Frá Gróttu inn undir Laugarnes.

Óveðursspáin, sem nú er birt fyrir næsta sólarhring, getur í fyrramálið valdið meiri sjógangi við suðurströnd Kollafjarðar en þar hefur orðið í háa herrans tíð.

Þetta er vegna þess að þá verður stórstreymt og má jafnvel búast við því að ófært verði eða illfært um Sæbraut frá Rauðarárvík út að gömlu höfninni og síðan einnig fyrir vestan Ánanaust út eftir Eiðsgranda. 

Éinnig má geta þess að í svona veðri verður alveg útrúlega mikið saltrok í borginni sem setur salthúð á bíla og hvaðeina, sem fyrir verður. 

Þeir sem eiga bílskúra gera því vel með því að hafa bíla sína þar inni eins og kostur er og mikilvægt er að þvo eða þrífa bíla eftir veðrir eins fljótt og kostur er. 


mbl.is Brennum frestað vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband