28.12.2010 | 13:26
"Kafaldsbylur" - þetta líkar mér.
Það á ekki bara að gagnrýna heldur líka að geta þess sem vel er gert. Í bloggpistli mínum næst á undan þessum kom fram gagnrýni á enskuskotið og ónákvæmt orðalag í frétt um stórhríð í Bandaríkjunum.
Í fréttinni, sem þessi pistill er tengdur við, er allt annað að sjá og notuð orðin "kafaldsbylur" og "óveður" sem saman lýsa afar vel því illviðri sem hefur geysað á austurströnd Bandaríkjanna.
Þetta líkar mér. Kærar þakkir.
Röskun á flugi vegna veðurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
" lokuðust flugvellir í gær vegna kafaldsbyls" Hér má líka finna að. "vegna kafalds" dugar alveg og er smekklegra að mínu mati.
Sigurbjörn Sveinsson, 28.12.2010 kl. 14:00
Sammála. Þetta er þó stórum betra en málleysurnar sem óðu uppi í fyrri fréttum af ófærðinni.
Ómar Ragnarsson, 28.12.2010 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.