Rímar við annað á þessum tíma.

Á þeim árum, þegar breski flugumaðurinn var hér unnu íslensk stjórnvöld opinberlega með NATÓ við að prófa viðbúnað við hryðjuverkamönnum í rökréttu framhaldi af atburðunum 11. september 2001 og stríði í Írak og Afganistan.

Hér á landi var það opinbert og þótti engum neitt athugavert við það, að heil æfing á vegum NATÓ færi fram þar sem gert var ráð fyrir því að fengist væri við svonefnda "umhverfisverndarhryðjuverkamenn. 

Af hálfu þeirra, sem þessu réðu, var þetta fullkomlega eðlilegt. Árið 1970 sprengdu Mývetningar og fleiri stíflu Landsvirkjunar í Miðkvísl sem var einstæður atburður á þessu sviði þá og lengi síðan. 

Í og við ráðhús Reykjavíkur voru 2003 fjölmennustu mótmæli við fund borgarstjórnar Reykjavíkur sem um gat á þeim vettvangi og á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2001 var Ólafur F. Magnússon kallaður hryðjuverkamaður. 

Miðað við ógnina, sem öll orka mesta herveldis heims fór í að snúast gegn, var gagnslaust að vera með einhverjar takmarkaðar æfingar hér á landi gegn hryðjuverkaógn, heldur hlýtur að hafa verið farið yfir alla þætti svona mála, svo sem njósnir og símahleranir. 

Ég hef áður bloggað um fyrirbæri varðandi síma minn og fleiri, sem voru á ferli á Kárahnjúkasvæðinu 2005, sem rannsókn mín leiddi í ljós að voru augljósar og víðtækar símahleranir sem hvaða þjóðfélagsþegn eða valdamaður, sem var, gat átt von á að væri beitt við hann. 

Mér kom svo sem ekkert á óvart að vera hleraður, - ég hafði allt frá árinu verið kallaður "óvinur Austurlands númer eitt." 

Mér finnst miklu eðlilegra en hitt að menn hafi talið nauðsynlegt að æfa þetta allt á þessum tíma.

Og stríð NATÓ við hryðjuverkamenn var kærkomið tilefni til að prófa íslenska viðbragðskerfið. 

Símasérfræðingar, sem ég ræddi við, lýstu mínu tilfelli þannig, að það væri líkast því sem sími minn væri inni í eins konar "símatorgi" og miðað við það hvaða símar aðrir voru  þessu símatorgi, var það hrollvekjandi hverjir hinir símarnir voru. 

Ég er bundinn trúnaði við viðkomandi aðila og mun halda hann. Vonandi kemur sá tími að hægt verði að aflétta honum. 

Benedikt Erlingsson orðaði það vel þegar hann var spurður, hvort hann teldi að símar fólks í næstu húsum við bandaríska sendiráðið væru hleraðir. 

"Þetta væru nú lélegir leyniþjónustumenn ef þeir gerðu það ekki," svaraði hann. 

 

 


mbl.is Össur: Mjög umdeilanleg aðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband