Stjórnir hafa áður staðið tæpt en staðið þó.

Viðreisnarstjórnin hafði mjög tæpan þingmeirihluta, einkum síðustu árin, en stóð það þó af sér út þrjú kjörtímabil.

Stjórn Gunnars Thoroddsens stóð enn tæpar og það voru ýmist Eggert Haukdal, Albert Guðmundsson eða Guðrún Helgadóttir sem gátu fellt stjórnina en gerðu það þó ekki.

Jafn tæpt stóð stjórn Steingríms Hermannssonar í byrjun og þurfti Steingrímur að hafa mikið fyrir því að hafa Stefán Valgeirsson góðan. a drjúgan þingmeirihluta. 

Stjórn Þorsteins Pálssonar hafði gríðargóðan meirihluta í árið 1987 en sprakk þó eftir rúmt ár. Það þarf ekki að vera ávísun á styrka stjórn að haf

Stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar hafði líka stóran meirihluta 1947 en sprakk eftir tvö ár. 

Stjórn Ólafs Jóhannessonar hafði mjög myndarlegan meirihluta 1978 en sprakk eftir aðeins rúmt ár.

Þegar meirihlutinn er tæpur verður samheldni stjórnarmeirihlutans oft meiri en þegar hver þingmaður um sig getur hugsað sér að fara út af línunni. 

Það er því ekkert gefið að núverandi stjórn yrði sterkari með því að gera hana að þriggja flokka stjórn, eins og síðastnefndu þrjár stjórnir voru. 

Í raun hefur núverandi stjórn verið þriggja flokka stjórn frá upphafi vegna mismunandi áherslna þingmanna VG. 

Ef þrír þingmenn VG hætta nú stuðningi við stjórnina mun það einungis verða staðfesting á klofningi sem hefur verið fyrir hendi í meira en ár. 

Það gæti þjappað þeim sem eftir sitja í stjórnarmeirihlutanum meira saman en auðvitað gæti það líka orðið til þess að hann sæi sitt óvænna vegna tæps meirihluta eins og gerðist eftir kosningarnar 1995 og 2007. 

 


mbl.is Leita að Evrópusinnuðum þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar ég vona að vonir að að stjórnin falli og við losnum undan þessari pressu og hálfger'ri borgarastyrjöld vegna ESB, Það var aldrei tími til að fara í það verkefni.

Valdimar Samúelsson, 29.12.2010 kl. 12:00

3 identicon

Sæll Ómar.

Væri bara ekki nær að ESB-Samfylkingin leitaði sér að ESB sinnuðum þingmönnum á sjálfu ESB þinginu í Brussel og fengi þá að láni.  

Því að fyrir utan þá sjálfa þá er hvort eð er eiginlega engir ESB sinnaðir þingmenn til í hinum íslensku stjórnmálaflokkunum

Þessi vanhugsaða ESB umsókn er mesta ógæfa íslenskra stjórnmála og íslensku þjóðarinnar um leið og hún hefur staðið í veginum fyrir uppbyggingunni en hefur þess í stað sundrað þjóðinni, verr en borgarastyrjöld.

Svo vogar sjáfur efnahagsmálaráðherra þjóðarinnar Árni Páll Árnason að tala lögeyri okkar krónuna niður í svaðið um leið og hann hótar svo þjóðinni með alls konar hörmungum og höftum endalaust, ef ekki verði gengið að kröfum hans um tafarlausa inngöngu í ESB og Evru svæðið, sem þó logar stafnanna á milli í upplausn og hörmungum. 

Þvílíkur rugludallur og froðusnakkur þessi endemis ráðherranefna. 

Ég vona að sá tími komi að svona skynsamir menn eins og þú Ómar, áttir þig á þessu, þó svo að þú tengist Samfylkingunni.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband