3.1.2011 | 00:05
Nýtt háhitasvæði í tindgíg jökulsins.
Þar sem mikill kraftur er í háhitasvæðum með öflugum hverum geta heyrst frá þeim drunur áþekkar þeim, sem heyrðust í dag til byggða.
Ég hef fylgst nokkuð vel með jöklinum langt fram eftir hausti, því að fjölmiðlamenn, rithöfundar og ljósmyndarar hafa komið með mér yfir hann til þess að ná af honum myndum og sjá með eigin augum þennan stað sem líktist fordyri vítis í gosinu í vor.
Ekkert hefur verið að sjá í allt haust á jarðskjálftakortunum sem bent gæti til þess að hann sé að rumska að nýju, hvað sem síðar verður.
Drynur enn í Eyjafjallajökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar hamfarirnar á öræfunum eru ekki langt undan Eyjafjallajökull er búin í bili en næst verður það Bárðarbunga í suðvestur með miklu hamfaragosi! Það er borðliggjandi því miður!
Skjálftar í heiminum og stærð þeirra undanfarið valda því að hér opnast gjá og það ekki neitt smá gjá mun hún verða í líkingu við Eldgjá og eða Skaftárelda!
Sigurður Haraldsson, 3.1.2011 kl. 00:14
Sigurður, og þú talar í krafti hvaða þekkingar?
Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 04:01
Þekking nær ekki yfir það sem ég sé Birgir. JARÐSAGAN GERIR ÞAÐ HINSVEGAR.
En það sem meira er að ég hef spáð hamfaragosi á landinu nú í nokkur ár en tíminn á það er ekki ljós þrátt fyrir að allt bendi til að ég hafi rétt fyrir mér nú þegar skjálftar og titringur á landinu benda til stóratburða spá mín nær einnig yfir gosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli sá þau bæði fyrir með nokkrum fyrirvara.
Katla mun ekki gjósa né heldur ekki Eyjafjallajökull aftur í þessari lotu.
Sigurður Haraldsson, 3.1.2011 kl. 04:16
Eg hef aldrei skilið þær fullyrðingar ad gosið í fyrra hafi byrjad án fyrirvara. Ég var búinn ad fylgjst með jarðskjálftum og auknum óróa í tæpt ár á vedur.is áður en viðvörunnargosið hófst á 5vörðuhálsi.
Jónas Jónasson, 3.1.2011 kl. 11:23
Hamfaraspár Sigurðar eru óneitanlega svolítið skemmtilegar, ef þannig má að orði komast um slíka hluti. En ég er sammála Jónasi að gosin í vor komu ekki algjörlega án fyrirvara og svo er fyrir að þakka þeim mælitækjum sem jarðvísindamenn hafa komið upp. Þó svo gögnin hafi aðeins villt um fyrir mönnum varðandi staðsetningu gosins á Fimmvörðuhálsi, þá var greinanlegur órói sem sagði fyrir um að nú færi að draga til tíðinda. Nokkrum klukkutímum áður en Eyjafjallajökull hóf upp rausn sína var ég á leið inn í Þórsmörk en þegar ég var kominn áleiðis inn að Gígjökli fékk ég símtal með ábendingu frá leikmanni um að eitthvað einkennilegt væri að gerast í jöklinum og eftir símtal við jarðfræðing hjá Veðurstofunni snérum við frá. Snemma um morgunin fengum við þær fréttir að gos væri hafið. Þetta litla dæmi segir raunar heilmikið um hversu verðmæt eftirlitstækin eru.
Skúli H. Skúlason (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 15:50
Svo má ekki gleyma því að þessar þróuðu mælingar byggja upp þekkingu með hverju gosi. Ég man nú eftir spá frá amatör sem fylgdist vel með þessu og hún var rétt.
En það vona ég um spá Sigurðar, að hún verði það ekki, og finnst reyndar líklega að Eyjó eigi etthvað púst eftir, Katla er að gera sig klára, og Hekla er tilbúin. Svo má benda á það að gos í Grímsvötnum þarf ekki endilega að vera neitt hamfaragos, og það getur nú soðið á Reykjanesinu eða þar utan við líka....
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 17:10
Sælir já þið hittuð naglann á höfuðið um fyrirvara sem komu fram á jarðskjálftamælum undan gosunum á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli. Svipuð óróaeinkenni eru nú í Vatnajökli og voru á undan þeim gosum einnig eru sérstakir óróar á sprungunni sem liggur eftir reykjanesinu en þar sé ég ekki að muni gjósa né heldur sé ég að muni gjósa í Kötlu né Heklu á næstunni hinsvegar mun gjósa frá Bárðarbungu næst og þá hamfaragosi því miður!
Sigurður Haraldsson, 4.1.2011 kl. 13:08
Það yrði "hamfaragos" í lagi ef gysi t.d í Bláfjöllum eða annars staðar utan í höfuðborgarsvæðinu. Það þyrfti ekki neitt Bárðarbungugos til að koma öllu í kalda kol. Svona "venjulegt" Heklugos myndi líklega duga.
En er ekki mesti krafturinn í Öræfajökli? Og svo Kötlu?
Jón Logi (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 14:22
Jón Katla er smá gos miðað við Bárðarbungu í suð-vestur.
Sigurður Haraldsson, 5.1.2011 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.