Eitt mesta jafnréttissporið.

Líklega eru lögin um fæðingarorlof eitthvert mesta jafnréttisspor sem stigið hefur verið hér á landi í marga áratugi. Það var því vel til fundið hjá Jóhönnu Sigurðardóttur að velja það til að greina forsætisráðherra Breta frá því sem við gætum þó státað af á þessum erfiðu tímum eftir Hrunið.
mbl.is Cameron fræddur um íslenska fæðingarorlofið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég var að vinna hjá verkalýðsfélaginu hér í V Hún þegar fæðingarorlofið fór af stað og það var stórkostlegt að hjálpa verðandi foreldrum að útfylla umsóknirnar. Gleðin og eftirvæntingin skein úr augum beggja og ekki var ánægjan minni eftir að börnin voru fædd. Brosið fór varla af piltunum og þeir sýndu mér stoltir myndir af börnunum. Greinilegt að tengingin var allt önnur og þeir voru nú gjaldgengir í ferlinu.

Jóhanna er snjöll

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2011 kl. 00:29

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mikið var gott að Hr. Jóhanna gat gefið Bretum ráð varðandi fæðingarorlof. Sumir héldu að hún væri í Bretlandi til að gæta hagsmuna Íslendinga, en það var auðvitað misskilningur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.1.2011 kl. 00:29

3 identicon

Eru ummæli Lofts ekki á mörkum eðlilegs velsæmis?

Geir (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 09:46

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er sammála þér Ómar. Börn tengjast sínum nánustu á fyrstu mánuðum lífsins og eiga rétt á að tengjast báðum foreldrum ef það er mögulegt og vilji til þess. Ekkert nema gott um það að segja að Jóhanna skuli benda á það.

 Við þurfum að leita eftir því góða í hverjum og einum eftir bestu getu. það er svo mikið af ósanngjörnum og ósönnum níðskrifum á bloggunum sem eru skrifuð í þeim tilgangi einum að klekkja á pólitískum andstæðingum. það er mikill munur á níðskrifum og sanngjarnri gagnrýni (rýna til gagns).

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.1.2011 kl. 11:13

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það er allt gott um fæðingarorlofið að segja en Jóhanna má muna það að það var ekki á hennar vakt, sem núverandi lög um fæðingarorlof voru samþykkt.

Henni er náttúrulega vorkunn, hún getur ekki bent á neitt úr eigin smiðju, sem aðrir gætu lært eitthvað gott af.

Emil Örn Kristjánsson, 21.1.2011 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband