Bestu lögin!

Það er nú einhvern veginn þannig að í kringum mann er fólk sem hefur gaman af að vera fylgismenn ákveðinna knattspyrnufélaga enskra og því lendir sá á vissan hátt utangarðs sem ekki styður neitt sérstakt félag.

Í Klapparhlíð 30 er svo harður stuðningsmannahópfur Arsenal hjá Iðunni, Friðriki og allri þeirri fjölskyldu og ætt að maður talar í gríni um "þjóðarsorg í Klapparhlíðinni" þegar illa gengur hjá Arsenal. 

En valið reyndist auðvelt fyrir mig þegar loksins kom að þessu. Lánið er valt á vellinum og lið sem á að skipa gullaldarliði í dag getur hrapað langt niður hvenær sem er. 

Ég ákvað því að velja liðið sem hefði flottasta stuðningsmannasönginn, því að þar væri meiri von til þess að vera á toppnum að því leyti, hvernig sem liði gengi milli markanna. 

Og auðvitað varð Liverpool fyrir valinu, ekki hvað síst fyrir það að þetta er bítlaborgin og verður heldur ekki hrundið af þeim stalli. Gamall bítill og bítlaaðdáandi bregst ekki heimaborginni!

Nú eru að vísu dagar hjá liðinu mínu en þá er ekki ónýtt að eiga lag á borð við "You´ll never walk alone". 

Ef svo í ofanálag bætist elsta lagið af þessum toga við besta stuðningsmannalagið er auðvelt að vera "Púllari"

Sama á hverju gengur þá "er maður "aldrei einn á ferð!" 


mbl.is Fann Liverpool-lag frá 1907
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Ég sakna alltaf gamla handboltalandsliðslagsins sem ég hef aldrey vitað hvað heitir, en textann kann maður: "Strákar tala saman í vörninni, tefja ekki í sókninni, taka á öllu og slappa aldrey af..."

Billi bilaði, 8.1.2011 kl. 10:15

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, þetta var grafið upp nýlega og spilað, og eitt af ótal óloknum verkefnum mínum er að láta spila og syngja þetta aftur í öðrum, hægari og þyngri takti.

Ómar Ragnarsson, 8.1.2011 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband