
1. Innlend hrein orka (raforka) og mun minni orkunotkun en á vegum og flugi.
2. Óháð veðri (neðanjarðar)
3. Mikil flutningsgeta.
4. Mikill hraði (svipaður og í flugi)
Ókostir:
1. Mikill stofnkostnaður
2. Meiri orkunotkun en á sjó (en hraðinn og minni einingar vega þar á móti)
Vandamál:
Þeir sem stjórna landinu eru eins og Gunnar Eyjólfsson segir í myndinni Hafið um mennina sem eru að úrelda bátana sína "Skammsýnir aular"
Einar Þór Strand, 27.12.2010 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.