Hefur gerst áður.

Þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn 1980 varð mikill meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu og þingflokkurinn því klofinn í herðar niður sem og Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur.

 Upp komu háværar raddir um að reka Gunnarsmenn úr flokknum en framsýnni menn höfðu í huga fordæmi frá 1944 þegar fimm þingmenn Sjálfstæðismanna vildu ekki styðja Nýsköpunarstjórn Ólafs Thors.

 Þeir voru ekki reknir úr þingflokknum og lögðust síðan á sveif með stjórninni og tóku fullan þátt í flokksstarfnu á öllum sviðum.

Svipað var gert 1980-83, enginn rekinn úr flokknum eða þingflokknum, en þegar Gunnarsmenn sátu þingflokksfundi véku þeir af fundi ef málefni stjórnarandstöðunnar bar á góma.

 1983 bauð flokkurinn síðan fram heill og óskiptur og þá nutu menn framsýni og sáttfýsi Geirs Hallgrímssonar, sem hafði þó neyðst til að taka upp andstöðu við stefnu Gunnars og stjórnar hans.

Ágreiningurinn innan Sjálfstæðisflokksins  1980-83 var miklu meiri og illvígari en sá ágreiningur sem hingað til hefur verið uppi í VG.

Þess vegna ætti það ekki að vera sjálfgefið að þingflokkurinn og flokkurinn sjálfur klofni.

En að sjálfsögðu veldur hver á heldur. 


mbl.is Ummæli Lilju eðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er áreiðanlega enginn áhugi á klofningi þingflokks VG í flokknum sjálfum. Það er hins vegar mikil eftirspurn eftir klofningnum utan VG. Þremenningarnar og Ögmundur virðast vera dekurbörn Moggans um þessar mundir og Páll Vilhjálmsson, blaðamaður, slær taktinn. Bjarni Ben og þinglið sjálfstæðismann virðist löngu gleymt. 

Nú veðjar Mooggin á þessa bresti eins og enginn sé morgundagurinn í pólitíkinni.

Sigurbjörn Sveinsson, 28.12.2010 kl. 14:14

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er nú ekki saman að jafna, hagsmunasamtökum eins og Sjálfstæðisflokki eða fámennri klíku harðlínupólitíkusa eins og VG. Í VG takast á flokkseigendur versus grasrót og þau átök verða blóðug. Hið eina sem enn stendur eftir af stefnu VG er hin feminiska forræðishyggja miðaldra kellinga sem aldrei hafa þurft að hafa fyrir lífinu. Og er Ögmundur ekki undanskilinn. Óvíst er hvaða erindi slíkur flokkur á við íslenskan öreigalýð í dag. Hér þarf að stokka upp í verkalýðshreyfingunni og á vinstri væng stjórnmálanna og þar er verk að vinna fyrir nýja tegund stjórnmálamanna. Ég er ekki viss um að klofningslið VG muni leiða þá byltingu. Enginn af núverandi þingmönnum skynjar þjóðarsálina. Þetta fólk er annaðhvort á kafi í eiginhagsmunapoti eða þá að berjast fyrir lífi deyjandi borgarastéttar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.12.2010 kl. 16:40

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hélt að þú þekktir eðli vinstrimanna betur, Ómar. Öll helstu illfygli íslenskra stjórnmálamanna saman í stjórn!

Ef þú skoðar sögu vinstrimanna, ekki bara á Íslandi, heldur um veröld alla, þá hatast þeir mest innbyrðis og saka hvora aðra um svik við hinn eina sanna og rétta málstað.

Harðlínukommar og "endurskoðunarsinnar" .... úff

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband