Hin lævísu "tíðahvörf".

Í frétt, sem tengd er þessari bloggfærslu, kemur fram algeng hugsana- og málvilla, sem veður uppi í íslenskum fjölmiðlum og ég kýs að kalla "tíðahvörf."

Hún felst í því að byrjað er að segja frá tilteknu atriði í þátíð í upphafi setningar en síðan skyndlega skipt um tíð í framhaldinu. 

Setningin er svona: "Rannsókn leiddi í ljós að rafsegulbylgjur í örbylgjofni hafi skemmt símann. 

Það tók séra Emil Björnsson, minn gamla fréttastjóra, aðeins eitt tiltal að venja okkur fréttamennina á þeirri tíð af svona villu. "Haltu áfram í sömu tíð og þú byrjar" þrumaði hann. 

Og þá er setningin svona: 

"Rannsókn leiddi í ljós að rafsegulbyljgur í örbylgjuofni hefðu skemmt símann."


mbl.is Lævís Lee svindlaði á Samsung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Önnur villa sem fer í taugarnar á mér er þegar fólk ruglar saman raunkyni og kyni nafnorða. Fólk talar um krakka og fer síðan að tala um krakkana sem "þau"! Nafnorðið krakki er karlkynsorð og því er talað um þá krakkana en ekki þau krakkana. Það skiptir engu máli hvort krakkarnir séu allir strákar, stelpur eða af báðum kynjum.

Hörður Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 21:23

2 identicon

Sæll Ómar

Það er í mínum huga mjög leiðinlegt fyrir mig að heyra eins mikinn íslenskumann og þig segja "ske" eða "skeði" (eitt ljótasta tökuorð í íslensku að minu mati). 

Mikið nær að nota gerast og gerðist. 

Með kveðju,  Jón

Jón Ketillson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband