17.1.2011 | 23:26
Margt sérkennilegt.
Í einni af útskýringunum á gjaldþroti Eyrarodda er sagt að mikill dráttur á úthlutun byggðakvóta eigi sinn þátt í hvernig fór. Ekki lítur það vel út úr því að fyrirtækið átti engan kvóta.
Var þessi þáttur eðlilegur eða drógu þeir, sem áttu að úthluta honum, lappirnar?
Ýmsar staðreyndir varðandi sjávarútveginn stinga í augu.
Haft er eftir fyrrverandi bankastjóra Landsbankans að helmingurinn af útlánum bankans til útgerðarmanna hafi farið í einkaneyslu þeirra og eigin fjárfestingar en ekki inn í reksturinn.
Þrátt fyrir það forskot þau sjávarútvegsfyrirtæki hafa, sem eiga bæði kvóta og fiskvinnslufyrirtæk, eru hin kvótalausu fiskvinnslufyrirtæki með mun minni skuldir á heildina litið.
Hvernig má það vera?
Hér er að vísu verið að tala um meðaltöl og verður að taka það fram að allnokkur útgerðarfyrirtæki standa afar vel og eru með blómlegan rekstur.
Einnig verður að taka með í reikninginn að á meðan gróðærisbólan var blásin upp, var gengi krónunnar afar óhagstætt fyrir útflutningsfyrirtækin.
Nú hefur það snúist við en þau eru svo skuldsett að obbinn af þeim er sagður vera í gjörgæslu bankanna vegna óheyrilegrar skuldabyrði og hið hagstæðara gengi nægir alls ekki.
Eyraroddi gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mikil skítalykt að útgerð kvóta"eigenda" á Íslandi í dag
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2011 kl. 00:01
Það er sérkennilegast í þessu að Flateyri er hluti af Ísafjarðarbæ og stærsti hlutinn af þeim aflaheimildum sem Kambur átti (meðan Kambur var á Flateyri) er en í bænum, Hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru Hnífsdal og Íslandssögu á Suðureyri. Meðan ég vann hjá Kambi, 2003 -2007 fann ég mjög sterka andúð margra Ísfirðinga á þessari vinnslu á Flateyri og menn fundu henni allt til foráttu. Á þessum tíma var byggðakvóta einu sinni úthlutað til Flateyrar í mikilli óþökk Ísfirðinga.
Ég er fullviss um að í raun sé almenn ánægja sé á ísafirði með þetta gjaldþrot á Flateyri. Því þó að búið sé að sameina Ísafjörð, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri virðist mér fólkið ekki vilja vinna saman og styrkja svæðið í heild.
Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 04:37
Góðan daginn.
Það er ekki hægt að ræða þetta nema í myrkri.
Níels A. Ársælsson., 18.1.2011 kl. 10:48
stjórnsýslan er meingölluð það vitum við - en nú þarf uppbyggilegar umræður ef við ætlum okkur að halda áfram - hissa á Nilla hér að taka þetta ekki dýpra ? það er kanski ekki hægt ?
Jón Snæbjörnsson, 18.1.2011 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.