Getur orðið að plágu.

Þar sem ég bý hefur það verið árvisst að um jól byrjar einhver hér í nágrenninu, sem virðist hafa yfir ótakmörkuðu magni af flugeldum og sprengjum að ráða, að sprengja þessar birgðir sínar í tíma og ótíma.

Engin takmörk virðast vera á því á hvaða tíma sólarhrings þetta gerist og þetta ástand varir allt að tíu fyrstu daga janúarmánaðar og hefur þessi ófögnuður þá staðið linnulítið í þrjár vikur. 

Af þessu hlýst oft mikið ónæði en í samræmi við mikið umburðarlyndi okkar Íslendinga er ekkert gert við þessum brotum á reglugerðum um svona starfsemi sem virðast vera bókstafurinn einn. 

 

þrjár vikur. 


mbl.is Sprengingar heyrast víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef líka orðið var við þetta þar sem eg hef búið.

Gerist nákvæmlega svona.  Byrjar um jólleitið og síðan er linnulítið verið að jafnt að nóttu sem degi,  allavega fram að 13.anum.  Og það sem vekur sérstaka furðu er, hvílíkt magn af sprengjum og fýriverkum allrahanda sumir hafa yfir að ráða.

þetta er löngu orðið plága.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.12.2010 kl. 23:22

2 identicon

Ég horfði á eftir syni nágranna míns leggja af stað út í kvöldmyrkrið, eftir að útivistartíma lauk með fullan poka af sprenigefni. Þessi drengur var ekki einn á ferð heldur hópur af félögum hans með honum. Þetta finnst foreldrum í lagi!!

Í göngutúr í kvöld þá mætti ég þremur piltum þar sem þeir voru að leika sér að því að reyna að hitta hvorn annan með blys sólum, stórhættulegt uppátæki en þetta fannst þeim sko alveg eðlilegt.

Er algerlega orðin mótfallin almennri sölu á flugeldum vegna fávitaháttar margra við notkun þeirra.

Hanna (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 23:36

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Það heyrir undir tjáningafrelsi að leyfa mönnum að sprengja flugelda í tvær vikur á ári svo framarlega sem flugeldarnir eru keyptir hjá KR. Alla aðra flugeldasölu mætti banna fyrir mér.

Hörður Sigurðsson Diego, 29.12.2010 kl. 01:30

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hanna: "Er algerlega orðin mótfallin almennri sölu á flugeldum vegna fávitaháttar margra við notkun þeirra."

Ertu þá ekki líka mótfallin almennri sölu á áfengi sökum fávitaháttar margra við notkun þess?

Eða almennri sölu bifreiða sökum gríðarlegs fjölda lélegra ökumanna?

Ertu ekki annars örugglega líka á móti bloggsíðum, sökum almenns fávitaháttar við skrif á athugasemdum?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2010 kl. 02:28

5 identicon

Úr reglugerð um skotelda nr. 952/2003: 

"Almenn notkun og sala á skoteldum til almennings er óheimil, nema á tímabilinu 28. desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum

Á því tímabili sem almenn notkun skotelda er leyfð er meðferð þeirra þó alltaf bönnuð frá miðnætti til kl. 9.00 að undanskilinni nýársnótt. "

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 08:45

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég má ekki fara í loftið á minni hljóðlátu TF-FRÚ eftir ellefu á kvöldin en má sprengja sprengjur og flugelda klukkutíma lengur!

Ómar Ragnarsson, 29.12.2010 kl. 19:31

7 identicon

Ha? Hvusslags ófrelsi er það. En þú mátt það hjá mér, og þess vegna henda úr henni tundri, ekki spurning. Hvenær sem er.

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband