Hvað á sagan að vega þungt?

Sífellt koma upp álitaefni sem snerta sögu þjóðanna og mannkynsins. Ég er talsmaður þess að láta söguna sjálfa vega þungt frekar en tilfinningar í núinu.

Nokkur dæmi: 

Á framhlið Alþingishússins er kóróna hins danska konungsríkis 19. aldar sem Ísland var hluti af. 

Til eru þeir sem vilja fjarlægja hana og setja í staðinn skjaldarmerki Íslands, vegna þess að eftir 1944 eigi kórónan ekki við. 

Ég er þessu ósammála. Kórónan sú arna segir þá sögu, að í nafni sameiginlegs konungs Íslands og Danmerkur var þetta hús reist og hún séu því sams konar sögulegar minjar og til dæmis Skansinn í Vestmannaeyjum. 

Mér er Skansinn hugleikinn því að margir amast við hernaðarminjum á Íslandi úr Seinni heimsstyrjöldinni og Kalda stríðinu á grundvelli friðsemdar Íslendinga. 

En Skansinn var reistur af dönskun einvaldskonungi sem hernaðarmannvirki og ætti samkvæmt hliðstæðu mati því að vera óæskilegur. 

Ég var einmitt í gær að sjá mynd af skrifstofu verkalýðsfélags úti á landi þar sem tvær stórar myndir af Marx og Lenin hanga uppi á vegg. 

Einhver kann að segja að þessar myndir séu mjög óviðeigandi á okkar tímum en ég lít hins vegar á þær sem sterkar minjar um ástand sem var hér á landi á árunum 1920 - 1960, þegar stór hluti þjóðarinnar tók upp gagnrýnislausan átrúnað á þessa menn. 

Á sama hátt tel ég að alls ekki eigi að hrófla við grafhýsi Lenins í Kreml eins og Rússar eru nú að velta fyrir sér, vegna þess að það er gríðarlega áhrifamikil og merk heimild um hina skefjalausu persónudýrkun á þeim Lenin og Stalín, sem var undirstaða einhverrra hrikalegustu glæpaverka sem sagan kann frá að greina. 

Grafhýsið er sterk áminning um að slíkt gerist ekki aftur. 


mbl.is Kjósa um hvort jarðsetja eigi Lenín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Sagan vegur þungt. Höldum þessu sem þú nefnir til haga, til ævarandi minningar um fíflagang fortíðarinnar.

Það er gott að hafa hugfast að við erum vanþróuð og vitum lítið. Að 200-300 árum liðnum munu menn líta til baka og undrast hversu miklir bjánar við vorum...

Hörður Þórðarson, 23.1.2011 kl. 23:40

2 identicon

Rétt er það að hafa skal í heiðri sögulega minjar. En að stilla upp líki sem þátt í því að heiðra minningu einhvers, er ein tegund af necrophili, óhugnaleg í alla staði. Það væri tákn virðingar við fórnarlömb Lenins að fjarlæga þennan óþverra sem fyrst.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 03:59

3 identicon

Ef við gleymum sögunni, erum við dæmd til að endurtaka mistök hennar. Fortíðin kennir okkur meira um framtíðina, en nútíðin getur nokkru sinni gert.

Er ekki þinghúsið friðað annars - og þar með kórónan? Svo allt tal um að taka niður kórónuna, er ekkert annað en þjóðrembings píp, sem skiptir engu máli.

Skorrdal (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 04:57

4 identicon

Hér er ég ósammála þér, Ómar. það fyrsta sem við áttum að gera var að taka kórónuna niður og fara með hana á Þjóðminjasafnið þar sem hún á heima. Íslenska skjaldarmerkið á heima þarna. Eða, vilt þú kannski endurreisa Camp Knox í vesturbænum til að minnast hersetunnar ?

kv

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 11:00

5 identicon

Ja, því ekki. Það hefði verið betra að leyfa einhverju að standa af gömlu kömpunum.

Sama með margan torfbæinn sem var ýtt niður á 20. öld.

Pólverjar "björguðu" hluta af sinni sorglegu sögu með því að grafa skurði í kringum búðirnar í Birkenau, - þetta var ekki byggt til að endast, og í mýrlendi, en þeir vildu vera vissir um að þetta fengi skoðun hjá framtíðar kynslóðum.

(Birkenau = Auschwitz II, þessar stóru)

Þar er reyndar ekkert langt síðan Íslendingar vildu losa út mjög mörg söguleg hús í Reykjavík. Nú er það svo magnað, að þetta er t.d. það sem útlendingar hafa mest gaman af....

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 11:53

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki að tala um heilu braggahverfin, fjarri fer því. En það hefði kannski mátt varðveita eitt braggaheimili í Múlakampi eða í Laugarnesinu.

Ég tel sömuleiðis 

Ómar Ragnarsson, 24.1.2011 kl. 14:24

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

...að til minja um arkitektúr og þjóðarhagi á árunum 1940-60 mætti friða svæðið milli Stangarholts og Háteigsvegar.  Það myndi ekki kosta mikið,  heldur aðeins halda húsunum við með núverandi útliti sem einkennist af hinum grábrúna skeljasandi sem notaður var til að múra steinhús að utan á þessum árum. 

Ég var að koma úr Borgarnesi í gær

Ómar Ragnarsson, 24.1.2011 kl. 14:27

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

....og átti þar ánægjustundir með ungum og öldnum í dúkkusafninu og skemmtilegun veitingastað í endurgerðu timburhúsi Kaupfélags þarna á fyrri tíð.

Enn eru fjölmennir þeir sem kalla svona hús "kofaskrifli" sem beri að rífa og reisa í staðinn "almennileg hús" úr steini og gleri. 

Þeir vildu Bernhöftstorfuna feiga á sínum tíma og merkilegt er að þeir skuli ekki taka aftur upp baráttuna fyrir því að rífa hana.

Ómar Ragnarsson, 24.1.2011 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband