Brennan dauð og Subaruinn horfinn?

Akureyringar kalla ekki allt ömmu sína þegar snjór er annars vegar og þeir gera það heldur ekki nú.

Ég var þar á Þorláksmessu og það var afar jólalegt og drjúgur snjór í bænum. 

Snjórinn núna bætist ofan á hann og því er það kannski rétt sem haft var eftir einum snjóruðningsmanni í útvarpi áðan að þetta væri mesta ófærð þar í fimmtán ár. p1010129.jpg

Ég á 30 ára gamlan Subaru nyrðra sem ég hef til taks þegar ég er á ferðinni á Norðausturlandi og kannski er hann nú kominn alveg á kaf og horfinn í hinn hvíta jólasnjó.

Á myndinni er hann við hliðina á litla pallbílnum, sem dró Örkina, og á pallinum er lítil gúmmítuðra sem ég notaði til þess að róa út í eyjarnar í Folavatni á meðan að þeim var drekkt.  

Þórsarar andar kannski léttara úr því að þeir voru hvort eð er búnir að slá hina árlegu brennu sína af. 

Sú var tíðin að maður fór norður til þess að sjá um að Gáttaþefur kæmi þar fram en nú er öldin önnur. 

Brennan var fyrst haldin 1934 en þá stóð kreppan sem hæst hér, svo skæð, að kreppann núna er alger barnaleikur. Þjóðin var svo miklu fátækari þá en nú en samt voru brennurnar haldnar. 

En þá var við svo miklu minna að vera og brennan mun stærri hluti af jólahaldinu en hefur verið síðustu árin. Engu að síður en mikil eftirsjá af henni, að minnsta kosti eins og hún var þegar ég sótti hana heim hér áður fyrr. 


mbl.is Nánast ófært á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var í MA fyrir 15 árum síðan, við vorum að safna fyrir útskriftarferðinni okkar og tókum að okkur mokstur við heimahús í verktakavinnu fyrir bæinn og líklegast var tímakaupið orðið ansi lágt þegar yfir lauk. Ég hafði tekið að mér eitt hús og í minningunni kom ég þar við eftir hvern einasta skóladag þann vetur. Svo man ég líka eftir þér á 13. brennum Þórsara hér í gamla daga, maður lét sig aldrei vanta þar.

Baldvin (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband