Balkanskagi 1914 - Miðausturlönd 2011

Á síðustu árunum fyrir 1914 hafði Balkanskagi verið "órólega hornið í Evrópu" og sannkölluð púðurtunna, því að hagsmunir stórveldanna með Þýskaland og Tyrkland sem bakhjarla, sköruðust þar, annars vegar Rússlands með bakstuðning í Frökkum og Bretum, og hins vegar Austurríkis-Ungverjalands.

Hvarvetna bjuggu menn sig undir "stórstyrjöld" líkt og nú gerist í Miðausturlöndum, en sögðu þó að það væri aðeins í varúðarskyni til þess að viðhalda jafnvægi og friði. 

Margir áhrifamenn í Þýskalandi þóttust þó sjá, að því lengur sem slík styrjöld drægist, ef hún á annað borð brysti á, því verr stæðu Þjóðverjar að vígi. 

Schlieffen-áætlunin hefði getað fært Þjóðverjum sigur á Frökkum ef hún hefði verið framkvæmd eins og hann lagði fyrir, svo að þessi hugsun var svo sem ekki svo galin ef útkljá þyrfti mál með vopnavaldi. 

En áætluninni var breytt og allar þjóðirnar, sem héldu út í þetta stríð af bjartsýni og eldmóði, sannfærðar um skjótan sigur, uppskáru ekkert annað en gríðarlega eyðileggingu og mannfall og ávísun á aðra heimsstyrjöld. 

Það er óhugnanlega margt líkt með ástandinu í Miðausturlöndum nú og var á Balkanskaga 1914. 

Þegar við horfum fram á árið 2011 ætti helsta áhyggjuefnið kannski að vera það að verði "stórstyrjöld" í Miðausturlöndum eins og nú kemur fram að flestir virðast vera að búa sig undir. 

 

 


mbl.is Bjóst við mikilli styrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Það þarf að fara að taka á þessum radíóamatörum, gengur ekki að vera að buna þessum stórhættulegu losftskeytum í allar áttir.

Guðmundur Benediktsson, 2.1.2011 kl. 17:34

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þessi grein í mogganum sem bara er stuttur útdráttur af stærri grein er alls ekki nógu góð frekar en búast mátti við af þeim bænum.. því ísraelar eru að undirbúa stórstyrjöld í miðausturlöndum og eru að vígbúast af kappi

http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/wikileaks/article3969332.ece

http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/wikileaks/article3969334.ece

Óskar Þorkelsson, 2.1.2011 kl. 20:35

3 identicon

Ómar, það þarf ekki að segja fólki svona lagað.  Það er enginn styrjöld í aðsigi.  Menn hafa þetta alrangt fyrir sér, að mínu mati.

Í það fyrsta, þá hafa Arabar ekki getað barist í yfir um 300 ár.  Þeir sem voru á móti stríðinu í Írak, voru á móti á þessum forsendum.  Stríð Bandaríkjamanna marka tímamót í hernaði.  Við erum að tala um herafla sem nemur 100 þúsund mönnum, þar sem bandaríkjamenn mistu um 4000 manns í stríðinu, á meðan tölur segja 100 þúsund Írakar hafi mist lífið.  Hér er ekki talað um særða. Menn segja að um miljón manns hafi látist af völdum stríðsins, þegar Írakskir hermenn eru meðtaldir. Þetta vilja aftur á móti menn ekki viðurkenna opinberlega. En ...

Allar þjóðir heims hafa breitt herjum sínum, eftir þessi atvik.  Allt frá Rússlandi, til Svíþjóðar.  Svíþjóð er í Afganistan ... kannski meira til að læra af reynslu bandaríkjamanna, en til að taka raunverulegan þátt.  Nú er það bara Afganistan, eins og við vitum fóru Sovétríkin frá afganistan með skottið á milli hælanna.  Eftir er að sjá, hvort Bandaríkjamenn muni gera hið sama. Eitt er víst, landakortið hefur breitst síðan 2001 ...

En allt þetta tal um miðausturlönd, er bara ... tal. Sannleikurinn í þessum málum er sá, að það erum við Evrópubúar sem erum hættulegastir.  Ætli það sé ekki þess vegna sem Bandaríkjamenn hafa gefið öllum þjóðum heims Kjarnorkuvopn, nema okkur hér.  Við hér verðum að reiða okkur á vernd þeirra og vera þægir krakkar, svona svipað eins og "kínverskir" búðareigendur í Jackie Chan bíomynd, sem verið er að kúga af Banditos eða Hells Angels "líkum" aðilum.  Með því að "selja" þeim vernd gegn "óláni" ... þetta er nú meir í gamni sagt, en alvöru.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 20:38

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Vissi ekki betur en að Svíar væru í hernaði vegna þrýstings frá USA...

En það þætti mér svo vænt um ef að þau orð sem Bjarne Örn Hansen viðhefur væru heilagur sannleikur, sérstaklega þau er snúa að því að engin styrjöld sé í aðsigi.

Með kveðju og ósk um gleðilegt ár

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 2.1.2011 kl. 22:11

5 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það er ekkert nálagt "superpower" í mið-austurlöndum.
Það eina sem myndi gerast ef allt færi í háa loft þar er að eldsneyti hækkar á vesturlöndum.

Ísrael hefur burði til að verja sig og ef til vill ráðast á löndin í kringum sig, en það er ekki séns að þeir fari að standa í landnámi. Það þarf gríðarlegt afl og stuðning sem þeir bara hafa alls ekki.

Það er allt annað með Kína. Það er svo sannarlega superpower og getur mjög hæglega raskað lífi okkar allra.

Teitur Haraldsson, 2.1.2011 kl. 23:59

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Israelar eru ekkert að fara í stríð til landnáms Teitur.. þeir eru að undirbúa sig af fullum krafti og verða tilbúnir um mitt þetta ár. Hvað gerist eftir það er óljóst, en smá ögrun er eflaust nóg fyrir israela eins og vanalega..

Óskar Þorkelsson, 3.1.2011 kl. 04:15

7 Smámynd: Teitur Haraldsson

Smá ögrun til að gera hvað, ekki til landvinninga, til hvers þá?
Þetta er bara rugl.

Eru þeir ekki bara að vígbúast vegna þess að nágrannar þeirra eru að þvi?

Er ekki síðasta stríð sem háð var þarna er 6 daga stríðið og Ísraelar hófu það ekki?

Teitur Haraldsson, 3.1.2011 kl. 06:44

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Israelar háðu 6 daga stríðið sem varnarstríð.. yom kippur sem varnarstríð.. eftir það hefur öll ögrun og stríðsbrölt verið frá ísraelum komin.

Hamas og Hisbollah eru skilgetin afkvæmi striðsreksturs ísraela.

Afhverju eru ísraelar að vígbúast, jú þeir ætla að ráðast á íran.. og láta svo NATO og kanan um eftirmálana.

Óskar Þorkelsson, 3.1.2011 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband