27.12.2010 | 14:07
Þegar "völvur" verða kjaftstopp.
Ég veit ekki hvort svokallaðar völvur ársins 2010 spáðu einhverju rétt um það sem gerðist í raun.
Í mörgum tilfellum er hægt með líkindareikningi og innsæi að ná langt í þeim efnum, og með tilliti til þess að á árinu gat bæði verið kominn tími á gos í Heklu og í Vatnajökli gátu völvurnar svo sem tekið áhættuna án þess að hafa miklar áhyggjur.
En margt af því merkilegasta sem raunverulega gerðist get ég ekki ímyndað mér að nokkur hafi séð fyrir.
Persónulega varð þetta ár allt öðruvísi en mér hafði til hugar komið eins og kemur fram í viðtali í Morgunblaðinu á aðfangadag.
Hygg ég að svo gæti verið um ýmsa fleiri og sannast nú hið fornkveðna að enginn veit sína ævina fyrr en öll er og að svokallaðar völvur geti átt erfiða daga og jafnvel orðið kjaftstopp eins og ég varð þegar ákveðið var upp úr þurru að setja á fót dag íslenskrar náttúru.
Annáll 2010: Ótrúlegt fréttaár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.